Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 24
greinar@frettabladid.is Nú er ljóst að samningaumleit-anir Landsvirkjunar við ýmsa landeigendur við Þjórsá vegna fyrirhugaðra virkjana hafa siglt í strand. Eigendur Skálmholtshrauns hafa til að mynda alfarið hafnað samningum og af Urriðafoss- virkjun og Urriðafosslóni verður ekki nema Landsvirkjun knýi fram eignarnám á jörðinni allri. Við blasir að jörðin verður verðlaus komi til þess að áform Landsvirkj- unar nái fram að ganga. Í raun skapa fyrirhuguð virkjanalón stórfellda hættu vegna flóða í kjölfar jarðskjálfta, Suðurlands- skjálfta, sem eiga sér upptök á þessu landsvæði, svonefndum Hreppafleka. Eru þá ónefndar mjög verulegar breytingar á grunnvatnsstöðu og lífríki Þjórsár. Í ljósi framanritaðs og þeirrar stórfelldu umhverfisspjalla sem fyrirhugaðar virkjanir munu hafa í för með sér vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort stjórnarskráin heimili eignarnám. Samkvæmt 71. gr. stjórnarskrár- innar er eignarrétturinn friðhelgur og engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji, lagafyrirmæli komi til og fullt verð. Hér skiptir mestu máli að meta hvort almenningsþörf sé fyrir hendi. Við mat á því verður að gæta meðalhófs og jafnræðis og deginum ljósara að persónulegir hagsmunir einstakra manna og fyrirtækja eða fjárþörf ríkis og sveitarfélaga eru ekki næg ástæða til eignarnáms. Og vel að merkja: Heimildir til að skerða mannrétt- indi, þ.m.t. friðhelgi eignarréttar, ber að túlka þröngt því mannrétt- indaákvæði eru sett til verndar ein- staklingum en ekki stjórnvöldum eða einokunarfyrirtækjum. Réttindi hverra hafði ríkið í huga þegar Landsvirkjun fékk forkaups- rétt að ríkisjörðinni Þjótanda en Flóahreppi var neitað? Réttindi hverra hafði ríkið í huga þegar til stóð að færa Landsvirkjun hluta af þjóðlendu við Búrfell? Aldrei kom til tals að færa bændum þjóðlend- urnar þótt þeir hafi manna helst nýtt þær. Er eignarrétturinn minna virði þegar fólk á landsbyggðinni á í hlut en ekki alþjóðlegir auðhring- ir og stórfyrirtæki? Er eignarrétt- ur þeirra sem eiga lítið ómerkilegri en þeirra sem eiga mjög mikið? Valdhafar virðast hafa það eitt að markmiði að breyta náttúru okkar og umhverfi í enn meiri auðæfi fyrir aðra en heimamenn, fyrir aðra en almenning. Fjármagnið skal áfram streyma til stórfyrir- tækja og auðmanna, sem með aðgerðaleysi stjórnvalda fá stöðuga hjálp við að sölsa undir sig frekari auðlindir þjóðarinnar. Er almenningsþörf á því: - að eyðileggja með óafturkræf- um hætti náttúruperlur Þjórsár og næsta nágrennis og stefna lífríki og búsetu þar í verulega hættu? - að sniðganga alþjóðasamninga og íslensk lög um sjálfbæra þróun, mengunarbætur og varúðarregl- una? - að láta náttúruna ekki njóta vafans um verulega flóðahættu, hækkun grunnvatnsstöðu og eyðileggingu laxastofnsins í Þjórsá og lífríkis almennt? - að virkja í þágu útlendra einokunarálbræðslna og selja raforkuna á útsöluprís meðan almenningur, bændur og innlendir atvinnurekendur greiða margfalt hærra raforkuverð? - að selja raforkuna til mengandi þungaiðnaðar og til verðmætasköp- unar erlendis? - að nýta alla mengunarkvóta okkar í einsleitar og mengandi álbræðslur og hafa eggin öll í sömu körfu? - að eyðileggja Hellisheiðina með sjónmengandi raflínum? - að sjá til þess að Ísland verði það land sem eykur mest útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu? - að koma í veg fyrir að raforka okkar verði nýtt til umhverfis- vænnar starfsemi? - að spilla rómuðum ferðamanna- stöðum og verðmætum byggingar- og landbúnaðarsvæðum? - að koma í veg fyrir tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarf- semi? Nei, það er engin almennings- þörf fyrir því að eyðileggja náttúruperluna Þjórsá í þágu erlendra einokunarálbræðslna á kostnað almennings og innlends atvinnureksturs, sem í dag borgar allt að tífalt hærra raforkuverð en einokunarálbræðslurnar. Það er umhugsunarefni að fólk sem í sífellu þykist verja eignarrétt fólks þegi nú þunnu hljóði þegar landeigendur við Þjórsá þurfa að þola linnulausan þrýsting um að fallast á afarkosti ellegar missa jarðir sínar. Það eitt að Landsvirkj- un hafi fengið vatnsréttindin í Þjórsá á silfurfati tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar er hneyksli, og er sá gjörningur þó bara einn angi af dæmalausum vinnubrögðum í ferlinu öllu. Ég vænti þess að mannréttinda- sinnar í öllum stjórnmálaflokkum snúi bökum saman og leggist af fullum þunga gegn öllum áformum Landsvirkjunar um skerðingu á einstaklingsfrelsi og grundvallar- mannréttindum. Höfundur er alþingismaður. Eignarnám við Þjórsá? Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild. Stærstu atriði þessa máls snúast hins vegar um pólitíska afstöðu til grundvallaratriða sem breyting á meirihluta á ekki að trufla. Þar þarf ekki rannsóknar við svo að umræða geti farið fram og ákvarðanir legið fyrir. Tvö atriði hafa þar meira mikilvægi en önnur. Annað efnið lýtur að sölu á náttúruauðlind í eigu Reykvíkinga til einkaaðila. Hún er hluti sameiningarmáls REI og Geysis. Hitt snýst um þá kröfu fulltrúa í fyrri stjórn Orkuveitunnar að tíma- frestir til boðunar eigendafunda taki ekki einvörðungu til þeirra sem fara með atkvæði á fundum heldur einnig stjórnarmanna sem hafa þar lögbundinn seturétt og málfrelsi. Sú krafa styðst bæði við gild lýðræðisleg og lögfræðileg rök. Fyrir stofnun nýja meirihlutans höfðu borgarfulltrúar Vinstri græns og Framsóknarflokks lýst öndverðum sjónarmiðum um þessi tvö lykilatriði sameiningarmálsins. Fulltrúar Samfylkingar- innar hafa ekki lýst afstöðu. Þar af leiðir að þeir verða ekki ósam- kvæmir sjálfum sér um niðurstöðuna hver sem hún verður. Um Vinstri grænt og Framsóknarflokk gildir hins vegar að aðeins annar flokkurinn getur tekið þátt í að ljúka málinu með málefna- legum trúverðugleika. Núverandi formaður sameinaðs borgarstjórnarflokks meiri- hlutans hefur höfðað mál gegn Orkuveitunni til ógildingar á ákvörðunum sem teknar voru á sameiginlegum fundi stjórnar og eigenda Orkuveitunnar. Slíkir sameiginlegir fundir eru hvorki til samkvæmt lögum um Orkuveituna né sameignarsamningi. Formaðurinn höfðar ekki þetta mál vegna einkahagsmuna eða af einskærum tómstundaáhuga á lögfræðilegum álitaefnum. For- senda málshöfðunarinnar er pólitískt mat hans á hagsmunum Reykvíkinga í krafti þáverandi stöðu sinnar í stjórn Orkuveitunnar. Lögmaður formannsins flytur þessa hagsmunagæslu hans fyrir réttinum og styður hana lagalegum rökum. Að sama skapi mun lögmaður stjórnar Orkuveitunnar tala í umboði hennar. Í röksemdum hans mun koma fram hvernig nýi meirihlutinn í heild telur hagsmunum borgarbúa best borgið í máli þessu. Því hefur verið haldið leyndu. En spurningar umboðsmanns Alþingis um upprunalega meðferð málsins kveikja það álitaefni hvort ekki hefði verið rétt að taka formlega og lýðræðislega ákvörðun um í hverju sú hagsmunagæsla á að vera fólgin. Síðan væri lögmanni falið að leiða lagarök að þeirri afstöðu fyrir dóm- inum. Kjarni málsins er þessi: Tali lögmaður stjórnar Orkuveitunnar á sama veg og lögmaður formanns sameinaðs borgarstjórnarmeiri- hluta er ljóst að Vinstri grænt hefur unnið glímuna við Framsóknar- flokkinn. Tali stjórn Orkuveitunnar hins vegar gegn formanni borgarstjórnarmeirihlutans fyrir dóminum hefur Vinstri grænt lotið í gras í málinu í pólitískum skilningi. Verði sú raunin hefur Vinstri grænt í tveimur sveitarstjórnum á þessu ári axlað ábyrgð á sölu á lítið eitt stærri hlut af opinberum orkulindum en Sjálfstæðisflokkurinn eftir að hann hefur verið leystur frá ábyrgð á lyktum þessa máls. Í því falli yrðu öll orð um auðlindasölu fremur ódýr. Þetta skýrist þegar þögnin um pólitíska hluta málsins verður rofin í dómsal á mánudag. Þögnin rofin Illugi Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir prúðmennsku og hófsaman málflutning eftir að hann steig út úr skugga Davíðs Oddssonar, sem hann var til aðstoðar um árabil. Prúðmennskan var hins vegar víðs fjarri í svargrein Illuga í gær við leiðara Fréttablaðsins frá því deginum þar á undan. Það sem raskaði svo óþyrmilega ró Illuga var þó ekki annað en tiltölulega sakleysislegur saman- burður á orðum hans í umræðu um íslensku orkufyrirtækin frá því í júlí annars vegar og svo nú í október hins vegar. Það getur vitaskuld verið erfitt að horfast í augu við það þegar eigin orð fara illa saman og menn verða sjaldan þakklátir þeim sem á það benda. Það er því ekki ástæða til að erfa kaldar kveðjur Illuga. Hitt er mun forvitnilegra að Illugi virðist vera kominn í ágreining við stefnu eigin flokks, sem hann samkvæmt orðanna hljóðan virtist þó vera sammála í júlí. Þá vildi Illugi „leiða saman kapítalistana, viðskiptamennina og orkufyrir- tækin“ því þá gæti orðið til „pottur sem knýr áfram útrásina“. Þetta fer fyllilega saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins í tengslum við útrásarverkefni orkufyrirtækjanna sem Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lýsti í Fréttablaðinu á þennan hátt fyrir viku: „Í landsfundarályktun frá því í apríl segir um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda að fagnað sé aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls.“ Það er merkilegt en tilvitnuð orð Illuga frá því í sumar hljóma nánast eins og verklýsingin á bak við samruna útrásararms Orkuveitunnar og Geysis Green Energy undir merkjum REI í haust. Þar er einmitt orðinn til „pottur“ sem getur knúið útrásina áfram. Nema hvað nú vill Illugi ekki að Orkuveitan eigi í REI. Hann vill ekki lengur „leiða saman“ kapítalistana og orkufyrirtækin í útrásar- verkefnunum, heldur afhenda viðskiptamönnunum verkefnin, svo þeir geti sinnt þeim „óháð hinu opinbera“. Í sumar talaði Illugi sem sagt mjög í takt við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um „aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna“ en nú vill hann að útrásin sé „óháð hinu opinbera“. Hvað breyttist? Höfundur er ritstjóri Fréttablaðsins. Óháður útrásarpottur Illuga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.