Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 44
 26. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið heilsa og hreyfing Lengi býr að fyrstu gerð, en það er einmitt hugsjón rithöfundarins Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur sem nú hef- ur skapað langþráð þarfaþing fyrir foreldra ungra barna í bókinni „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?“ „Nokkru áður en ég ól frumburð minn hafði ég breytt mataræði mínu því það var ýmislegt í fæðu- valinu sem ég fann að gerði mér illt. Árangurinn lét ekki á sér standa svo ég fékk mikinn áhuga á þessu og fór á stúfana að leita að íslenskri bók um heilnæmt mataræði barna þegar dóttir mín fæddist,“ segir Ebba Guðný. Hún kom að tómum kofanum í bóka- búðum hér á landi, en fann úrvals bækur um hollt mataræði og lífs- hætti barna í útlöndum. „Ég hafði mikla trú á að að hollt mataræði mundi auka lífs- gæði barna, ef þau væru frá byrj- un vanin á grænmeti, ávexti og heilt korn. Þess vegna fór ég að prófa mig áfram og skrifa hjá mér margt af því sniðuga sem ég varð vísari ásamt því að búa til uppskriftir. Fljótlega var þetta orðinn svo mikill fróðleik- ur og safn góðra uppskrifta að ég ákvað að gefa út þessa bók svo að fleiri gætu nýtt sér það sama og ég hafði svo lengi leitað að,“ segir Ebba Guðný, en bókin er væntan- leg í bókabúðir í nóvember. „Það er óskaplega einfalt að búa til góðan og hollan barna- mat, og alls engin geimvísindi, ef maður hefur réttu upplýsingarn- ar og kann til verka. Bókin er not- endavænt uppflettirit með fróð- leik, hagnýtum upplýsingum og fjölda uppskrifta. Fólk hikar oft við að matreiða úr grænmeti, baunum, fisk og annarri hollustu fyrir börn sín, en mikilvægt er að hafa grænmeti og ávexti sýnilega á heimilinu. Mín reynsla er nefni- lega sú að börnum þykja ávext- ir góðir og grænmeti, enda fæð- ast þau með smekk fyrir náttúru- legri og ferskri fæðu,“ segir Ebba Guðný, en matseldin í bókinni er hugsuð fyrir börn eftir sex mán- aða aldur og upp úr. „Í bókinni er ítarlegur listi yfir það hvenær gefa má barni ákveðnar fæðutegundir, ýmis- legt um þroska og verkun ávaxta og grænmetis, listi yfir tólin sem gott er að eiga til matargerðarinn- ar og fullt af góðum, einföldum og fljótlegum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna. Ef við byrjum strax að gefa börnum okkar fjöl- breytta og holla fæðu verður eft- irleikurinn auðveldari og maður lendir ekki í því seinna að þurfa að breyta mataræði allrar fjöl- skyldunnar.“ thordis@frettabladid.is Heimagerður barnamatur er engin geimvísindi Ebba Guðný Guðmundsdóttir er höfundur nýrrar bókar um mataræði barna frá því brjóstagjöfinni einni sleppir. Börn á öllum aldri, og raunar öll fjölskyldan ,geta gert sér glaðan dag og eldað eftir uppskriftum og hollráðum bókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Linandi áhrif kannabisreykinga á sársauka hafa lengi verið þekkt og er notkun kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi leyfð í Kanada og Hollandi. Ný bandarísk rannsókn sem birt var í tímaritinu „The Journal of Anesthesiology“ sýnir hins vegar að of miklar kannabisreykingar geti aukið frekar en minnkað sársauka. Rannsakendurnir frá háskólanum í Kaliforníu fundu að sársauka mætti lina með því að reykja dálítið af marijúana en hins vegar hafði stór skammtur þveröfug áhrif. Fimmtán sjálfboðaliðar voru sprautaðir undir húð með efninu capsaicin sem unnið er úr chili- pipar til þess að búa til sársauka. Þeim var gefið kannabis að reykja í misstórum skömmtum. Eftir fimm mínútur fann enginn sjálfboðalið- anna breytingu á sársaukanum. Þremur korter- um síðar fundu þeir töluverðan mun sem reykt höfðu í hófi en þeir sem höfðu reykt mikið töldu sársaukann hafa aukist. Víman var þó mun meiri hjá þeim síðarnefndu. Einhverjar efasemdir eru um hvort slík rann- sókn á annars heilbrigðu fólki geti gefið raun- hæfar vísbendingar um áhrif kannabis á þá sem þjást af krabbameini eða MS, en í auknum mæli er litið á kannabisreykingar sem raunhæfan kost til að lina sársauka. Frétt af vef BBC. Of mikið gras eykur sársaukann Linandi áhrif kannabisreykinga á sársauka hafa lengi verið þekkt. Nú bendir ný rannsókn til þess að of miklar reyking- ar hafi þveröfug áhrif.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.