Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 40

Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 40
 26. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið heilsa og hreyfing Tvisvar í viku hittast nokkrir krakkar í Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til að hreyfa sig, leika og skemmta sér. „Það er stórkostleg mæting hjá okkur og krakkarnir eru mjög spenntir að koma enda er þetta hápunktur vikunnar hjá mörgum þeirra,“ segir Harpa Ýr Erlendsdóttir, iðju- þjálfi hjá Æfingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, en hún sér um marga af þeim hópum sem koma á Æfingastöðina til að hreyfa sig og leika. Þegar Fréttablaðið bar að garði var hópur krakka úr öðrum og þriðja bekk að gera ýmsar æfingar í köðlum og fimiæfingar á dýnum og skemmti sér hið besta. „Þessi hópur er íþróttahópur þar sem lögð er áhersla grófhreyfingar og félags- færni,“ segir Harpa Ýr en krakkarnir koma tvisvar í viku, 40 mínútur í senn. „Í leiðinni erum við að skapa þessum börnum tækifæri til að efla sjálfstraust í gegnum leik og sam- skipti og hvetja þau til aukins áhuga á hreyf- ingu og tómstundum,“ segir Harpa Ýr og bætir við: „Samfara grófhreyfingunni erum við einnig að vinna með hugmyndafræði reynslunáms þar sem hver tími er tengdur þema og markmiði eins og trausti, virðingu, samvinnu og hugrekki.“ solveig@frettabladid.is Hápunktur vikunnar Sindri Snær Sigurðsson athugar hvort bitið hafi á meðan Einar Már Másson mundar veiðistöngina. Tímarnir eru hápunktur vikunnar hjá mörgum krakkanna. Helga Lára Jónsdóttir sveiflar sér í kaðlinum. Lilja Mist Sigurðardóttir leikur listir sínar á dýnunni. Harpa Ýr Erlendsdóttir iðjuþjálfi og Jórunn Hafsteinsdóttir sjúkraþjálfari skemmta sér ljómandi vel með krökkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pétur Ingi Ágústsson gerir styrkjandi æfingu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.