Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 4
Veist þú hver lífeyrisréttindi þín eru? • Er skylt að greiða í lífeyrissjóð? • Hvað felst í lífeyrissréttindum? • Hvers vegna þarf að greiða skatt af lífeyrisgreiðslum? • Hvaða ávinningur er fólgin í því að greiða í lífeyrissjóð? Svörin við þessum spurningum og fjölda annarra væri sannarlega gott að vita og þú finnur þau á www.gottadvita.is www.gottadvita.is Litháarnir þrett- án sem setið hafa í farbanni að undanförnu verða að una því enn um hríð. Þeir voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi far- bann til 13. nóvember. Mennirnir eru taldir tengjast þjófnaðarmálum, en lögreglan fann mikið magn af þýfi í hús- leitum í byrjun síðasta mánuðar. Um var að ræða fatnað, snyrti- vörur og tölvu- og tæknibúnað. Auk þýfisins fann lögregla hálfa milljón króna í reiðufé. Ekki er talið að mennirnir hafi staðið í innbrotum heldur hafi þeir ein- göngu hnuplað vörunum úr versl- unum. Litháarnir sitja enn í farbanni Ríkisstjórnir Norðurlandanna munu skipa sam- eiginlegan starfshóp sem vinna á að því að finna leiðir til að þróa áfram sameiginlega lyfja- og heilsumarkaði á Norðurlöndum. Þetta var samþykkt á sérboðuðum fundi norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna í tengsl- um við þing Norðurlandaráðs í Ósló í gær. Frumkvæði að því að ráðherr- arnir ræddu þetta átti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra. Í samtali við Fréttablaðið sagði Guðlaugur að á fundinum hefði verið lýst mikilli ánægju með þetta frumkvæði. „Niðurstaðan er þessi: Það er kominn vinnuhópur af stað sem er að fara yfir þessi mál. Við von- umst til að hann skili niðurstöðu sem allra fyrst. Markmiðið er skýrt. Við höfum áhuga á því að opna íslenska, og í rauninni nor- ræna lyfjamarkaðinn til þess að fá aukna samkeppni og lægra verð,“ segir Guðlaugur. „Þetta er lítill og lokaður markaður, sam- keppni er ekki mikil og verðið of hátt. Og það er það sem við erum að vinna í, við erum að reyna að opna hann og reyna að njóta kosta stærri markaðar eins og við gerum á flestum öðrum sviðum.“ Íslenskar tillögur samþykktar Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um brot á sam- keppnislögum eru hvattir til þess að koma þeim upplýsingum á framfæri við Samkeppnis- eftirlitið. Hvatningin er sögð sett fram í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga þar sem því hafi verið haldið fram að matvöru- verslanir hafi með sér ólögmætt samráð. Samkeppniseftirlitið segir að upplýsingunum sé hægt að koma á framfæri í síma eða á skrifstofu eftirlitsins og að starfs- menn eftirlitsins séu reiðubúnir til að eiga fundi með viðkomandi. Einnig er hægt að senda ábending- ar á www.samkeppni.is, nafnlaust eða undir nafni. „Af eðli máls leiðir að ábending- ar sem eru ítarlegar um stað- reyndir máls eru haldbetri en órökstuddar fullyrðingar,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits- ins, sem vill fá upplýsingar um það hvaða fyrirtæki sé um að ræða, hvenær brotin hafi átt sér stað, hvernig staðið hafi verið að samráði og hversu umfangsmikið það hafi verið. Í umfjöllun um verðsamráð síð- ustu daga hefur spjótum einkum verið beint að lágvöruverslunum Bónus og Krónunni. Forsvars- menn þessara matvörurkeðja neita því harðlega að þau hafi nokkurt samráð um verðlagningu. „Þetta eru fáranlega fjarstæðu- kenndar ásakanir,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. „Við erum alla daga að breyta verði og seljum sumar vörur langtímum saman undir kostnaðarverði vegna harðrar samkeppni frá þeim sem eru markaðsráðandi. Halda menn virkilega að við myndum standa í þessu ef við ættum í samráði við samkeppnisaðilann? Við höfum ekkert að fela.“ Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, tekur í sama streng. „Það er á alveg á kristaltæru að það er ekkert samráð, ég vísa því algerlega á bug,“ segir Guðmundur, sem kveður það fráleitar ásakanir að menn eigi stefnumót á kaffi- húsum til að sammælast um verð. Hann hitti forsvarsmenn Krón- unnar aldrei. „Ég tala ekkert við þessa menn,“ segir hann. Umræða liðinna daga hefur að sögn Guðmundar verið mjög skað- leg fyrir Bónus. „Ég vona að Sam- keppnisstofnun fari yfir þetta mál hið fyrsta. Við höfum ekkert að fela,“ segir hann. Biðja uppljóstrara að afhjúpa samráð Samkeppniseftirlitið segist í tilefni af fullyrðingum í fjölmiðlum hvetja alla sem telji sig vita um ólögmætt verðsamráð að gefa upplýsingar. Forsvarsmenn bæði Krónunnar og Bónuss segja allar ásakanir um verðsamráð vera fráleitar. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögfræðingur Loga Freys Einarssonar, sem grunaður var um að hafa átt aðild að Pólstjörnumálinu á Fáskrúðsfirði, hefur farið fram á það við ritstjóra Vísis að nafn Loga verði afmáð úr öllum fréttum í fréttasafni Vísis. „Verði hann ekki við beiðninni mun ég athuga hver næstu skref í stöðunni eru,“ segir Vilhjálmur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, segist hafa farið vandlega yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að verða við bón Vilhjálms. Það sé staðreynd að Logi Freyr hafi verið handtekinn og erfitt sé að endurskrifa söguna. „Skjólstæðingur Vilhjálms hefur notið fyllstu sanngirni í umfjöllun okkar,“ segir Óskar Hrafn og bætir við að sé Vil- hjálmur ósáttur verði hann að leita annarra leiða til að ná sínu fram. Vill nafn sitt af- máð úr fréttum Ríkið skal greiða 23 ára karlmanni fimmtíu þúsund krónur fyrir ólögmæta sím- hlerun. Maðurinn var yfir- heyrður vegna bruna sem varð á Sauðárkróki í desember 2004 og var sími hans hleraður í tvær vikur í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að símhlerunin hefði falið í sér skerðingu á friðhelgi einkalífs því hver sem sakaður sé um refsiverða háttsemi sé saklaus uns sekt hans er sönnuð. Hæstiréttur staðfesti þetta. Málskostnaður, hálf milljón, var greiddur af ríkinu. Bætur vegna símhlerunar Rjúpnaskytta var flutt á Landspítalann í Reykjavík síð- degis í gær eftir að hafa slasast á Fróðárheiði, nálægt Ólafsvík. Vegfarandi tók eftir undar- legri þúst um fimmtíu metra frá veginum yfir Fróðárheiði. Við nánari fyrirgrennslan sá hann að þetta var meðvitundarlaus maður. Hann kallaði því á hjálp og rank- aði maðurinn fljótt við sér. Lögreglu grunar að maðurinn hafi verið ölvaður við veiðarnar og fallið niður fimmtán metra háa brekku. Var hann aumur í baki eftir fallið. Slösuð rjúpna- skytta sögð ölvuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.