Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 13

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 13
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, hefur fallið frá að taka sæti áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráði bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti í febrúar ósk VG um að fá áheyrnarfulltrúa í bæði félags- málaráði og skólanefnd. Félagsmálaráðu- neytið segir hins vegar að vegna barnaverndarlaga og umfjöllunar félagsmálaráðs um barnaverndar- mál geti það orkað tvímælis að í ráðinu sitji áheyrnarfulltrúi. Því óskaði Ólafur eftir að fá sæti áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd í staðinn og samþykkti bæjar- stjórn það. Orkar tvímælis að fulltrúi fái áheyrnarsæti Sigurður Guð- mundsson landlæknir er kominn aftur til starfa eftir ársleyfi. Hann tók við starfi sínu í gær. Sigurður hefur síðastliðið ár starfað í Malaví á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Snæ- björnsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi og fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þau unnu við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay-svæðinu. Í fjarveru Sigurðar gegndi Matthías Halldórsson starfi landlæknis, en hann tekur nú aftur við fyrra starfi sem aðstoðarlandlæknir. Landlæknir kominn heim Gazprom, jarðgas- vinnslu- og dreifingareinokunar- fyrirtæki Rússlands, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði samið við StatoilHydro ASA í Noregi um samstarf við að þróa gasvinnslu á Shtokman-svæðinu, sem er undir hafsbotni nær 500 km frá landi í Barentshafi norður af Múrmansk. Jarðgaslindirnar á Shtokman- svæðinu eru gríðarstórar og eru taldar geta annað jarðgasþörf Evrópu í fjölda ára. Gazprom hafði áður samið við hið franska Total um 25 prósenta hlut í fyrirtækinu sem annast mun þróun gasvinnsl- unnar og nú fær StatoilHydro 24 prósenta hlut. Gazprom semur við StatoilHydro Gerviliðaaðgerð- um á mjöðm hefur fjölgað um nær helming hér á landi á árunum 200-2005. Þetta kemur fram í Talnabrunni Landlæknis- embættisins, sem er nýtt fréttabréf um heilbrigðistölfræði. Á árinu 2000 voru skráðar 354 slíkar aðgerðir sem aðalaðgerð, en á árinu 2005 voru þær 515. Er þetta fjölgun um 45 prósent. Í flestum tilfellum er slitgigt orsök þess að einstaklingur þarf að gangast undir slíka aðgerð. Fleiri konur en karlar greinast með slitgigt og endurspeglast sú staðreynd í aðgerðunum. Þannig eru ríflega 60 prósent þeirra framkvæmd á konum. Mjaðmarliðaað- gerðum fjölgar SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR TLF.: 55 00 800 Ti lb oð ið g ild ir til og m eð 2 8. 10 .2 00 7 og a ðe in s í S m ar at or g. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g vö ru fra m bo ð. 062569 FLEXI-TRAX DINO 312 Sett með 312 brautarhlutum, 2 bílum með ökuljósum, risaeðluhreiður með risaeðluunga, 4 árasagjarnar risaeðlur, búr, göng með „grjóthruni“, löng og lítil trébrú, klettagöng, hæð, sporbreytir, 3 skiptiteinar o.fl. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 8.999,- 063115 SPIDER-MAN 3 HÚÐFLÚRSVÉL Með húðflúrspenna, 9 myndir og 3 liti. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.499,- 116290 PLAY2LEARN GÖNGUBÍLL Með marga möguleika, hljóðum og geymsluplássum. Frá 1 ára. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.999,- 146545 HÚÐFLÚRSSETT Með nálabyssu, 5 vantstússpennum, 20 húðflúrsmyndum, glimmergeli og límmiða. Notar 4 B-rafhlöður. 2.399,- 532050 FURÐULEGUR HEIMUR ÁLFADÍSANNA Töfraheimili þar sem þú getur virkjað ímyndunaraflið! Okkar eðlilega lágvöruverð er 5.799,- 31 x 52 x 51 SM 1.499,- ÞÚ SPARA R 1.500 ,- 4.499,- ÞÚ SPARA R 4.500 ,- 1.249,- ÞÚ SPARA R 1.250 ,- 2.899,- ÞÚ SPARA R 2.900 ,- 1.199,- ÞÚ SPARA R 1.200 ,- ÞAÐ ER ALLTAFOPIÐ LENGIVirkadaga 10-19 Nema fi mmtudaga 10-21 laugadaga 10-18 Sunnudaga 12-18 Ríkisstuðningur við landbúnað er hvergi í heiminum meiri en hér á landi. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um niðurgreiðslur til landbúnaðar í aðildarríkj- unum, en þau eru ríkustu lönd heims. Alls var á árinu 2006 varið nærri 270 milljörðum Bandaríkjadala, andvirði um 16.200 milljarða króna, í landbúnaðarniður- greiðslur í OECD-löndunum. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnað á Íslandi nemur yfir 60 prósentum af afurða- verðmæti. Þetta hlutfall er jafnhátt í Noregi, Sviss og Suður-Kóreu. Í Evrópusambandinu er þetta hlutfall nú komið niður í 32 prósent. Langlægst er þetta hlutfall á Nýja-Sjálandi, aðeins um 1 prósent. Um þróun landbúnaðarstyrkja á Íslandi segir í skýrslunni, að talsvert hafi dregið úr þeim sem hlutfall af afurðaverðmæti á síðustu 20 árum. „En stuðningurinn við framleiðendur er einn sá mesti í OECD og aðeins hefur dregið lítillega úr honum, auk þess sem aðgerðir sem velda mestri mark- aðsbjögun eru eftir sem áður yfirgnæfandi,“ segir í samantekt skýrslunnar. Þar segir enn fremur að binda megi vonir við að Doha-lota viðræðna Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, um aukið frjálsræði í alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarafurðir, muni verka sem hvati á frekari umbætur á landbúnaðarstefnu OECD-ríkjanna. Landbúnaðarstyrkir hvergi meiri en hér

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.