Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 76

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 76
Skórnir á tískuvikunni í París vöktu jafn mikla athygli og fatnaðurinn en það virðist sem hönnuðir séu að fara í mjög „kínkí“-áttir í skótaui. Af einskærri tilviljun á sér stað ljósmyndasýning í litlu galleríi í París um þessar mundir titluð „Fetish“ en þar hefur meistari David Lynch myndað konur annaðhvort á hnjánum eða liggjandi, klæddar aðeins í skó eftir Christian Louboutin. Er skóblæti sem sé það sem koma skal? Hönnuðir eins og Nicolas Ghésquiere hjá Balenciaga og Stefano Pilati hjá Yves Saint-Laurent sýndu afar dömuleg föt fyrir vor og sumar 2008, en í hrópandi mótsögn við öll settlegheitin klæddust fyrirsæturnar skóm sem komu svo sannarlega úr „fetish“ heimin- um. Ghésquiere klæddi fyrirsæturnar í háar leðurreimar sem hringuðust um fótleggina og Pilati setti þær á himinháa pinnahæla með aðeins einu mjóu bandi milli tánna sem hélt fótunum í skónum. Áhorfendur göptu af aðdáun og væntanlega líka af hræðslu, því að stúlkurnar litu út fyrir að vera í bráðri lífshættu á pallinum. Hjá Chloé voru hælarnir mótaðir í eins konar þríhyrning, og hjá Ninu Ricci beygðust hælarnir inn, eins og risavaxnar klær á bjarndýri. Alexander McQueen sýndi eflaust brjálæðislegustu skóna af öllum en þeir voru innblásnir af japönskum geisjum. Hvernig fyrirsæturnar fóru að því að ganga á þeim hef ég ekki hugmynd um. Háir hælar og spengilegir leggir eru langt frá því sjokker- andi í dag en skóblæti er þó „synd“ sem blómstrar víða. Hver man ekki eftir þættinum í Sex and the City þegar skókaupmaður gaf Charlotte endalaus pör af rándýrum skóm bara til þess að fá að horfa á hana máta þá? Þetta eðalsamband þeirra brást svo þegar maðurinn gat ekki hamið fullnægingu sína í fullri búð af kúnnum. Sitt sýnist þó væntanlega hverjum um skó og ég er ekki viss um að karlmenn myndu sérstaklega heillast af „Pagoda“-skóm McQueens enda væri kærastan örugglega fótbrotin eða í fatla eftir eitt kvöld í því skótaui. Persónulega finnst mér YSL-skórnir langmest sexí þar sem það er eitthvað skemmtilega synd- samlegt við örmjóa pinnahæla með málmbandi á milli tánna. Erótísk táknfræði? Ekki spyrja mig. Kinkí tásur Hönnuðurinn Marc Jacobs vakti óneitanlega athygli fyrir sumarlínu sína hjá tískuhúsinu virðulega, Louis Vuitton. Sýning hans átti sér stað á tískuvikunni í París í Versailles-höllinni og þar gaf að líta ofurbomburnar Evu Herzigova, Stephanie Seymour og Naomi Campbell í gegnsæjum hjúkkubúningum með svartar blúndugrímur yfir andlitinu. „Þetta er allt vegna samstarfs míns við listamanninn Richard Prince,“ útskýrði Jacobs, en teikningar Prince (sem gerði líka frægt umslag fyrir hljómsveitina Sonic Youth) verður að finna á tösk- um og fylgihlutum frá Vuitton í vor. En hvert skyldi Jac- obs hafa sótt hið glaðlega litaspjald sem einkenndi lín- una? „Ég elska Svamp Sveinsson og mér sýnist Rei Kawakubo gera það líka, við notuðum sömu litina!“ sagði Jacobs glaðhlakkalega. Tískusýningin var sannarlega umdeild, enda um mjög sérkennilegar samsetningar að ræða. Brjálaðir litir eins og gult, skærbleikt, fjólublátt og grænt og blanda af siffoni, tvídefnum, peysum úr gervi- efnum og regnfrökkum úr næloni voru greinilega leið Jacobs til að sýna fram á fullt listrænt frelsi innan hátískuhússins. 4months 3weeks& 2days BESTA MYNDIN GULLPÁLMINN CANNES 2007 KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM 4 MÁNUÐIR, 3 VIKUR & 2 DAGAR | 4 LUNI, 3 SAPTAMANI SI 2 ZILE www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Ekki eintóna hrollvekja heldur rómmikill lofsöngur til dýrðar hugrekki og vináttu, listarinnar að komast af við ómennskar aðstæður.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.