Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 78
Undirbúningurinn er í fullum gangi fyrir tónleika ítalska stórsöngvarans Andreas Bocelli í Egilshöll 31. október. „Það verða tæplega 110 manns sem koma gagngert frá Bocelli og tékknesku sin- fóníunni. Við munum leggja allt púður í að gera þetta sem veglegast fyrir áhorfendur,“ segir Karl Lúðvíksson hjá Déjávu sem stendur fyrir komu tenórsins. Bocelli er margverðlaun- aður tenór og einn söluhæsti tónlistarmaður heims síðustu ár. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to Say Goodbye. Bocelli hefur verið blindur frá tólf ára aldri en þykir búa yfir einstakri rödd. „Þetta er langfrægasti ten- órinn sem kemur reglulega fram í dag. Í upphafi ferils síns söng hann poppklassík og náði til miklu breiðari hóps en tenórarnir þrír. Hann er að færa sig meira í óperu og klassík núna en á tónleikun- um hér heima ætlar hann að taka það besta frá sínum ferli,“ segir Karl. „Við munum leggja gífurlega vinnu í að hljóðið verði pottþétt. Egils- höll býður upp á að hljóm- burðurinn verði mikið jafnari en í Laugardalshöll fyrir þessa tegund tónlistar.“ Að sögn Karls hefur miða- sala gengið mjög vel og þegar er nánast uppselt í dýrustu sætin sem kosta 22.900 krón- ur. Þau ódýrustu kosta aftur á móti 8.900 krónur. „Miðaverð á tónleikana hér miðað við í Evrópu er töluvert ódýrara. Í Aþenu var það til dæmis í kringum 30 til 50 þúsund fyrir þokkaleg sæti. Þetta er ótrúlega gott tækifæri fyrir tónlistarunnendur að sjá þennan mann koma fram á tónleikum með þessari hljóm- sveit. Svona tækifæri kemur ekki aftur í bráð.“ 110 manns fylgja Bocelli til landsins Lindsay Lohan hefur rekið móður sína, Dinu Lohan, en hún hefur verið umboðsmaður dóttur sinnar í fjölda ára. Samkvæmt vinkonum Lindsay hefur stjarnan fengið nóg af því að mamma hennar hagnist á frægð hennar. Lindsay veitti tíma- ritinu OK! fyrsta viðtalið eftir að hún yfirgaf meðferðarheimilið Cirque Lodge í Utah, og þar er haft eftir stjörnunni að hún hafi snúið baki við vinum á borð við Samönthu Ronson og Britney Spears. „Ég er að gera mitt besta til að umgangast fólk sem er með hjartað á réttum stað,“ segir Lindsay í viðtalinu. Dina Lohan hefur verið gagn- rýnd harkalega fyrir að nota frægð dóttur sinnar sér til fram- dráttar. Um daginn skrif- aði hún til dæmis undir samning við sjón- varpsstöð- ina E! um gerð raun- veru- leika- þátta í sex hlutum um líf hennar og Lindsay, án þess að hafa fengið samþykki dóttur sinnar. „Hún er reið yfir því að mamma hennar skyldi nota nafn hennar og skrifa undir papp- íra sem hafa áhrif á feril hennar, án þess að bera það undir hana,“ segir heimildarmaður OK!. Dina Lohan hefur vísað frétt Ok! frá. „Dina heldur áfram að vera umboðs- maður Lindsay og það sem meira er móðir henn- ar,“ segir tals- maður Dinu. Lindsay rak mömmu Allnokkur bið verður á því að brjóstmynd af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi borgarstjóra, verði sett upp í Ráðhúsinu. Enn á eftir að klára fimm fyrri borgar- stjóra áður en röðin kemur að honum. „Ég er bara rétt aðeins byrjaður á Markúsi Erni Antonssyni. Hann er bara svo mikið í útlönd- um að verkið gengur seint,“ segir Helgi Gíslason mynd- höggvari. Helgi hefur undanfar- in misseri séð um að gera brjóst- myndir af borgarstjórum Reykjavíkurborgar sem finna má í Ráðhúsinu. Hefð er fyrir því að brjóstmyndirnar séu sett- ar upp nokkrum árum eftir að viðkomandi lætur af embætti. Tíð borg- arstjóraskipti undanfarin fjög- ur ár setja þá hefð þó í upp- nám. „Ég kemst nú seint í álnir í þessum bransa þó að borgarstjórar komi og fari,“ segir Helgi myndhöggvari glett- inn um verkefnið. Nýjasta brjóstmyndin í Ráð- húsinu er af Davíð Oddssyni, sem lét af starfi borgarstjóra árið 1991 þegar hann varð forsætis- ráðherra. Eins og áður segir vinnur Helgi nú að brjóstmynd af Markúsi Erni sem sat frá 1991-94. Þá á hann eftir Árna Sigfússon sem sat í stólnum skamma stund á vordögum 1994, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur (1994-2003), Þórólf Árnason (2003-4) og Stein- unni Valdísi Ósk- arsdóttur (2004- 6) áður en röðin kemur að Vil- hjálmi Þ. Vil- hjálmssyni. Ómögulegt er að sögn Helga að áætla hve- nær næstu brjóstmyndir verða klárað- ar. Bæði er misjafnt hvern borg- arstjórarnir velja til verksins og eins hversu langan tíma hvert verk tekur. „Það fer allt eftir viðkomandi, hversu mik- inn tíma þeir gefa sér í þetta. Ég er stundum heilt ár með hverja brjóstmynd.“ VIÐ ERUM 1 ÁRS 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í DAG OPIÐ FRÁ 11-18 Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . V SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! SENDU SMS JA GLF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Frumsýnd 12. október Dane Cook Jessica Alba Dan Fogler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.