Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 83
 Rúmenska knattspyrnu- landsliðið er í góðum málum í und- ankeppni EM 2008 og er nálægt því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti síðan 2000. Í fararbroddi hjá liðinu fer framherjinn Adrian Mutu, sem er heldur betur búinn að rífa sig upp eftir eiturlyfjahneykslið hans hjá Chelsea fyrir tæpum fjórum árum. Chelsea rak Mutu eftir að hann féll á lyfjaprófi og hlaut að auki sjö mánaða keppnisbann. Mutu byrjaði aftur hjá Juventus en hefur blómtstrað á ný síðan hann gekk til liðs við Fiorentina. „Ég hef á nokkrum árum farið frá því að vera á kafi í eiturlyfum í að vera fjölskyldumaður. Ég á yndislega konu í dag, tvö börn og á von á því þriðja. Fjölskyldan hefur hjálpað mér að komast aftur á flug og verða sterkari leikmaður en þegar ég spilaði hjá Chelsea,“ sagði Mutu. Mutu hefur þegar skorað fimm deildarmörk á tímabilinu og hefur skorað sex sinnum fyrir Rúmeníu í undankeppninni. Rúmenía mætir Hollandi í Búkarest um helgina en liðin eru jöfn á toppi síns riðils með tveimur stigum meira en Búlgaría. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Hol- landi. „Hollendingar er með sterkasta liðið í riðlinum og ef okkur tekst að vinna þá sýnir það að við höfum breytt gamla hugarfarinu sem hefur haldið okkur frá stórkeppn- um síðustu sjö ár. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og stefni á að skora mitt fyrsta mark gegn Hollend- ingum eftir að hafa verið marka- laus í þremur leikjum gegn þeim,“ sagði Mutu á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Hollandi sem fer fram í dag. Adrian Mutu er orðinn fjölskyldumaður Októbermánuður hefur verið kaldur fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Landsliðið hefur tapað fimm októberleikjum í röð og vann síðast leik í mánuðinum gegn Litháum á Laugardalsvellinum 16. október 2002. Síðan þá hefur liðið spilað sjö leiki, tapað sex þeirra og gert eitt jafntefli. Íslenska landsliðið hefur reyndar aðeins unnið 5 af 30 leikjum sínum í október síðustu tvo áratugina. Þeir eru 1-0 sigur á Kúvæt í vináttuleik úti 1994, 4-0 sigur á Liechtenstein á heimavelli 1997, 1-0 sigur á Rússum á heimavelli 1998, 1-0 sigur á Norður-Írum í Laugardalnum 2000 og svo síðasti sigurinn sem var gegn Litháum eins og áður sagði fyrir fimm árum. Fimm sigrar á tuttugu árum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki unnið síðasta heima- leik ársins síðan liðið vann Litháa 3-0 16. október 2002. Lokaleikir undanfarinna þriggja ára hafa allir tapast, 1-2 fyrir Svíum í fyrra, 1-3 fyrir Króötum 2005 og síðan 1-4 fyrir Svíum fyrir þremur árum. Íslenska liðið gerði síðan marka- laust jafntefli við Þjóðverja árið 2003. Íslenska liðinu hafði hins vegar gengið vel að enda árið árin á undan því frá 1997 til 2002 vann liðið fimm af sex lokaleikjum sínum á Laugardalsvellinum. Frábær frammistaða liðsins í síðustu tveimur heimaleikjum hefur hinsvegar gefið ástæðu til bjartsýni um að nú geti strákarn- ir endað árið á sigurleik. Endað á tapleik þrjú síðustu ár Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði er klár í slaginn að nýju en hann er laus við meiðsli sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari er þó óviss hversu mikið hann geti notað Eið í leiknum gegn Lettum. „Eiður Smári er búinn að vera að æfa af krafti með liðinu í vikunni, en völlurinn er þungur í Laugar- dalnum og við verðum bara að sjá hvort hann geti spilað í 90 mínútur,“ sagði Eyjólfur. Smá óvissa með Eið Smára í dag Crash Bandicoot er hér mættur í glænýjum leik þar sem tveir geta spilað í einu. Erkióvinir hans hafa endurvakið risavaxin skrímsli og getur Crash nýtt krafta þeirra til að bjarga deginum. Góð grafík og endalaus hasar einkenna þennan leik sem er klárlega einn af platform leikjum ársins! Kominn á PS2 & XBOX 360 5.699 XBOX 360 3.999 PS2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.