Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 30
6 16. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar
Fulltrúar Rangárhallarinnar ehf. og Landstólpa skrif-
uðu undir samning 10. október um byggingu reiðhall-
ar á Gaddstaðaflötum sem hefur fengið nafnið Rang-
árhöllin.
Um er að ræða 26 sinnum 79 metra stálgrindar-
hús klætt með yleiningum, ásamt 240 fermetra and-
dyri. Höllin verður staðsett rétt vestan við núverandi
stóðhestahús. Stefnt er að því að hún verði tilbúin
til notkunar fyrir landsmót næsta sumar. Áætlaður
byggingarkostnaður er 160 milljónir.
Aðilar að Rangárhöllinni eru Hestamannafélagið
Geysir, Rangárbakkar ehf., Ásahreppur, Rangárþing
ytra og Rangárþing eystra.
Formaður byggingarnefndar er Kristinn Guðnason
og með honum í nefndinni eru Ómar Diðriksson, for-
maður Hestamannafélagsins Geysis, og Þröstur Sig-
urðsson, gjaldkeri Rangárbakka ehf. Framkvæmda-
stjóri er Guðmundur Einarsson.
Því má bæta við að nýtt hesthúsahverfi hefur verið
skipulagt á svæði Rangárbakka á Gaddstaðaflötum
og verður það skammt frá Rangárhöllinni.
Laufskálaréttarhelgin í Skagafirði
er verulegur búhnykkur fyrir
sveitarfélagið, þar sem giskað er
á að gestir séu allt að 2.000.
Samkvæmt talningu ferðamála-
deildar Hólaskóla fyrir nokkrum
árum komu 3.000 manns í Lauf-
skálarétt á réttardaginn.
Um 1.200 manns voru á föstu-
dagssýningu í Svaðastaðahöllinni
nú í ár og á bilinu 1.500 til 2.000
manns á dansleiknum á laugar-
dagskvöldinu.
Ljóst er að verulegur fjöldi
gesta kaupir gistingu og mikil
velta er í söluskálum og veitinga-
húsum.
Ekki má gleyma því að umtals-
verður fjöldi hrossa skiptir um
eigendur þessa helgi og sambönd
myndast sem hafa langtímaáhrif
sem erfitt er að mæla. Það má því
segja að Laufskálarétt sé mjólk-
urkýr fyrir sveitarfélagið, eins og
sagt er máli viðskiptafræðinnar.
Hrossum í stóðréttum hefur
hins vegar fækkað og nú eru ekki
nema 1.200 til 1.300 hross rekin á
fjall í Skagafirði.
Í Staðarrétt koma í kringum 400
hross, í Skarðarétt um 150 hross,
í Silfrastaðarétt rétt innan við 100
og í Laufskálarétt um 600 hross.
Fjöldi manns tekur þátt í Laufskálarétt-
arhelginni í Skagafirði ár hvert.
MYND/STEINUNN GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Laufskálarétt er mjólkurkýr
Rangárhöllin tilbúin fyrir
landsmótið á næsta ári
Drífa frá Hafsteinsstöðum setti
í sumar heimsmet í 100 m skeiði,
7,18 sekúndur, og hefur það verið
staðfest af alþjóðasamtökum
eigenda íslenska hestsins, FEIF.
Knapi var Sigurður Sigurðarson.
Fyrra metið, 7,24 sekúndur,
sem sett var í fyrra átti Keimur
frá Votmúla en þá var knapi Jens
Füchtenschnieder frá Þýska-
landi.
Þetta er þriðja keppnistíma-
bil Drífu og Sigga. Fyrsta árið
var rólegt en síðastliðin tvör ár
hefur Drífa verið nær ósigrandi í
þessu hlaupi. Drífa er tólf vetra,
undan Fána frá Hafsteinsstöðum
og Orku frá Hafsteinsstöðum,
Gáskadóttur frá Hofstöðum.
Heimsmet
í hundrað
metra skeiði
Drífa frá Hafsteinsstöðum. Knapi
Sigurður Sigurðarson. MYND/JENS EINARSSON
Skrifað undir samning. Frá vinstri: Þröstur Sigurðsson, Ómar
Diðriksson með Lilju Margréti Ómarsdóttur í fanginu, Ásgeir
Eiríksson frá Landstólpa, Arnar Bjarni Eiríksson framkvæmda-
stjóri Landstólpa, Guðmundur Einarsson og Kristinn Guðna-
son. MYND/FANNBERG
FRÉTTAMIÐLAR:
www.eidfaxi.is
www.hestafrettir.is
www.847.is
www.horse.is
STOFNANIR:
www.lhhestar.is
wwww.feir.org
www.holar.is
www.worldfengur.is
www.tamningamenn.is
www.fhb.is
HROSSABÚ SÝNISHORN:
www.fornhagi.is
www.flugumyri.com
www.gauksmyri.is
www.grafarkot.is
www.hesturinn.is
Hestamenn á
netinu
Anna Guðrún Grétarsdóttir og Arnar
Sigfússon eru í hestamennsku allan sólar-
hringinn, bæði heima og í vinnunni.
„Við erum bæði alveg forfallin og sjálfsagt
erfitt að finna fjölskyldu sem er jafn illa farin
af hestabakteríu,“ segir Anna Guðrún Grétars-
dóttir á Fornhaga í Hörgárdal í Eyjafirði.
Anna Guðrún og maður hennar Arnar Sig-
fússon keyptu Fornhaga fyrir tveimur árum en
voru áður búsett á Akureyri. Þar eru þau með
lítils háttar hrossarækt og nokkrar kindur. Þau
eru bæði í hestatengdri vinnu. Anna er nýráð-
inn skrásetjari hjá WorldFeng með aðsetur í
Búgarði á Akureyri og Arnar vinnur í hesta-
vöruverslun.
„Það er vissulega dýrt fyrir venjulegt launa-
fólk að stunda hestamennsku, en okkur hefur
tekist að láta drauminn rætast með því að
kaupa og selja hross. Það er vissulega umhugs-
unarefni hvaða áhrif þessi „þensla“ í hesta-
mennskunni kann að hafa til lengri tíma litið;
hvort það endar með því að hestamennska
verður bara fyrir þá efnuðu,“ segir Anna.
„En hér í Hörgárdal hefur hún alla vega haft
mjög jákvæð áhrif,“ heldur hún áfram. „Hér
er fullt af ungu fólki að koma sér upp aðstöðu
fyrir hrossabú og það er mikil eftirspurn eftir
hrossum og þjónustu. Hestafólki virðist því
vera að fjölga en ekki að fækka.
Það er hins vegar spurning hvort hesta-
mannafélögin ættu ekki að koma upp félags-
hesthúsum eins og tíðkuðust hér í eina tíð. Þar
gætu börn og ellilífeyrisþegar og aðrir sem
hafa minna milli handanna hugsanlega fengið
ódýrari pláss.“
Jákvæð þensla í Hörgárdal
Anna Guðrún Grétarsdóttir heilsar upp á vinina. Arnar með synina Auðun Orra 8 ára og Ævar Ottó 17 mánaða.
M
YN
D
/A
RN
A
R SIG
FÚ
SSO
N
M
YN
D
/A
N
N
A
G
U
Ð
RÚ
N
G
RÉTA
RSD
Ó
TTIR
- Í sveitinni býrðu að lágmarki á 10
sinnum stærri lóð en í þéttbýli
- Í sveitinni eru rýmri mörk á hæð og
gerð húsa en í þéttbýli
- Í sveitinni er hægt að stunda fjarvinnu
með öflugu netsambandi
- Í sveitinni kemur skólabíllinn heim á
hlað og sækir börnin í skólann
- Í sveitinni er mannlíf gott og
fjölbreytt
Lóðir í Selási í Holtum, Rangárþingi
ytra eru góður kostur fyrir þá sem
vilja setjast að í sveitinni og njóta
þeirra kosta sem hún hefur uppá
að bjóða.
Allar nánari upplýsingar er að finna
á vefnum www.kubbar.is/astrod eða
í síma 8995530
Hefur þú kynnt þér kosti
þess að búa í sveit…