Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 20
greinar@frettabladid.is
Bæjarstjóri Kópavogs gerir tilraun til að réttlæta gjörðir sínar í Fréttablað-
inu á laugardag. Sem kunnugt er réði
Gunnar vin sinn og félaga til margra ára í
starf samhliða ritara hjá bæjarskipulagi
Kópavogs á nær tvöföldum hennar laun-
um. Félagann kallar hann hvalreka fyrir
Kópavogsbæ og slíkan úrvalsstarfsmann
ráði maður ekki á „taxtalaunum“.
Nú reynir hann að verja gjörðir sínar
með þeim fátæklegu rökum að undirrituð
hafi grafið þetta upp til að hefna sín á bæjarstjóran-
um. Auðvitað sér hver maður hvurslags endaleysa
það er.
Til þess að hafa það sem sannara reynist var Þór
Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Skóla-
nefnd Kópavogs, fyrir það fyrsta EKKI vanhæfur.
Að þeirri niðurstöðu komst bæjarlögmaður Kópa-
vogs, en Gunnar skellir við skollaeyrum!
Rétt er það að vinur Gunnars var ráðinn til bæjar-
ins fyrir um ári síðan og vissi ég af því allan tímann.
Það sem ég vissi ekki fyrr en nýlega var að vinur
Gunnars var ráðin inn á nærri tvöföldum launum
ritara Skipulagsstjóra þrátt fyrir að sinna
sama starfi. Það var þá sem ég brást við og
óskaði eftir að bæjarstjóri gerði grein fyrir
máli sínu.
Gunnar getur kallað umrætt starf hvaða
nafni sem er, verkefnisstjóra, ritara, stjórn-
anda, eða hvalreka, en það sem skiptir öllu
máli er hvað starfið felur í sér. Samkvæmt
starfslýsingu beggja umræddra starfa (sem
eru til skriflegar) er hér um sama starf að
ræða. Ég vil taka sérstaklega fram að ekk-
ert er athugavert við störf einkavinar Gunn-
ars og ekki er ég að sjá ofsjónum yfir launa-
kjörum hans, það má vel vera að hann sé
happafengur eins og bæjarstjórinn kemst
að orði. Það sem ég geri athugasemd við er að hér er
ekki bara um einkavinavæðingu að ræða heldur
einnig gróft brot á jafnréttislögum. Ennfremur vek
ég athygli á undarlegum starfslokum ritarans, hún
hætti samdægurs eftir að hafa skrifað undir starfs-
lokasamning við bæjarstjórann og fallið frá öllum
kröfum á hendur Kópavogsbæjar vegna starfsloka
sinna. Sem bæjarfulltrúa í Kópavogi ber mér skylda
til þess að veita bæjarstjóranum strangt aðhald; það
geri ég bæjarstjóranum til mikillar gremju.
Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Hvalreki bæjarstjórans
Eitt af því sem tryggt hefur Sjálfstæðisflokknum vel-
gengni í íslenskum stjórnmálum
er geta flokksmanna til að standa
þétt að baki foringjum flokksins.
Þannig hefur flokkurinn bæði
ræktað og notið sterkra foringja á
borð við Ólaf Thors, Bjarna
Benediktsson og Davíð Oddsson.
Þótt vinstri menn hafi ekki átt
síðri foringjaefni þá hefur
ónáttúra þeirra leitt til þess að
skórinn hefur verið nagaður af
þeim flestum áður en þeir hafa
getað gagnast flokkum sínum með
sama hætti og foringjar sjálfstæð-
ismanna. Þannig hafa vinstri
menn – og við hin – misst af
tækifærum til að sjá Svavar
Gestsson og Jón Baldvin Hanni-
balsson ná fullum þroska sem
stjórnmálaforingjar. Sjáið hversu
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
blómstrað eftir að hann losnaði
undan hjörðinni sinni.
En þótt sjálfstæðismönnum hafi
auðnast að búa til sterkari
foringja en öðrum flokkum þá
hefur á sama tíma enginn flokkur
sýnt jafn mikið miskunnarleysi
við að ganga að forystumönnum
sínum dauðum. Meðferðin á
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni síðustu
tvær vikur er í takt við þær
trakteringar sem Þorsteinn
Pálsson og Geir Hallgrímsson
máttu þola af eigin flokksmönn-
um. Og það hangir yfir Geir H.
Haarde einskonar hótun frá
ákveðnum kjarna flokksins um að
hans bíði sambærileg örlög.
Í raun má segja að sú sterka
hefð innan Sjálfstæðisflokksins að
styðja og styrkja foringja sína
hafi breyst í undantekningu
undanfarin þrjátíu ár. Ætli
vendipunkturinn hafi ekki orðið
þegar Davíð Oddsson náði kjöri
sem borgarfulltrúi 1974. Þáver-
andi borgarstjóri, Birgir Ísleifur
Gunnarsson, fékk aldrei þann
stuðning að vaxa upp í þann sess
sem Geir Hallgrímsson, Gunnar
Thoroddsen eða Bjarni Benedikts-
son fylltu sem borgarstjórar. Eftir
að Sjálfstæðisflokkurinn missti
borgina 1978 varð Birgir Ísleifur í
raun lifandi pólitískt lík.
Meðan Davíð var borgarstjóri
gengu sjálfstæðismenn frá
tveimur formönnum sínum; fyrst
Geir Hallgrímssyni og síðan
Þorsteini Pálssyni. Margt er líkt
með örlögum Þorsteins og
Vilhjálms Þ. nú. Ríkisstjórn
Þorsteins gliðnaði í sundur, ekki
síst vegna óbilgirni helstu
ráðamanna Sjálfstæðisflokksins
sem hrökktu Þorstein út í horn í
eigin ríkisstjórn með hverjum
afarkostunum á fætur öðrum.
Þorsteinn var þá – líkt og unglið-
arnir í borgarstjórnarflokknum
nú – of óreyndur til að hafna
misvitrum (og misvel innrættum)
ráðum samherja sinna í forystu
flokksins.
Eftir að Davíð felldi Þorstein í
formannskosningu, yfirgaf
borgina og fór í landsmálin hefur
sjálfstæðismönnum ekki auðnast
að standa heilshugar að baki
forystumönnum sínum í Reykja-
vík. Og listinn yfir mannfallið er
orðinn býsna langur: Markús Örn
Antonsson, Inga Jóna Þórðardótt-
ir, Árni Sigfússon, Björn Bjarna-
son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son. Og ráðin sem ungliðarnir
þáðu í hildarleik síðustu vikna
hafa að öllum líkindum gengið frá
pólitískri framtíð Gísla Marteins
Baldurssonar og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttir. Hið áunna óeðli
Sjálfstæðisflokksins hefur því
varpað forystukreppunni út yfir
næstu kosningar.
Sjálfstæðismenn hljóta að
spyrja sig þessa dagana hvort
þeir hafi ekki launað Davíð
Oddssyni nógsamlega fyrir störf
hans fyrir flokkinn og hvort ekki
sé kominn tími til að girða fyrir
frekari áhrif hans. Hvort sem var
á leið hans til valda eða frá þeim,
hefur getuleysi Davíðs og helstu
aðdáenda hans til að taka hags-
muni flokksins fram yfir eigin
hag (sem oftast er litaður ólund,
óvild og getuleysi til að una öðrum
framgang) haft eyðileggjandi
áhrif á flokkinn og skaðað bestu
og efnilegustu forystumenn hans.
Ef sjálfstæðismenn spyrna ekki
fast við fótum munu sömu öfl og
klúðruðu borginni koma Sjálf-
stæðisflokknum frá völdum í
ríkisstjórn og á endanum út í
sama hornið í pólitík og flokkur-
inn hefur hrakið alla forystumenn
sína – aðra en Davíð Oddsson –
undanfarin þrjátíu ár.
Glötuð verðmæti
Og ráðin sem ungliðarnir þáðu
í hildarleik síðustu vikna hafa
að öllum líkindum gengið frá
pólitískri framtíð Gísla Marteins
Baldurssonar og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttir.
F
riðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, varð í gær-
kvöldi annar maðurinn á rúmri viku til að nota það
orðalag að óorði hefði verið komið á útrás orkufyrir-
tækjanna með málatilbúnaðinum í kringum samein-
ingu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green
Energy. Þessi ummæli lét Friðrik falla í viðtali við fréttastofu
Ríkissjónvarpsins. Hinn sem greip til sömu orða var Dagur B.
Eggertsson í grein í Fréttablaðinu hinn 6. október.
Friðrik og Dagur eru pólitískir andstæðingar. Annar kemur
úr Sjálfstæðisflokknum, hinn úr Samfylkingunni. Báðir eru
þó sammála um það grundvallarsjónarmið að íslenskum orku-
fyrirtækjum ber skylda til þess að ávaxta óefnisleg verðmæti á
borð við þekkingu og reynslu sem hefur byggst upp innan þeirra
í áranna rás. Friðrik fangaði þá einföldu afstöðu með þessum
orðum í fréttum Sjónvarps: „Orkufyrirtækin þurfa að horfa til
langs tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir þau að sjá fyrir verk-
efni eftir tíu til tuttugu ár. Ef við horfum á það sem er að gerast
hér á landi, getur farið svo að eftir fimm til tíu ár verði til dæmis
engin verkefni í vatnsafli og minna af verkefnum í jarðvarma en
hingað til. Þá sitjum við uppi með þekkingu og við sitjum uppi
með reynslu sem fyrirtækin vilja auðvitað koma í verð til að
auka verðmæti sitt. Það gerist ekki öðruvísi en að koma þessum
verðmætum á markað erlendis.“
Ef þetta sjónarmið sjálfstæðismannsins Friðriks nyti stuðn-
ings meðal flokkssystkina hans í borgarstjórn væri Dagur B.
Eggertsson ekki að taka við sem borgarstjóri í dag.
Reyndar er (eða var að minnsta kosti) einn maður á þessari
skoðun í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Hann heit-
ir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar flokksins
eru honum ósammála. Að þeirra mati er ekki rétt að Orkuveita
Reykjavíkur eigi samstarf við einkaaðila í REI um útrás í orku-
geiranum. Þó gengur það samstarf ekki út á annað en að koma
verðmætum Orkuveitunnar á markað erlendis, svo notað sé
orðalag Friðriks.
Þessi afstaða var kynnt sem slíkt grundvallarprinsipp í mál-
inu að Orkuveitunni bæri að selja hlut sinn í REI eins fljótt og
auðið væri. Og á því brotnaði borgarstjórn.
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum
afneita REI á þessum forsendum. REI er þó skilgetið afkvæmi
Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi
stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun
fyrirtækisins, formaður fyrstu stjórnar þess var náinn samherji
hans, Björn Ársæll Pétursson, sem þar sat ásamt sjálfstæðis-
manninum Hauki Leóssyni og framsóknarmanninum Birni Inga
Hrafnssyni.
Framlag Orkuveitunnar til REI er áfangi í því að einkavæða
ákveðna þætti sem einkageirinn er farinn að teygja sig eftir. Það
er ekkert að því að opinbera fyrirtækið reyni að fá sem mest
fyrir sinn snúð í því ferli.
Yfirlýstur tilgangur REI við stofnun var útrás í orkumálum
með samstarfsaðilum til að takmarka áhættu Orkuveitunnar.
Þessu markmiði er nú náð. Sjálfstæðismenn eiga að kannast við
krógann, vera af honum stoltir og taka þátt í því að vinda ofan af
óorðinu sem Friðrik og Dagur hafa gert að umtalsefni.
Króginn er þeirra