Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 40
BLS. 6 | sirkus | 2. NÓVEMBER 2007
Þ egar ég var yngri var ég meira og minna alltaf í íþróttagöllum. Á
gelgjuskeiðinu skipti ég svo yfir í
gallabuxurnar,“ segir Sif Atladóttir,
landsliðskona í knattspyrnu. Sif segist
þó enn þá freistast til að ganga í
íþróttagöllum utan æfinga enda sé
ekki minni tíska í sportinu en öðrum
klæðnaði. Þegar hún er beðin um að
lýsa stílnum sínum segist Sif aðallega
ganga í því sem henni þyki flott og
þægilegt. „Ég er ekki mikið að hugsa
um tískumerki og finnst mikilvægast
að ég fíli fötin. Ég á ekki auðvelt með
að velja einhverja eina uppáhalds-
verslun hér heima en ef ég ætla að
kaupa mér flottan kjól fer ég helst í
Cosmo. Annars er það bara Sautján
og Kolaportið og allt þar á milli,“ segir
Sif og bætir við að hún reyni að komast
í búðarráp þegar hún sé erlendis með
landsliðinu. „Þá er það H&M og
skóbúðirnar sem verða fyrir valinu.
Áráttan mín er helst í skónum,“ segir
Sif sem á um 20 pör af skóm. „Ég er
búin að gefa mikið af skónum mínum
en þar sem kærastinn minn er með
sömu áráttu er þetta mikill fjöldi sem
er löngu búinn að sprengja af sér skó-
skápinn,“ segir hún hlæjandi. Sif segir
að stíll hennar hafi þróast síðasta árið
úr fínum, hefðbundnum fötum yfir í
meiri götustíl. „Í fyrra gekk ég mikið í
háhæluðum skóm sem hafa í dag
vikið fyrir Converce-skónum og hettu-
peysunni. Mér finnst götutískan í
Japan rosalega flott en annars horfi ég
ekki upp til neins þegar kemur að
tísku. Vonandi kemst ég einhvern
tímann til Japans til að geta skoðað
fötin þar því ég fíla þegar fólk klæðir
sig eins og það vill án þess að hugsa
hvað öðrum finnst.“
indiana@frettabladid.is
SIF ATLADÓTTIR KNATTSPYRNUKONA HEFUR SKIPT HÆLASKÓNUM ÚT FYRIR CONVERSE OG HETTUPEYSU.
SIF OPNAÐI FATASKÁPINN FYRIR SIRKUS.
MEÐ ÁRÁTTU FYRIR SKÓM
ÓHRÆDD AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM “Ég var í þessu dressi á
lokahófi KSÍ. Þetta er fallegur hvítur kjóll með ljósbláu
munstri í stíl við bláu Converse-skóna.”
LEGGINGS
„Ég tek
alveg þátt
í leggings-
tískunni
líka og
þennan
flotta bol
gaf systir
mín mér
þegar hún
kom heim
frá
Köben.“
SPARIDRESSIÐ „Ég fékk þetta svarta dress í H&M og ég nota
það þegar ég fer eitthvað fínt.“
BLÁR Í UPPÁHALDI „Kúrekaskyrtuna fékk ég að gjöf. Ég held
að blár sé minn litur, það er allavega mjög margt blátt í
fataskápnum mínum.“
EKTA SIF „Þetta er týpísk ég. Gallapils og hettupeysa, fínt en samt götustíll.“ MYND/VALLI
MEÐ ÆÐI FYRIR SKÓM Sif og
kærastinn hennar eru bæði
með æði fyrir skóm. „Það er
mjög létt að kaupa handa
okkur gjafir. Við erum alltaf
ánægð með skópar.“
UPPÁHALDSSKÓRNIR „Bláu Converse-
skórnir mínir og þessir Adidas-skór eru í
uppáhaldi hjá mér.“