Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Sannkölluð kjara-
barátta
Landbúnaðar-
ráðherra í laumi?
Kötturinn Mjási talar út í eitt
Lögmannsstofan Logos
fagnar hundrað ára afmæli
samfelldrar lögmanna-
þjónustu á sínum snærum.
Logos varð til með samruna
tveggja lögmannsstofa
um aldamótin en Sveinn
Björnsson, síðar forseti
lýðveldisins, stofnaði aðra
þeirra fyrir réttri öld.
Fundarherbergi kennt við
Svein verður opnað í tilefni
dagsins.
Gunnar Sturluson, framkvæmda-
stjóri Logos, var á ferð og flugi
milli funda þegar blaðamaður náði
tali af honum og í óðaönn við að
skipuleggja afmælisfögnuðinn í
dag. „Við ætlum að bjóða viðskipta-
vinum og ýmsum sem við tengj-
umst í atvinnulífinu til veislu af
þessu tilefni,“ segir hann. „Hinn 17.
ágúst í sumar voru liðin hundrað ár
frá því Sveinn Björnsson opnaði
Málflutningsskrifstofuna í Reykja-
vík. Málflutningsskrifstofa Sveins
starfaði út öldina þar til hún og
A&P lögmenn sameinuðust undir
merkjum Logos um síðustu alda-
mót. „Málflutningsskrifstofa
Sveins var fyrsta lögmannsstofan á
landinu á sínum tíma,“ segir
Gunnar, „og þótti í mikið lagst á
þeim tíma. Fram að því störfuðu
hér nokkrir lögmenn en enginn
hafði verið með opna skrifstofu
eins og Sveinn gerði. En við höfum
því haldið upp á stofnár málflutn-
ingsskrifstofunnar sem okkar
afmælisár.“
Gunnar segir Logos vera klass-
íska lögfræðiskrifstofu á sviði
fyrirtækjalögfræði. „Helstu verk-
efni stofunnar eru alls kyns fjár-
festingar íslenskra og erlendra
aðila í atvinnurekstri, fjármögnun,
samrunaverkefni, verkefni á sviði
Kauphallarréttar og bankalögfræði
hvers konar.“
Stofan hefur vaxið jafnt og þétt
undanfarin sjö ár. Um aldamótin
störfuðu 18 lögfræðingar hjá Logos.
Nú eru þeir 45, þar af sex á skrif-
stofu fyrirtækisins í London.
„Vöxturinn hefur verið um tuttugu
til þrjátíu prósent á ári. En ég hugsa
að árið í ár slái öll met, veltan á
eftir að aukast um sextíu til áttatíu
prósent, ég er ekki alveg búinn að
sjá hvar það endar,“ segir Gunnar,
sem segir vöxtinn fyrst og fremst
helgast af auknum umsvifum í
íslensku atvinnulífi.
Gunnar segir að starfsmenn
Logos séu stoltir af sinni löngu sögu
og hafi ávallt haldið henni á lofti. „Í
tilefni dagsins ætlum við til dæmis
að opna Sveinsstofu, sem er eitt
fundarherbergjanna. Þar höfum
við meðal annars komið fyrir hús-
gögnum, myndum og persónuleg-
um eigum Sveins Björnssonar en
þannig viljum við minna á söguna
og gera Sveini sérstaklega hátt
undir höfði.“
Aðspurður hvað framtíðin beri í
skauti sér segir Gunnar að á Logos
séu menn í sífelldri leit að nýjum
tækifærum. „Hver veit nema við
færum kvíarnar enn frekar út? Við
útilokum ekki neitt á meðan það er
góður „bissness“. En fyrst og
fremst ætlum við að einbeita okkur
að því að bjóða hágæðaþjónustu í
Reykjavík og í London.“
Mikilvægt að halda sögunni á lofti
Kemur á óvart