Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 13
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, hefur fallið frá að taka sæti áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráði bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti í febrúar ósk VG um að fá áheyrnarfulltrúa í bæði félags- málaráði og skólanefnd. Félagsmálaráðu- neytið segir hins vegar að vegna barnaverndarlaga og umfjöllunar félagsmálaráðs um barnaverndar- mál geti það orkað tvímælis að í ráðinu sitji áheyrnarfulltrúi. Því óskaði Ólafur eftir að fá sæti áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd í staðinn og samþykkti bæjar- stjórn það. Orkar tvímælis að fulltrúi fái áheyrnarsæti Sigurður Guð- mundsson landlæknir er kominn aftur til starfa eftir ársleyfi. Hann tók við starfi sínu í gær. Sigurður hefur síðastliðið ár starfað í Malaví á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Snæ- björnsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi og fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þau unnu við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay-svæðinu. Í fjarveru Sigurðar gegndi Matthías Halldórsson starfi landlæknis, en hann tekur nú aftur við fyrra starfi sem aðstoðarlandlæknir. Landlæknir kominn heim Gazprom, jarðgas- vinnslu- og dreifingareinokunar- fyrirtæki Rússlands, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði samið við StatoilHydro ASA í Noregi um samstarf við að þróa gasvinnslu á Shtokman-svæðinu, sem er undir hafsbotni nær 500 km frá landi í Barentshafi norður af Múrmansk. Jarðgaslindirnar á Shtokman- svæðinu eru gríðarstórar og eru taldar geta annað jarðgasþörf Evrópu í fjölda ára. Gazprom hafði áður samið við hið franska Total um 25 prósenta hlut í fyrirtækinu sem annast mun þróun gasvinnsl- unnar og nú fær StatoilHydro 24 prósenta hlut. Gazprom semur við StatoilHydro Gerviliðaaðgerð- um á mjöðm hefur fjölgað um nær helming hér á landi á árunum 200-2005. Þetta kemur fram í Talnabrunni Landlæknis- embættisins, sem er nýtt fréttabréf um heilbrigðistölfræði. Á árinu 2000 voru skráðar 354 slíkar aðgerðir sem aðalaðgerð, en á árinu 2005 voru þær 515. Er þetta fjölgun um 45 prósent. Í flestum tilfellum er slitgigt orsök þess að einstaklingur þarf að gangast undir slíka aðgerð. Fleiri konur en karlar greinast með slitgigt og endurspeglast sú staðreynd í aðgerðunum. Þannig eru ríflega 60 prósent þeirra framkvæmd á konum. Mjaðmarliðaað- gerðum fjölgar SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR TLF.: 55 00 800 Ti lb oð ið g ild ir til og m eð 2 8. 10 .2 00 7 og a ðe in s í S m ar at or g. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g vö ru fra m bo ð. 062569 FLEXI-TRAX DINO 312 Sett með 312 brautarhlutum, 2 bílum með ökuljósum, risaeðluhreiður með risaeðluunga, 4 árasagjarnar risaeðlur, búr, göng með „grjóthruni“, löng og lítil trébrú, klettagöng, hæð, sporbreytir, 3 skiptiteinar o.fl. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 8.999,- 063115 SPIDER-MAN 3 HÚÐFLÚRSVÉL Með húðflúrspenna, 9 myndir og 3 liti. Notar 2 C-rafhlöður. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.499,- 116290 PLAY2LEARN GÖNGUBÍLL Með marga möguleika, hljóðum og geymsluplássum. Frá 1 ára. Okkar eðlilega lágvöruverð er 2.999,- 146545 HÚÐFLÚRSSETT Með nálabyssu, 5 vantstússpennum, 20 húðflúrsmyndum, glimmergeli og límmiða. Notar 4 B-rafhlöður. 2.399,- 532050 FURÐULEGUR HEIMUR ÁLFADÍSANNA Töfraheimili þar sem þú getur virkjað ímyndunaraflið! Okkar eðlilega lágvöruverð er 5.799,- 31 x 52 x 51 SM 1.499,- ÞÚ SPARA R 1.500 ,- 4.499,- ÞÚ SPARA R 4.500 ,- 1.249,- ÞÚ SPARA R 1.250 ,- 2.899,- ÞÚ SPARA R 2.900 ,- 1.199,- ÞÚ SPARA R 1.200 ,- ÞAÐ ER ALLTAFOPIÐ LENGIVirkadaga 10-19 Nema fi mmtudaga 10-21 laugadaga 10-18 Sunnudaga 12-18 Ríkisstuðningur við landbúnað er hvergi í heiminum meiri en hér á landi. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um niðurgreiðslur til landbúnaðar í aðildarríkj- unum, en þau eru ríkustu lönd heims. Alls var á árinu 2006 varið nærri 270 milljörðum Bandaríkjadala, andvirði um 16.200 milljarða króna, í landbúnaðarniður- greiðslur í OECD-löndunum. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnað á Íslandi nemur yfir 60 prósentum af afurða- verðmæti. Þetta hlutfall er jafnhátt í Noregi, Sviss og Suður-Kóreu. Í Evrópusambandinu er þetta hlutfall nú komið niður í 32 prósent. Langlægst er þetta hlutfall á Nýja-Sjálandi, aðeins um 1 prósent. Um þróun landbúnaðarstyrkja á Íslandi segir í skýrslunni, að talsvert hafi dregið úr þeim sem hlutfall af afurðaverðmæti á síðustu 20 árum. „En stuðningurinn við framleiðendur er einn sá mesti í OECD og aðeins hefur dregið lítillega úr honum, auk þess sem aðgerðir sem velda mestri mark- aðsbjögun eru eftir sem áður yfirgnæfandi,“ segir í samantekt skýrslunnar. Þar segir enn fremur að binda megi vonir við að Doha-lota viðræðna Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, um aukið frjálsræði í alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarafurðir, muni verka sem hvati á frekari umbætur á landbúnaðarstefnu OECD-ríkjanna. Landbúnaðarstyrkir hvergi meiri en hér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.