Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 72

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 72
Ég hef alltaf verið ötull talsmaður þess að hugsa vel um umhverfið. Enn þann dag í dag er mér strítt af vinkonum mínum fyrir sér- kennileg áhuga- og baráttumál í æsku. Þannig átti ég það til að banka upp á hjá þeim með tvo poka með- ferðis og spyrja hvort þær vildu koma að „vernda“. Þar var vísað í verndun umhverfisins því ég ætlað- ist til þess að allir hefðu jafnmikinn áhuga og ég á því að tína rusl út um víðan völl. Þetta var áður en aldur minn náði tveggja stafa tölu. Á ungl- ingsárunum roðnuðu sömu vinkon- ur af skömm þegar ég tíndi upp síg- arettustubba sem töffarar bæjarins hentu frá sér og rétti þeim þá aftur með þeim orðum að þeir hefðu misst eitthvað. Dæmin eru mörg og mis- vandræðaleg svona eftir á. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei gefið strætó séns, að minnsta kosti ekki hér á landi. Í öll þau skipti sem ég hef búið erlendis, allt frá Dan- mörku til Indlands og Perú, hef ég notað almenningssamgöngur og fundist það stórfínt. Hins vegar hef ég tekið orð annarra fyrir því að hérlendis sé ómögulegt að ferðast um með þessum hætti. Biðtími milli vagna sé engum bjóðandi, ferðaá- ætlanir svo síbreytilegar að full vinna sé að fylgjast með nýjustu upplýsingum og að ferðamátinn sé síður en svo ókeypis. Fyrir skömmu ákvað ég að gefa strætó séns og ferðast með honum alla leið frá Akranesi og hingað í Skaftahlíðina. Ég ætla ekki að gerast sjálfskipaður sérfræðing- ur í málefnum strætó eftir tíu ferðir, en ég er ekki frá því að Íslendingar hafi fellt sleggjudóm í þessu máli. Ég er að minnsta kosti alsæl þrátt fyrir að ferðast lengstu leiðina sem í boði er og þurfa að skipta tvisvar um vagn. Ég les blöðin á leiðinni, sef eða spjalla við næsta mann. Ég þarf aldrei að setjast inn í kaldan bíl og slepp við að skafa af rúðunum í vetur. Ég þarf ekki að borga í göngin og ég legg mitt af mörkum til umhverfisins. Er hægt að hafa það betra? Í DAG KL. 13:50 ENGLAND EISTLAND Í KVÖLD KL.18:00 DANMÖRK SPÁNN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.