Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 46

Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 46
fréttablaðið heilsa og hreyfing 26. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR8 Jesús eignaðist aldrei reiðhjól en hann var ólatur við göngu og hefði vafalaust tekið á því í spinning undir taktfastri gospeltónlist þar sem vinsæl- asta lagið er Awesome God. „Ég var búinn að minnast á þetta við Hrönn Svansdóttur, lofgjörð- arleiðtoga í Fíladelfíu, sem fékk hálfgert líkamsræktaræði og breyttist úr venjulegri mömmu í fitness-ofurgellu, en við vild- um hafa góð áhrif á fólk í kring- um okkur og duttum niður á spinn- ing-tíma með gospeltónlist,“ segir Guðbjörn Herbert Gunnarsson, einkaþjálfari í Laugum, sem kenn- ir gospel-spinning á laugardags- morgnum klukkan 8.20. „Þessi tími er fyrir alla og mik- ill misskilningur að hann sé bara fyrir meðlimi trúfélaga á borð við Hvítasunnusöfnuðinn í Fíla- delfíu. Fólk úr öllum trúarbrögð- um sækir þessa tíma vegna þess að það upplifir mikinn styrk frá fólkinu, auk þess sem margir þrá eyrnafrið fyrir Rammstein og brjáluðu graðhestarokki sem ein- kennt hefur spinning til þessa,“ segir Guðbjörn, en vinsælasta lagið í tímunum er stuðlagið Awe- some God. „Í því er brjálaður andi og klapp, fólk tekur undir og það kemur svona nett gæsahúð á þetta. Það kom mér á óvart hve mikið er til af stuðlögum í gospelinu en í þrek- hringnum áður en farið er í spinn- ing er ég með 50 bestu gospellög- in í undirspili og oft tekið hressi- lega undir meðan hamast er,“ segir Guðbjörn en til undantekn- inga heyrir að einhverjum mis- bjóði Jesúgleðin. „Fólk er kannski dálítið feim- ið í fyrstu, enda fordómar gagn- vart sannkristnu fólki miklir á Ís- landi. Einn og einn hefur gengið út um leið og hann hefur heyrt nafn frelsarans í lagi, en flestir fíla þessa tíma í botn. Andrúmsloft- ið er þrungið léttleika og gleði og fólk upplifir andlegan frið á eftir. Það kveður því endurnært á lík- ama og sál,“ segir Guðbjörn sem endar oft tímana með samveru í heita pottinum. „Íbúar hins vestræna heims eru mjög leitandi því þeir finna að Mammon og allt það sem fólk- ið hefur keypt sér til friðþæg- ingar skilar engu. Því er mjög gaman að taka þátt í þessari vakn- ingu og fólk mjög þakklátt. Við tökum lítil skref í einu því for- dómar utan frá eru jafnan miklir, en hroki er alltaf óttamynd og mín reynsla að þeir sem sýna mestan hroka eru hræddastir og næstir í röðinni að koma inn,“ segir Guð- björn brosmildur, og til stendur að fjölga tímunum í gospel-spinning upp í þrjá á viku í vetur. „Þetta er svo vinsælt og vax- andi. Við tökum kærleikann á þetta allt saman, enda kom Jesús til fólksins til að elska en ekki dæma.“ thordis@frettabladid.is Spinning, halelúja! Guðbjörn Herbert Gunnarsson, einkaþjálfari í Laugum, sem kennir gospel-spinning eldsnemma á laugardagsmorgnum þegar skynsamlegast er að taka á því ef menn vilja losna við fituna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bolungarvík hefur verið heilsubær í sjö ár og heldur því áfram. „Þetta er víðtækt langtímaverkefni sem hefur skilað árangri. Íbúarnir eru meðvitaðir um getu sína og hæfileika til að velja það sem þeim hentar best í heilsurækt,“ segir Sigrún Gerða Gísla- dóttir, hjúkrunarfor- stjóri í Bolungarvík sem er hugmyndasmið- ur heilsubæjarins. Samkvæmt frétt á vef bæjarfélags- ins mættu 400 manns í sund í Bolungarvík yfir eina helgi í þessum mánuði. Þegar fréttin er borin undir Sigrúnu Gerðu segir hún. „Sund og vatnsleikfimi eiga sér langa hefð í Bolungarvík. Það er samstaða fólks sem skipt- ir miklu máli því allt byggist á þeim krafti sem er í samfélaginu sjálfu. Á því byggist heilsueflingin.“ Í sumar var byggð brú yfir læk sem tengir saman vinsælar gönguleiðir í bænum. Sannkölluð heilsubrú. Sigrún Gerða legg- ur líka víðari merkingu í það orð. „Heilsubrúin er líka viðhorf og hugmyndafræði. Að við séum lögð út á brúna sem tengir okkur við betra og hollara líf. Það verður ástríða og eitthvað til að stefna að því alls staðar er hægt að byggja brýr ef viljinn er fyrir hendi.“ Heilsubrú í mörgum myndum Brú getur bæði verið samgöngubót og tengt okkur við betra og hollara líf. PAPRIKAN RAUÐ OG GÓÐ Í rauðri papriku er þrefalt það magn af C-vítamíni sem finnst í sítrusávöxtum. Hún er þar að auki uppfull af beta-karótíni, trefj- um og B6-vítamíni. Hún er bráðholl og gott að borða hana eina og sér, á brauði með kotasælu, eða í salati. Þrælgott er að grilla hana, setja hana í pottrétti eða fylla með hrísgrjónum og öðru góð- gæti. Þar að auki er hún falleg á litinn og sæt á bragðið. Hægt er að geyma papriku í plastpoka í allt að eina viku. ÁVALLT VIÐBÚIN Þeir sem stunda útivist af krafti og ganga um fjöll og firnindi vita hversu mikilvægt það er að vera vel klæddur og útbúinn. Miklu máli skipt- ir að skipuleggja ferðina vel og sjá til þess að pakka skyn- samlega því ekki er heldur gott að hafa of þungar byrðar. Finna má góðan útivistarfatn- að og hlýjan í verslunum eins og 66°Norður, Útilíf, Everest, Ellingsen, Útivist og sport og víðar. Einnig má fá góða ullar- sokka og annan ullarfatnað í verslunum eins og Prjónasam- bandinu, Víkurprjóni, Ramma- gerðinni og jafnvel á bensín- stöðvum. Það ætti því ekki að vera flókið að fata sig vel upp fyrir fjallaferðirnar og gott er að hafa í huga að fatnaðurinn sé léttur og hlýr í senn. TÆRNAR Í FYRIRRÚMI Fæturn- ir og tærnar okkar þurfa mikla ást og um- hyggju svo ekki komi upp vandamál eins og líkþorn, inngrónar neglur og svepp- ur. Regluleg fótaböð eru alveg nauðsynleg og tilvalið að skella sér í eitt slíkt vikulega á meðan setið er yfir sjónvarpinu. Til eru góð sölt sem hægt er að setja út í vatnið sem mýkja fæturna og gera fótabaðið að hrein- um unaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.