Fréttablaðið - 26.10.2007, Qupperneq 38
BLS. 8 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007
„Það er skrítið að koma á framfæri einhverju um
sjálfan sig. Ég, sem er vanur að hafa það þægi-
legt á hliðarlínunni og ýta hlutum annarra
áfram, er nú kominn með andlitið á mér framan
á þessa bók. Þetta er ný reynsla en ég hef bara
gott af henni,“ segir Einar Bárðarson athafna-
maður, oftast nefndur umboðsmaður Íslands.
Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður hefur
ritað bók um reynslu Einars úr bransanum.
Hægt er að fullyrða að af nógu sé að taka enda
hefur Einar verið viðloðandi tónlistarheiminn
frá því hann var unglingur á Selfossi. Hann átti
stóran þátt í velgengni Skítamórals á sínum
tíma en varð heimsfrægur á Íslandi eftir dóm-
arastörf sín í Idol-stjörnuleit, þar sem hann var
andstæða Bubba Morthens, og X-factor. Einlæg-
ur, sanngjarn og óhræddur við að flíka tilfinn-
ingum sínum vann hann hug og hjörtu áhorf-
enda.
Ekki hræddur við viðkvæm egó
Bókin ber nafnið Öll trixin í bókinni en sam-
kvæmt Einari kom til greina að titillinn yrði
Rokkað feitt. „Ég vildi það nafn því verða ekki
menn að fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir Einar
sem hefur greinilega húmor fyrir sjálfum sér en
bætir við að í bókinni sé hann að miðla reynslu
sinni af afþreyingariðnaðnum. „Ég held samt að
þessi „trix“ ef svo mættu kallast gætu gagnast
öllum þeim sem vilja taka á honum stóra sínum
og ekki bara í tónlistarbransanum. Þetta er ekki
sjálfshól á neinn hátt því þarna er margt sem ég
hef lært af biturri reynslu og ég reyni að vera
heiðarlegur í því sem og hinu sem manni hefur
fundist ganga vel.“ Aðspurður af hverju Arnar
Eggert hafi orðið fyrir valinu segir Einar að
Kristjáni B. Jónassyni, sem ritstýrir bókinni, hafi
litist vel á Arnar. „Þessi bók er upphafleg hug-
mynd Kristjáns og ég tók vel í að fá Arnar til að
gera þetta því við höfum fylgst svolítið að þótt
við nálgumst geirann hvor á sinn hátt. Hann
hefur alveg tekið plötur sem ég hef komið að og
slátrað þeim á síðum Moggans en einnig hælt
öðru þegar ég hef átt það skilið. Þetta er engin
montbók og þar af leiðandi þurfti ég einhvern
heiðarlegan til að skrifa þetta af raunsæi því ég
geri stólpagrín að sjálfum mér, hæli mönnum og
læt aðra fá það óþvegið.“ Einar segist ekki óttast
að hann móðgi viðkvæm egó íslenskra stjarna
þótt margar sögurnar séu djúsí og hafi ekki birst
áður. Ein þeirra fjallar um þegar hann afstýrði
slysi í Séð og heyrt þegar stjörnuparið Birgitta
Haukdal og Jóhann Bachmann trommuleikari
hættu saman. „Eitt af trixunum í þessum bransa
er hvernig maður slær vopnin úr höndum fjöl-
miðla. Fæstir gera sér líklega grein fyrir að vinn-
an sem fer í að stýra einhverju fram hjá augum
almennings er ekki minni en að koma einhverju
í blöðin. Ég er samt ekkert hræddur um að
móðga neinn. Erlendu stjörnurnar sem ég fjalla
um tala ekki íslensku og það er hvort sem er ekk-
ert meiðandi í þessari bók. Þeir sem þekkja mig
vita að ég er ekki þannig. Þetta er fyrst og fremst
hugsað til að hafa gagn og gaman af,“ segir Einar
og bætir við að honum hafi fundist þörf fyrir
svona bók. „Ég trúi að það sé margt gagnlegt í
henni fyrir ungt fólk sem er að fara út í barátt-
una, hvort sem það er tónlist, leiklist eða annað
í atvinnulífinu. Þarna lýsi ég því þegar ég var að
stofna mín fyrirtæki og vinna að mínum hug-
myndum en ég hafði enga svona bók til að
glugga í þótt það sé til mikið af erlendum bókum.
Markaðurinn fyrir þessa bók er kannski ekki
stór en þeir sem hafa gaman af henni munu fá
mikið fyrir peninginn.“
Fjölskyldan flutt til Bretlands
Síðustu árin hefur Einar verið með annan fótinn
úti í Bretlandi þar sem hann hefur unnið hörð-
um höndum að frægð og frama hljómsveitarinn-
ar Nylon. Nú hefur Garðar Thor Cortes bæst í
hópinn og Einar er svo sannfærður um að Garð-
ar Thor eigi eftir að slá í gegn að hann hefur flust
búferlum og í dag býr fjölskyldan í bítlabænum
Esher í Bretlandi. „Ég hafði verið með vinstri fót-
inn hér úti lengi en þann hægri heima en hef nú
snúið því við og er farinn að keyra á vinstri helm-
ingnum í kjölfarið,“ segir hann brosandi og bætir
við að ef Garðar Thor verði ekki heimsfrægur sé
það honum, Einari, sjálfum að kenna. „Hann er
stærsta verkefnið mitt þessa dagana en aðrir fá
að njóta góðs af hans velgengni eins og Garðar
naut góðs af reynslunni sem við öfluðum okkur
með Nylon. Nylon er að gefa út safnplötu og
strákabandið Luxor kemur með plötu í næstu
viku svo það er nóg að gera heima líka þótt fók-
usinn sé aðallega úti,“ segir hann.
Einar og eiginkona hans Áslaug Thelma Ein-
arsdóttir seldu íbúð sína á Hagamelnum en hafa
fjárfest í minni íbúð til að hafa aðhvarf hér
heima líka. „Mér og fjölskyldunni líkar vel hér
úti og við höfum komið okkur fyrir í húsi rétt
utan við mesta skarkalann og erum ekki nema
hálftíma í lest til borgarinnar sem þykir ekki
mikið,“ segir hann en dóttir þeirra Áslaugar er að
verða 18 mánaða. „Dóttir okkar er hér í góðu
yfirlæti en í næsta húsi við okkur er hestabú-
garður sem minnir helst á sveitina hjá afa og
ömmu. Við vöknum saman alla daga og horfum
á Latabæ og íþróttaálfinn og finnum varla fyrir
því að vera flutt. Það er sama hvenær dagsins við
kveikjum, Latibær er alltaf í gangi og það er
gaman að fylgjast með hversu vel þetta gengur.
Svo les maður bara fréttir Fréttablaðsins á net-
inu og hlustar til skiptis á Bylgjuna eða Rás 2 í
gegnum netið auk þess sem það tekur aðeins tvo
tíma að fljúga heim. Það er styttra en að keyra til
Akureyrar.“
Einar viðurkennir að atvinnuheitið „umboðs-
maður“ hafi truflað hann í byrjun ferilsins og í
bókinni talar hann um að hafa alltaf ætlað að
finna sér „alvöruvinnu“. „Manni fannst þetta eitt-
hvað hálf hallærislegt og mér fannst lengi að ég
yrði að gera eitthvað annað og meira sem leiddi
mig í háskólanám. Eftir nám í markaðsfræði og
starf við hæfi uppgötvaði ég að ég var einfald-
lega ekki að finna mig í þessari „venjulegu“
vinnu. Árið 2001 stofnaði ég fyrirtæki sem seinna
varð að Concert og bjó ég til „venjulegt“ starf úr
þessum draumum. Maður er ekki enn orðinn
ríkur af þessu brölti en vonandi uppsker maður
einhvern tímann.“
Jógvan langflottastur
Einar segir aldrei að vita nema hann komi aftur
fram í íslenskum hæfileikaþáttum á borð við X-
factor og Idol-stjörnuleit. „Ég býst allt eins við að
taka þátt í X-factor þegar sá þáttur byrjar aftur og
EINAR OG FJÖLSKYLDA ERU FLUTT TIL BRETLANDS SVO EINAR GETI EINBEITT SÉR AÐ FERLI GARÐAR
THORS CORTES EN EINAR SEGIR TÍMASPURSMÁL HVENÆR GARÐAR MUNI SIGRA HEIMINN
Tröllið sem stelur
jólabókaflóðinu
UMBOÐSMAÐUR ÍSLANDS
„Manni fannst þetta eitthvað hálf
hallærislegt og mér fannst lengi að ég
yrði að gera eitthvað annað og meira
sem leiddi mig í háskólanám.“
DRAUMAR UM FRÆGÐ OG FRAMA „Þegar Garðar er kominn í fremstu raðir mun hann geta notið afrakstursins
í tugi ára á meðan sönghópur eins og Nylon verður ekki túrandi á leikvöngum á efri árum. Maður á samt
aldrei að segja aldrei. Eru Spice Girls ekki farnar af stað aftur?“