Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 8
Hvað heitir athafnamaður- inn sem reynir að eignast hálfan Hallargarðinn? Hvað heitir höfundur bókar- innar Játningar karlrembu? Hvað heitir nýjasta plata Mugisons? Menntaskólinn í Kópavogi hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir að hafa skýra og virka jafnréttisstefnu gagnvart bæði nemendum og starfsfólki skólans. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra veitti viðurkenninguna. Menntaskólinn hefur tekið þátt í samevrópsku verkefni þar sem leitast er við að gera nemendur meðvitaða um kyn og kynímyndir og staðið fyrir sérstakri jafnrétt- isviku. Jafnréttisráð vill með viður- kenningunni hvetja aðra skóla til líkrar starfsemi, að því er kemur fram í tilkynningu félagsmála- ráðuneytisins. Viðurkenning fyrir starf í þágu jafnréttis Komið og kynnið ykkur þjónustu Atlantic Airways og Hótel Føroyar og Færeyjar sem áfangastað ferðamanna í Kringlunni föstudaginn 26.október milli kl. 12 - 18 „Við höfum verið að ráða um 400 starfsmenn og það segir sig sjálft að í svona stórum hópi er hætta á að einhverjir falli ekki í hópinn eða standi ekki undir væntingum,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafull- trúi Alcoa- Fjarðaáls. „Við höfum verklagsreglur sem á að fylgja í svona tilvikum. Við munum kryfja þetta mál og læra af því ef ekki var rétt að málum staðið. Við hörmum það ef ekki hefur verið farið vel að þessum konum en það er fráleitt að þetta hafi verið gert til að skapa óöryggi meðal starfsmanna.“ Kryfjum og lærum af þessu Tveimur konum, sem störfuðu hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði, var sagt upp með „sérstaklega ógeðfelldum hætti“ hvorri sinn daginn í síðustu viku, að sögn Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls starfs- greinafélags. Önnur konan fékk þá skýringu að hún gæti ekki lært á tæki, hin að hún hefði ekki fallið í hópinn. Konunum hafði ekki verið gefin nein viðvörun. „Í báðum tilfellum voru kon- urnar sóttar á vaktina í viðtal, þeim afhent uppsagnarbréf og fyrirmæli um að kvitta fyrir mót- töku. Önnur neitaði því. Þeim var síðan vísað út fyrir hlið af öryggis- vörðum og staðið yfir þeim meðan þær tæmdu fataskápana,“ segir Sverrir. Annarri konunni var meinað að fara með samstarfs- fólki sínu í rútu. Hún var send heim í leigubíl. „Mín upplifun er sú að þessum aðferðum sé beitt til að skjóta öðrum skelk í bringu og skapa óöryggi á vinnustaðnum,“ segir Sverrir og telur afleiðingarnar alvarlegar. Önnur konan hafi verið að koma út á vinnumarkað- inn eftir fjórtán ár heima og fjöl- skyldur beggja hafi flutt búferl- um vegna þessarar atvinnu. Hann kveðst hafa sett sig strax í samband við yfirmenn eftir fyrri uppsögnina, þeir viðurkennt að ekki hafi verið rétt að málum staðið og lofað bót og betrun. Dag- inn eftir hafi seinni konunni verið sagt upp með jafnvel harkalegri aðferð. „Báðar fjölskyldurnar hafa sett sig í fjárhagsskuldbindingar miðað við þessa atvinnu og nú standa þær frammi fyrir tals- verðum erfiðleikum. Þetta er niðurlægjandi. Menn þurfa ekki að vera sérfræðingar til að átta sig á því að þetta hefur neikvæð og niðurdrepandi áhrif,“ segir Sverrir. - Meðferðin var niðurlægjandi Ásatrúarfélagið á ekki heimtingu á greiðslum úr ríkissjóði til jafns við Þjóðkirkjuna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í máli félagsins gegn íslenska ríkinu. Rétturinn staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu þar sem það taldi sig eiga rétt á sömu framlögum og þjóðkirkjan úr ríkissjóði, og vísaði sérstak- lega til framlaga sem renna í jöfnunarsjóð sókna og í kirkju- málasjóð. Á þetta féllst dómurinn ekki. Verkefni Ásatrúarfélagsins yrðu ekki lögð að jöfnu við lögboðnar skyldur þjóðkirkjunnar. Ásatrúarmenn fá ekki búbót Eitt flugslys verður fyrir hver tvö milljón flugtök flugvéla í atvinnuflugi í dag, en voru 2,4 fyrir hver tvö milljón flugtök árið 1996. Ellefu alvarleg flugslys urðu hjá þotum í atvinnu- flugi á síðasta ári en þrettán á fyrstu níu mánuðum ársins í ár. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef samgönguráðuneytis- ins, og byggist á upplýsingum sem fram komu á ráðstefnu um flugöryggismál sem haldin var á vegum flugöryggissamtaka, sam- taka áætlunarflugfélaga og sam- taka tæknimanna. Árið 2006 var þó með óvenju lágri slysatíðni. Á síðustu árum hafa orðið 11-19 slys á ári hverju þar sem þotur í atvinnuflugi eiga í hlut. Mannskaði varð í sjö af þrettán slysum sem orðið hafa á árinu. Í frétt ráðuneytisins kemur fram að rösklega 40 þúsund þotur og skrúfuþotur séu á skrá sem vélar í atvinnuflugi í heiminum í dag. Þar af eru þotur rösklega tuttugu þúsund, skrúfuþotur ríf- lega sex þúsund og einkaþotur eða smáþotur tæplega fjórtán þúsund. Airbus og Boeing, stærstu flug- vélafamleiðendur heims, gera ráð fyrir því að á næstu tveimur áratugum verði 29 þúsund flug- vélar smíðaðar. Þær muni mæta vaxandi þörf í heiminum, einkum í Asíu, og leysa eldri vélar af hólmi. Flugslys fleiri í ár en í fyrra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.