Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 10

Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 10
 Tvö verkalýðsfé- lög innan Starfsgreinasambands- ins sækjast eftir verulegum hækk- unum á lágmarkslaunum fyrir félagsmenn sína. Verkalýðsfélag Akraness telur að hækka beri lág- markslaun úr 125 þúsund krónum í 170 þúsund og Verkalýðsfélag Húsavíkur telur að hækka beri lágmarkslaun í 180 þúsund krón- ur, eða hátt í fimmtíu prósent. Kristján Gunnars- son, formaður Starfs- greinasambandsins, segir að sér komi háar launakröfur frá ein- stökum félögum ekki á óvart. Fólk hafi mikl- ar væntingar vegna komandi samninga og vilji verulega hækkun launataxta og vernda kaupmáttinn. „Það er okkar vandasama verk fram undan,“ segir hann. Starfsgreinasambandið hefur gert viðræðuáætlun og segir Kristján að kröfur sambandsins verði tilkynntar fyrir lok október. Lögð verði síðasta hönd á kröfu- gerðina á formannafundi 24. október. Á þingi Starfsgreinasambands- ins nýlega kom fram að gríðarleg- ur munur er á launakjörum á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Vil- hjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, segir að þar sé „himinn og haf á milli“. Samkvæmt könnun sem gerð var innan Flóabandalagsins eru meðaldagvinnulaun 201 þúsund krónur. Vilja hátt í fimmtíu prósenta hækkun Háskerpuútsendingar hefjast á dreifikerfi Digi- tal Íslands á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem sjón- varpsefni í háskerpu er dreift á Íslandi. Fyrst um sinn verða tvær rásir í boði: Discovery HD sem sýnir nátt- úrulífs- og heimildarmyndir, og Sýn HD sem sýnir valda leiki úr ensku knattspyrnunni. Sérstakan háskerpumyndlykil þarf til að taka á móti útsendingunum. Til að njóta tækninnar til fulls þarf sjónvarp sem ræður við háskerpuútsendingar, merkt „HD“ eða „HD Ready“. Munurinn á venjulegu sjónvarpsefni og sjónvarps- efni í háskerpu er upplausnin, sem er um það bil fjór- falt hærri í háskerpuútsendingu. Það þýðir að myndin verður skýrari og smáatriði sjást betur en áður. Litir koma einnig betur út og hljóð er sent út í meiri gæðum. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone, segir ekki ákveðið hversu margir leikir í enska boltanum verði sýndir í háskerpu, en það verði að minnsta kosti einn leikur um hverja helgi. Fyrsti leikurinn sem sýndur verður á Sýn HD er viðureign Everton og Liverpool á laugardaginn kemur. Háskerpuútsendingar hefjast Stór svæði í Tungudal eru meðal þeirra svæða sem eru í hættu vegna ofanflóða við Ísafjörð. Þetta kemur fram í nýju hættumati Veðurstofu Íslands fyrir svæði umhverfis þéttbýlið á Ísafirði. Flugvallarbyggingar og svæðið í kringum þær eru meðal þess sem er í hættu. Fram kemur í mati Veðurstofunnar að þó ekki sé mikil byggð á svæðinu sé þar starfsemi sem er mikilvæg fyrir Ísafjarðarbæ og nágrannasveitar- félög. Huga þurfi sérstaklega að viðbrögðum vegna þess að búast megi við miklum mannsöfnuði þar. Flugvöllurinn í snjóflóðahættu Japanska tölvufyrirtæk- ið Hitachi áformar að búa til fjögurra terabæta harðan disk á næstu fjórum árum. Stærstu hörðu diskarnir sem fást í dag eru eitt terabæti að stærð, eða 1024 gígabæti. Enn frekari smækkun leshausa í hörðum diskum, niður í einn tvö þúsundasta af breidd mannshárs, gerir fyrirtækinu þetta kleift. Á slíkan harðan disk væri hægt að koma fyrir ríflega átta hundruð DVD-myndum, um einni milljón laga eða um fimm milljónum ljós- mynda í hárri upplausn. RV U N IQ U E 10 07 05 MotorScrubber Létt og afkastamikið hreingerningartæki Nú á kynn inga rtilb oði Moto rScru bber start pakk i 69.7 18Kr. MotorScrubber startpakkinn inniheldur: Stillanlegt skaft frá 81-128 cm, D- handfang, axlabönd, 12 V rafhlöðu, 230 V hleðslutæki, bursta, paddahaldara og padda í mismunandi grófleikum. Karsten Jessen, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.