Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 74
Barnaleikritið Gosi verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu í dag. Hér er á ferð sannkölluð stórsýning og mikið sjónarspil með glæsi- legum búningum, gervum, tónlist, fimleikafólki og fleiru. Ævintýrið um Gosa er vel þekkt. Þar segir frá leikfangasmiðnum barnlausa Jakobi, sem sker út strengjabrúðu á töfrastund og brúðan lifnar við. Brúðan fær nafn- ið Gosi, en reynist vera óstýrilátur strákur sem óhlýðnast föður sínum. Í stað þess að mæta í skólann stefn- ir Gosi á vit vafasamra ævintýra sem reka hann á ótrúlegustu staði. Með þátttöku í ævintýrunum skerpist samviska hans, hann lærir og þroskast. Víðir Guðmundsson leikur Gosa. Hann segir hlutverkið ekki vand- alaust. „Gosi er náttúrlega þekkt persóna og því er ekki alveg sama hvernig ég leik hann. En sagan um Gosa er sígild þroskasaga; Gosi er fremur einfaldur í fyrstu og lætur ginna sig en svo þroskast hann og vitkast eftir því sem hann kynnist heiminum betur. „Karl Ágúst Úlfs- son vann leikgerðina upp úr ævin- týri Carlo Collodi sem kom út árið 1883 og náði þegar nokkrum vin- sældum í heimalandi sínu, Ítalíu. „Upprunalega sagan af Gosa er dálítið ólík Disney-ævintýrinu sem flestir þekkja; í ævintýri Collodis kveður við öllu dekkri tón. Leik- gerðin sem við setjum á svið hér fer nokkurs konar milliveg á milli frumútgáfunnar og Disney-útgáf- unnar. Hún hefur sama fallega boð- skapinn og er svo áberandi í Disney- myndinni, en aðrir þættir hennar sækja jafnframt í heim upprun- alegu sögunnar,“ segir Víðir. Víðir tók þátt í uppfærslu barn- aleikrits með Nemendaleikhúsinu á sínum tíma. Hann hefur því reynslu af að koma fram fyrir unga áhorf- endur. „Börn og fullorðnir eru vissulega fremur ólíkir áhorfend- ahópar. Það er afskaplega gaman að leika fyrir börn, enda eru þau ekki komin í leikhús til að dæma heldur frekar til að upplifa og njóta sýningarinnar. Maður getur treyst þeim fullkomlega vegna þess að þau eru alveg einlæg í viðbrögðum sínum; maður verður strax var við hvernig leikritinu er tekið.“ Sýningin um Gosa er afar sjón- ræn og því vel til þess fallin að vekja sterk hughrif og viðbrögð hjá áhorfendum. „Þetta er einfaldlega frábær sýning fyrir alla fjöl- skylduna. Þetta verður eflaust ein af þessum uppfærslum sem lifa lengi í hugum ungra áhorfenda,“ segir Víðir. Spýtustrákur lærir á lífið Fjöllistamaðurinn Auxpan, sem dagsdaglega heitir Elvar Már Kjartansson, tekur þátt í Sequences- myndlistarhátíðinni með gjörningi sem hann flytur í Gallerí Dvergi í kvöld. Gjörningurinn, sem kall- ast „Hæhó Auxpan“, hefur ekki verið lengi í undirbún- ingi. „Ég ákveð gjarnan með skömmum fyrirvara hvað ég geri á gjörningum. Í Gallerí Dvergi verð ég eflaust með einhverja tónlist og fleira skemmtilegt,“ segir Elvar spurður um hvað fer fram á gjörningnum. Gjörningar hans hafa getið sér orð fyrir að reyna á líkamleg mörk. „Ég á það til að stökkva úr mikilli hæð eða gera annað sem kannski lítur út fyrir að vera hættulegt. Ég er þó ekki í neinni hættu, þetta er bara hluti af gjörningnum,“ segir Elvar. Hann vill þó ekkert segja um hvort vænta megi slíkra tilþrifa í gjörningnum á laugardag. Hæhó Auxpan Stórsýning verður opnuð í dag í Hafnarborg með mannamyndum af ýmsu tagi: portrettum. Sýningin byggir á samkeppni fyrir portrettlistaverk sem efnt er til að frumkvæði safns- ins í Frederiksborgarhöll í Danmörku (Det Nationalhis- toriske Museum í Freder- iksborg) en safnið á stærsta safn portrettlistaverka á Norðurlöndunum. Aðal- styrktaraðili er Carlsberg- sjóðurinn og eru verðlaunin kennd við bruggmeistarann J.C. Jacobsen og nefnast Brygger J.C. Jacobsens Port- rætpris. Fyrstu verðlaun eru 75 þúsund danskar krónur, önnur verðlaun 30 þúsund og þriðju verðlaun 15 þús- und. Einnig eru veitt sérstök verð- laun fyrir verk sem gestir sýning- arinnar tilnefna og sérstök viðurkenning fyrir frumlegasta verk sýningarinnar. Fagleg dómnefnd valdi verkin á sýninguna. Á sjötta hundrað verk bárust í keppnina og íslensku listamennirnir sem valdir voru í keppnina voru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eld- járn, en alls eru verk eftir áttatíu listamenn á sýningunni. Þeir sem hlutu verðlaun voru Sonja Lillebæk Christensen, 1. verðlaun, Sven Ljungberg, 2. verðlaun, Torben Eskerod, 3. verðlaun og verðlaun fyrir frumlega útfærslu portrett- verka hlutu Daniel Hoflund og Mette Watten. Sýningunni Portræt nu svipar að mörgu leyti til þeirra stórsýninga á portrettverkum sem hefð er fyrir að halda í Bretlandi, Ástralíu og Amer- íku ár hvert og sem ætíð vekja mikla athygli. Sú sýning sem íslensku listamennirnir taka þátt í nú sker sig þó úr að því leyti að hér verða ekki eingöngu hefðbundin portrett málverk eða skúlptúrar, heldur hafa listamennirnir frjálst val um efnis- tök. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar samsýningar af þessu tagi en stefnt er að því að por- trett-sýningar með þessu sniði verði framvegis haldnar annað hvert ár. Þau söfn sem standa að sýningunni auk safnsins í Frederiksborgarhöll eru Hafnarborg, menningar- og list- astofnun Hafnarfjarðar, Amos And- ersson-listasafnið í Helsinki, Lista- safnið í Gripsholmhöllinni í Svíþjóð og Norska þjóðlistasafnið í Osló. Sýningin var opnuð í Danmörku í maí síðastliðnum og af því tilefni var efnt til málþings um stöðu por- trettlistar í dag, með áherslu á Norðurlöndin. Þar voru forstöð- umenn áðurnefndra portrettlis- tasafna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, auk forstöðumanns Por- trettlistasafnsins í Svíþjóð meðal frummælenda og norrænir list- fræðingar og gagnrýnendur voru meðal þeirra sem tóku þátt í umræð- um. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Fimmtu- daga er opið til kl. 21. Síðasti sýning- ardagur er 22. desember. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.