Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 13.10.2007, Qupperneq 82
 Ísland mætir Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undan- keppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu í dag kl. 16.00 á Laugar- dalsvelli. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari landsliðsins, hélt blaða- mannafund í gær en honum til halds og traust á fundinum voru varnarjaxlarnir Kristján Örn Sig- urðsson og Ragnar Sigurðsson. Eyjólfur er ánægður með ástand leikmanna sinna, en hópurinn kom saman í vikunni og hefur æft af krafti síðustu dag. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Það var reyndar svolítið hvasst á síðustu æfingunni, en það herti okkur bara upp og var í fínu lagi. Það hafa nánast allir komist heilir frá æfingunum, en Veigar á reyndar við smávægileg meiðsl að etja,“ sagði Eyjólfur og kvaðst bjartsýnn fyrir leikinn. „Verkefnið leggst vel í okkur og það er mikilvægt að við höldum áfram því hraða spili og þeim sig- urvilja sem hefur einkennt liðið í síðustu tveimur leikjum. Lykillinn gegn Lettum verður kantspilið og mikið veltur á því í leiknum að við náum að sækja hratt upp kantana. Þetta er líka síðasti heimaleikur okkar í þessari keppni og við ætlum að standa okkur vel og kveðja með stæl,“ sagði Eyjólfur, sem vanmetur Lettana þó seint. „Við vorum allt of gráðugir að sækja í fyrri leiknum eftir góð úrslit gegn Norður-Írum og vorum því allt of opnir og þeir rassskelltu okkur. Leikurinn æxlaðist þannig að við fengum mikið af færum, sem fóru forgörðum, en þeir fengu mikið af færum, sem þeir nýttu. Við töpuðum 4-0 fyrir þeim þá og berum því virðingu fyrir þeim en erum samt alveg óhræddir við þá og ætlum ekki að taka þá neinum vettlingatökum,“ sagði Eyjólfur ákveðinn. Varnarleikur Íslands hefur verið til fyrirmyndar í síðustu tveimur leikjum þar sem Ragnar Sigurðsson hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu þrátt fyrir að vera nýliði. „Ég er alltaf að læra og öryggið er að aukast með hverjum leik hjá mér og ég þori að gera meira,“ sagði Ragnar og kvaðst spenntur að mæta Lettum en hann spilaði ekki í fyrri leik liðanna. Kristján Örn Sigurðsson hefur einnig verið að spila vel, en hann telur að ákveðin hugarfarsbreyt- ing hafi átt sér stað hjá liðinu. „Við ákváðum fyrir síðustu tvo leiki að taka okkur saman í andlit- inu og leggja harðar að okkur og vinna betur saman. Þetta var þá búið að vera frekar slappt hjá okkur þar á undan, en við horfum bara fram á við núna og ætlum okkur að halda áfram á sömu braut og byggja ofan á þessi fínu úrslit í síðustu tveimur leikjum,“ sagði Kristján Örn og Eyjólfur hrósaði í því samhengi Kristjáni Erni og ekki síður innkomu Ragnars Sig- urðssonar inn í liðið. „Kristján og Ragnar hafa verið að spila frábærlega í síðustu tveimur leikjum og það er stór hluti af velgengni okkar í síðustu tveimur leikjum. Þeir eru báðir með baráttuviljann í lagi en leysa einföldu hlutina líka vel, sem er ekki síður mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Eyjólfur. Íslendingar taka á móti Lettum í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardals- vellinum í dag og eiga þar harma að hefna eftir 4-0 tap í Riga á síðasta ári. Íslenska karlalandsliðinu hefur gengið vel með Eystrasalts- þjóðirnir þegar þær hafa sótt okkur heim í gegnum árin. Ísland spilar við Lettland á Laugardals- vellinum á laugardag. Landsliðið hefur mætt þessum þremur þjóðum fjórum sinnum hér á landi, unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli og hefur hagstæða markatölu upp á 11-1. Lettar eru að mæta hingað til lands í annað skipti en þeir töpuðu hér 4-1 í vináttuleik í Laugardalnum 19. ágúst 1998. Þórður Guðjónsson átti þá stórleik, skoraði tvö markanna og lagði upp það þriðja en hin mörkin skoruðu Ríkharður Daðason og svo Auðun Helgason í sínum fyrsta landsleik. Íslenska liðið vann síðan 4-0 sigur á Eistum á Akueyri árið 1994 og 3-0 sigur á Litháum á Laugardalsvellinum 2002. Þrír flottir sigr- ar hér heima Íslenska landsliðið á harma að hefna á laugardaginn frá því í fyrri leiknum við Letta. Lettar fóru þá hamförum og skoruðu fjögur mörk, þar af þrjú á fyrsta hálftíma leiksins. Síðan þá hafa mörk liðsins ekki komið á færibandi því eftir að Aleksejs Visnakovs skoraði fjórða mark Letta á 54. mínútu leiksins gegn Íslandi hafa Lettar aðeins skoraði tvö mörk á 846 mínútum. Lettar skoruðu ekki í 607 mínútur á eftir en náðu loksins að brjóta ísinn í 1-2 tapi fyrir Moldóvum í vináttulandsleik. Annað þessara tveggja marka var síðan sjálfsmark Norður-Íra í 1-0 sigri Letta í síðasta mánuði. Íslenska landsliðið hefur skorað sex mörk síðan í skellinum umrædda í Riga 7. október í fyrra. Tvö mörk Letta á 846 mínútum Var frekar taugaóstyrkur kvöldið fyrir leikinn Iceland Express-deild karla: N1-deild kvenna í handbolta Keflvíkingar keyrðu yfir Grindvíkinga í gær og unnu sannfærandi 25 stiga sigur, 95-70, í fyrsta leik liðanna í Iceland Express-deild karla í vetur. Það var ljóst frá byrjun í hvað stefndi því Keflavík komst 22-9 yfir. Grindvíkingar áttu nokkra ágæta spretti en um leið og þeir komu sér inn í leikinn þá svaraði Kefla- víkurliðið ávallt með að gefa aðeins meira inn og stinga þá aftur af. Grindvíkingurinn Igor Beljanski fékk á sig ruðning og svo tæknivillu í lok fyrri hálf- leiks og kom ekki meira inn eftir það, Adama Darboe átti skelfi- legan dag og Jonathan Griffin var langt frá sínu besta. Því máttu Grindvíkingar ekki við ekki síst þar sem B.A. Walker og Tommy Johnson fóru á kostum í Keflavíkurliðinu og skoruðu saman 52 stig og tíu þriggja stiga körfur. „Þetta var fínn leikur hjá okkur en við eigum meira inni. Við erum með okkar markmið og ég get lofað þér því að það er ekki fimmta sætið. Ég er mjög ánægð- ur með alla útlendingana okkar. Við erum búnir að vera saman í tíu daga og erum að vinna mjög gott lið Grindavíkur á heimavelli. Þeir smellpassa inn í liðið okkar og eigum við ekki að segja að þeir séu með Keflavíkurstæla,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrir- liði Keflavíkur, kátur eftir leik- inn. Keflavíkurliðið lítur vel út, útlendingarnir lofa góðu og ungu strákarnir, Sigurður Gunnar Þor- steinsson og Þröstur Leó Jóhanns- son áttu báðir fína innkomu. Grindavík var spáð þriðja sæt- inu í deildinni og frammistaða liðsins í gær olli því miklum von- brigðum. Þeir þurfa að bæta sinn leik mikið ætli þeir sér að berjast um titla í vetur. Keflavíkurhraðlestin í gang Stjarnan vann góðan 85-72 sigur á Skallagrími í fyrstu umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í gær. Nýliðar Stjörnunnar byrjuðu af krafti og leiddu leikinn 25-21 eftir fyrsta leikhluta og staðan var svo orðin 48-40 í hálfleik. Skallagrímur kom svo meira inn í leikinn og tók til að mynda forystu, 60-61, í lok þriðja leikhluta. Stjarnan endaði leikinn hins vegar af sama krafti og þeir sýndu í byrjun leiks og Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Helga- son og Dimitar Kardzovski settu allir niður þriggja stiga skot á lokakaflanum fyrir Stjörnuna. Niðurstaðan varð því öruggur 85- 72 sigur Stjörnunnar sem geta verið kátir með sinn fyrsta leik í deildinni í ár. Hjá Stjörnunni var Dimitar Kardzovski atkvæðamestur með 22 stig, en Steven Lamar Thomas kom næstur með 20 stig. Kjartan Atli Kjartansson átti einnig fínan leik og skoraði 17 stig, þar af skoraði hann fimm þriggja stiga körfur. Hjá Skallagrími skoraði Darrel Flake 21 stig og þeir Allan Fall og Milojica Zekovic voru báðir með 14 stig. - Nýliðarnir fóru á kostum í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.