Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 46
Ný safnplata frá Spice Girls er væntanleg 12. nóvember. Á plöt- unni verða tvö ný lög, annars vegar Voodoo og hins vegar smá- skífulagið Headlines (Friendships Never Ends). Rennur allur ágóði af síðarnefnda laginu til bresku samtakanna Children in Need. Meðal fleiri laga á plötunni verða Wannabee, 2 Become 1, Who Do You Think You Are? og Spice Up Your Life. Með safnplötunni fylgir DVD- mynddiskur með fjölda tónlistar- myndbanda og með viðhafnarút- gáfu plötunnar fylgja tveir diskar. Annar verður fyrir karókí og hinn með endurhljóðblönduðum lögum. Kryddpíurnar, sem komu nýver- ið saman eftir nokkurra ára hlé, ætla að fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um heiminn sem hefst í Vancouver í Kanada 2. desember. Kryddpíurnar hafa selt 55 milljónir platna á ferli sínum, auk þess sem þær hafa komið níu lögum í efsta sæta breska vin- sældarlistans. Ný lög á safnplötu Ævintýrakvikmyndin Stardust, með þeim Michelle Pfeiffer og Robert De Niro í aðalhlutverkum, hefur verið auglýst hér á landi af miklum móð að undanförnu á þeim forsendum að hún sé að stærstum hluta tekin upp á Íslandi. Finnur Jóhannsson hjá True North segir að sú markaðsherferð hafi verið fréttir fyrir starfsmönnum fyrir- tækisins, sem aðstoðaði kvik- myndatökuliðið þegar það kom hingað til lands. „Þetta voru tveir dagar í tökum, við tókum bak- grunna sem síðan var skeytt inn í myndina,“ segir Finni og telur að þarna hafi Íslandskynningin kannski gengið aðeins of langt. Upphaflega stóð til að Stardust yrði tekin upp að mestu leyti hér á landi en sökum laga og reglna um innflutning á hest- um varð ekkert af því. Ásgeir Kolbeinsson, mark- aðsfulltrúi Sambíóa sem dreifa myndinni hér á landi, segir að Paramount-kvikmyndaverið hafi lagt ríka áherslu á að Stardust væri mjög góð Íslandskynnning í sínum skjölum. „Allar útisen- ur sem sjást í myndinni eru frá Íslandi og ég held að þessi kynningarherferð sem við fórum í sé ekkert grófari en það sem gengur og ger- ist,“ bætir hann við og segir að ekki sé því allt sem sýnist. „Ég hef ekki séð íslenskt landslag svona áber- andi í kvikmynd áður.“ Tveir dagar í tökum Stórstjarnan Brad Pitt á sér skugga- lega fortíð að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Hann átti það til að fara úr öllum fötunum fyrir peninga þegar hann var meðlimur í dansflokki í líkingu við Chippendales- flokkinn á námsárunum í háskólanum í Missouri. Leikarinn kunni var aðalmaðurinn í danshópnum sem kallaðist The Dancing Bares. Hópur- inn dansaði fyrir stúlkur í afmælis- veislum þeirra. Thomas Whelihan, gamall vinur Brads Pitt úr bræðrafélagi í háskóla, segir frá þessu í viðtali í tímaritinu In Touch Weekly. „Þegar stúlka úr einu af systrafélögunum varð 21 árs settu The Bares hana í stól og komu fram allsnaktir með koddaver á höfðinu og dönsuðu fyrir hana.“ Brad Pitt vann sem strippari Þrír meðlimir hljómsveitar- innar Reykjavík! fengu sér alveg eins húðflúr í Montr- eal á dögunum. „Við vorum að spila í Eistlandi fyrir ekki löngu síðan þegar við Bóas ákváðum að merkja okkur. Ef það væri eitthvað sem okkur langaði að muna ef við værum búnir að drekka frá okkur allt vit þá væri það þetta ævintýri sem við erum búnir að eiga saman í hljómsveit- inni,“ segir Haukur S. Magnússon úr Reykjavík! Ekkert varð þó af húðflúrinu í Eist- landi en þess í stað létu þeir verða af því er þeir spiluðu í Montreal í Kanada. Með þeim tveimur í för var nýr bassa- leikari sveitarinnar, Geiri, og Simon Angell, gítarleikari Patrick Watson sem spilaði á Iceland Air- waves á síðasta ári. Fengu þeir sér allir eins húðflúr með tákninu R!, sem stendur vitaskuld fyrir Reykjavík! „Ég hef alltaf haft ímugust á húðflúrum og þrettán ára ákvað ég að þetta myndi ég aldrei gera,“ segir Haukur. „Þannig að þetta var ákveðið prinsipp- brot en mér fannst samt allt í lagi að tengja þetta góðum minningum. Ég veit líka til þess að einhverjir aðrir í hljómsveitinni hugsa sér gott til glóð- arinnar að fá sér tattú, enda eru allir alvöru rokkarar með tattú.“ P IP A R • S ÍA • 7 19 03

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.