Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 31
Fjölskylda Nönnu Rögnvaldardóttur býr vel en
hún býður sínum nánustu í mat einu sinni í viku.
Nanna Rögnvaldardóttir, sem meðal annars hefur sent
frá sér matreiðslubækurnar Matarást og Matreiðslu-
bók Nönnu, býður börnum sínum tveimur, tengdabörn-
um og barnabörnum í mat einu sinni í viku. „Í fyrstu
bauð ég þeim um helgar en svo voru þau orðin hálf leið
á því að fá alltaf veislumat og nú held ég boðið yfirleitt
á miðvikudögum,“ segir Nanna. Á miðvikudagskvöldið
var eldaði hún vetrarpottrétt. „Þetta er notalegur
vetrarréttur sem tilvalið er að elda á letilegum laugar-
degi þegar hægt er að gefa sér góðan tíma. Kjötið þarf
að fá að malla lengi við hægan hita svo það verði meyrt
og svo bragðið þroskist. Þetta er tiltölulega ódýr réttur
og er meginuppistaðan kjöt, kartöflur og tómatar,“
segir Nanna og bætir við að rétturinn ætti að geta fallið
í kramið hjá öllum aldursflokkum.
Uppskriftin er úr Stóru matarbókinni – matargerð
meistaranna sem nýlega kom út í þýðingu Nönnu en
þar er farið yfir helstu grunnþætti matargerðar og
einnig undirstöðuatriði í svæðisbundinni matargerð. Í
bókinni eru uppskriftir eftir marga af frægustu mat-
reiðslumeisturum heims og er vetrarpottrétturinn
eftir Marcus Wareing sem er vel þekktur á Englandi.
„Í bókinni heitir rétturinn reyndar hreindýrapottréttur
en ég breyti öllum uppskriftum,“ segir Nanna „og í
þetta sinn notaði ég lambaframhrygg sem ég skar í
bita“. Nanna staðfærir einnig uppskriftirnar í bókinni
og bendir á hvernig hægt er að breyta þeim. „Í upp-
runalegu uppskriftinni er dökkur bjór en ég nota malt-
öl. Maltið gerir sósuna svolítið sæta en tómatarnir og
kartöflurnar vega upp á móti. Til að gera réttinn bragð-
meiri, þar sem villibráðarbragðið vantar, notaði ég
helmingi meira af malti en er í upprunalegu uppskrift-
inni,“ segir Nanna og bætir við að matarboðið hafi
heppnast vel og að Úlfur Árnason, dóttursonur hennar,
hafi verið sérlegur aðstoðarkokkur.
Auk Stóru matarbókarinnar gaf Nanna nýlega út
bókina Maturinn okkar sem kom út á ensku undir heit-
inu Cool Cuisine fyrir tveimur árum. Þar er að finna
uppskriftir að íslenskum heimilismat frá mömmum,
ömmum og langömmum landsins ásamt myndskreyt-
ingum.
Matarveisla í hverri viku
Swopper
vinnustóllinn
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Ánægja við leik og störf
• Fæst í ýmsum litum
www.eirberg.is
Fallegar íslenskar
peysur
Handprjónasambandið
Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A.
s. 552 1890 • www.handknit.is