Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 83

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 83
 Ian Jeffs, sem lék með ÍBV í 1. deildinni í sumar, hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og meðal annars verið orðaður við bæði Val og Fram í Landsbankadeildinni. Jeffs var hins vegar einungis í láni hjá ÍBV síðasta sumar og er sem stendur samningsbundinn Örebro út næsta tímabil, en vill að eigin sögn losna undan samningi við sænska liðið. „Umboðsmaður minn hefur þegar tilkynnt forráðamönnum Örebro að ég hafi ekki áhuga á því að spila áfram í Svíþjóð og vilji því losna undan samningi við liðið og vonandi verður fundin lausn á þessu máli sem fyrst. Sem stendur vill Örebro fá allt of mikinn pen- ing fyrir mig en ég veit af áhuga liða í Landsbankadeild. Umboðs- maður minn er búinn að vera í við- ræðum við nokkur lið og það eina sem ég get sagt er að ÍBV er eitt af þeim,“ sagði Jeffs og kvaðst líka vel við lífið í Vestmannaeyjum en hafa einnig mikinn áhuga og metn- að til að spila í efstu deild á ný. „Mér hefur liðið vel í Vest- mannaeyjum og líkar vel við fólkið í kringum félagið, en ég vill spila í efstu deild og það voru því ákveðin vonbrigði að hafa ekki komist upp með ÍBV síðasta sumar og minnkar líkurnar á því að ég spili þar aftur næsta sumar,“ sagði Jeffs, sem að öllu óbreyttu þarf að standa við samning sinn við Örebro og snúa aftur Svíþjóðar. Lennart Sjögren, yfirmaður knattspyrnumála hjá Örebro, vildi vel kannast við mál Ian Jeffs þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær og sagði hlutina vera í ákveðnum farvegi. „Eins og staðan er núna getum við lítið aðhafst, því við erum að ganga frá þjálfaraskiptum og þegar því er lokið sjáum við betur hvort við getum notað Jeffs og hvort hann eigi framtíð hjá félag- inu. Vilji hann ekki vera áfram, þá þurfum við eðlilega að finna ein- hverja lausn á því sem hentar báðum aðilum, en það hafa alla vega engin lið enn sem komið er sett sig í samband við okkur með hugsanleg kaup í huga,“ sagði Sjögren en vildi ekki gefa upp þá upphæð sem liðið væri að biðja um fyrir Jeffs. Ian Jeffs hefur spilað 48 leiki fyrir ÍBV í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Örebro vill of mikinn pening fyrir mig Njarðvíkingar geta í kvöld unnið sinn átjánda deildar- sigur í röð í Iceland Express deild karla þegar þeir fá ÍR-inga í heimsókn í 3. umferð. Njarðvíkingar unnu fimmtán síðustu leiki sína í deildarkeppn- inni í fyrra og hafa því ekki tapað deildarleik síðan gegn KR í DHL- Höllinni 19. nóvember 2006. Njarðvík hefur enn fremur unnið alla heimaleiki sína í deildinni síðan þeir töpuðu fyrir Grindavík í framlengdum leik 4. desember 2005 og heimasigrarnir eru því orðinir 18 í röð. Teitur Örlygsson hefur stjórnað Njarðvíkurliðinu til sannfærandi sigra í fyrstu tveimur leikjunum, liðið vann Snæfell 84-71 í fyrsta leik og svo nýliða Þórs 101-73 í síðasta leik. Getur unnið 18. leikinn í röð Gary Megson er orðinn stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bolton eins og allir bjuggust við eftir að hann sagði starfi sínu lausu hjá Leicester City í vikunni. Megson skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning og tekur við Bolton af Sammy Lee, sem var rekinn á dögunum. Megson mun stjórna sínum fyrsta leik gegn Aston Villa á sunnudaginn en fylgdist aðeins með í Evrópu- leiknum gegn Braga í gærkvöldi. Megson, sem er 48 ára, hefur farið víða en meðal liða sem hann hefur stjórnað eru Stoke City. West Bromwich Albion, Norwich City, Blackpool og Nottingham Forest. Megson tekinn við hjá Bolton Yaya Toure, miðjumaður Barcelona, vonast til þess að spila með gegn Almeria á sunnudaginn en hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur. Fram að því hafði Frank Rijkaard alltaf haft hann í byrjunarliðinu en Barcelona keypti þennan 24 ára landslið- mann Fílabeinsstrandarinnar frá Mónakó í sumar. „Ég er í góðu standi og vonast eftir að geta farið að spila sem fyrst,” sagði Toure, sem var sáttur með Eið Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers. „Ég er virkilega hrifinn af Guðjohnsen. Hann hefur ekki verið að spila mikið en það er mikil samkeppni um stöður í liði Barcelona og þjálfarinn er ekki öfundsverður að þurfa að velja ellefu menn í liðið. Eiður spilaði vel í Glasgow og sýndi að hann styrkir liðið,” sagði Yaya Toure um okkar mann en þeir eru núna farnir að keppa um miðjustöðuna hjá spænska liðinu og nú er að sjá hver fær tækifærið í næsta leik. Toure vill spila um helgina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.