Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 60

Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 60
BLS. 14 | sirkus | 2. NÓVEMBER 2007 SPURNINGAKEPPNI sirkuss Rétt svör: 1.Mugiboogie. 2. Paulo Coelho. 3. 1986. 4.Veðra- mót (11 tilnefningar). 5. Synir Beckhamhjónanna. 6. Gunnar Hansson. 7. Ben Stiller. 8. Gary Megson. 9. James Hetfield. 10. 27. október. Steinn Ármann 1. Mugiboogie. 2. Ekki hugmynd. 3. 1985. 4. Veðramót. 5. Beckham-drengirnir. Hannes Heimir heldur sigurgöngu sinni áfram. Hannes fékk 9 stig af tíu mögulegum á móti sex stigum Steins Ármanns. Steinn Ármann skorar á Davíð Þór Jónsson svo Hannes má taka á honum stóra sínum í næstu viku. Fylgist með. 1. Hvað heitir þriðja sólóplata Mugi- son? 2. Hver skrifaði bókina Verónika ákveður að deyja? 3. Hvaða ár hóf Stöð 2 útsendingar? 4. Hvaða kvikmynd fékk flestar Eddutilnefningar í ár? 5. Hverjir eru Brooklyn, Romeo og Cruz? 6. Hver stjórnar þættinum Ertu skarp- ari en skólakrakki á Skjá einum? 7. Hver leikur aðalhlutverkið í The Heartbreak Kid? 8. Hver var nýlega ráðinn knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðs- ins Bolton? 9. Hver er söngvari Metallica? 10. Hvenær var fyrsti vetrardagur? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HANNES HEIMIR VIRÐIST ÓSIGRANDI EN HANN HEFUR UNNIÐ SEX MÓTHERJA. HELGI SELJAN Á HINS VEGAR METIÐ, 8 SIGRA. HÉR REYNIR STEINN ÁRMANN VIÐ HANNES. 9 RÉTT SVÖR 6 RÉTT SVÖRHannes Heimir 1. Mugiboogie. 2. Paulo Coelho. 3. 1986. 4. Veðramót. 5. Börn Davids og Victoriu Beckham. 6. Gunnar Hansson. 7. Ben Stiller. 8. Gary Megson. 9. James Hetfield. 10. 15. okt. 6. Gunni Hansson. 7. Ben Stiller. 8. Veit ekki. 9. Veit ekki. 10. 15. september. „Ég mæli með Fair trade-búðinni. Með því að versla fair trade-vörur er maður að stuðla að því að fólk annars staðar í heiminum fái mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína, auk þess sem hluti af hagnaðinum fer í að byggja upp samfélögin þar sem vörurnar eru framleiddar. Fyrir utan það hve málstaðurinn er góður þá er þetta líka vönduð og falleg vara.“ ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR BACHMANN leikkona. „Ég mæli með því að fólk skelli sér á Hótel Búðir og njóti náttúrunnar og matarins þar. Þar er himneskt að vera, sérstaklega eftir að snjórinn kom í fjöllin. Maturinn á Búðum er yndislegur og get ég mælt með kenjum kokksins sem er ævintýralegur góður matur. Svo er einstaklega skemmtilegt að hlusta á yfirþjóninn því hann veit hreinlega allt um vín.“ ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR leikkona. „Mæli með OSushi the Train í Iðuhúsinu. Ég reyni að borða fisk reglulega og fátt jafnast á við gott sushi. OSushi hefur bætt matarmenninguna á Íslandi með frá- bæru sushi sem er á góðu verði. Fljótlegt og hollt í hádeginu.“ DAGMAR UNA ÓLAFSDÓTTIR verslunarkona. „Ég mæli með myndinni The Secret. Þetta er frábær mynd sem allir ættu að sjá og fara eftir. Þetta er leyndarmál sem við ættum öll að vita af.“ KARL BERNDSEN förðunarfræðingur. „Einar Bárðarson er ein fallegasta sál þessa lands,“ segir Sigríður Klingen- berg um athafnamanninn. „Einar er andleg týpa, dálítið dulrænn, næmur á fólk og getur þar af leiðandi veðjað á réttan hest þegar þar að kemur. Hans helsti veikleiki er að hann segir já við alla og tekur stundum að sér meira en góðu hófi gegnir. Hann hefur ómælda bjartsýni fyrir öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og þess vegna gerast hlutirnir hjá honum. Hann hefur stundum eytt of miklum peningum í bjartsýnisköstin sín svo það hefur verið hans helsta áhyggju- mál. Þetta er hins vegar komið til með að leysast 1,2 og 3 þar sem hinir ýmsu fjárfestar eiga eftir að hafa mikinn áhuga á honum og sjá hversu mikill prýðispiltur þetta er. Fley hans mun sigla seglum þöndum um allan heim þar sem hann mun negla á himnafestingarnar hinar ýmsu stjörnur sem eiga eftir að þakka honum mikinn part í frama sínum og lífi. Einar er fram úr hófi rómantískur og miðað við talna- og stafaspeki FRÁBÆR elskhugi, bæði hugmynda- ríkur og lipur í sekknum. Hann er að fara á strembið ár á næstunni, þar sem hann þarf að læra að fá aðra til að vinna því hann á bara að stjórna. Hann mun líka stofna nýtt fyrirtæki sem gæti starfað á erlendri grundu og verður það happadrjúgt. Halelúja, Einar Bárðarson.“ WWW.KLINGENBERG.IS Fallegasta sál landsins EINAR BÁRÐARSON „Einar er fram úr hófi rómantískur og miðað við talna- og stafaspeki FRÁBÆR elskhugi, bæði hugmyndaríkur og lipur í sekknum,“ segir frú Klingenberg um athafna- manninn. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.isMælum með S tuðpinnarnir Siggi Hlö og Valli sport hafa engu gleymt þótt hárið sé farið að hvítna í vöngum. Á morgun ætla þeir að troða upp á Gauki á Stöng með ógurlegu diskó- balli þar sem þeir setja sig í stelling- ar plötusnúða. Af því tilefni létu þeir klippa sig í anda diskótímans. „Við vorum fengnir til að spila á Queen-kvöldi á Players um daginn þar sem Eiríkur Hauksson, Magni og Jónsi voru að syngja og við að DJ- ast á undan og í hléi. Stemningin var svo gríðarleg, en það mættu um þúsund manns á þessa uppákomu, að okkur langaði til að gera eitt stórt ball eins og í gamla daga,“ segir Valli sport og bætir við að þetta sé svona „Leikhúskjallara- stemning“ fyrir þá sem muna eftir því. „Við erum í þessu til að skemmta fólki og fíflast, hoppa og láta öllum illum látum. Hjá okkur mega menn vera asnalegir og sleppa sér. Enginn þarf að reyna að halda kúlinu, það tapa því flestir strax hvort sem er þegar fjörið byrjar. Við munum gefa 500 fyrstu gestum kvöldsins geisla- diskinn með nýju syrpunni okkar ásamt því að þeir sem mæta snemma fá að smakka Gordon‘s Space-drykk- inn og hlusta á Kidda Bigfoot sem mun hita upp fyrir okkur.“ Þeir félagar lofa því að vera í karakter allan tímann en fyrr í vik- unni fóru þeir í ekta diskóklippingu en þeir voru búnir að safna hári í þónokkurn tíma. „Siggi tekur þetta aðeins meira út í tískupönkið sem var í gangi um 1984. Báðir höfum við verið með mottu í meira en mánuð og blöndum þessu saman við mottukeppni aug- lýsingastofunnar Pipars, en þar eru allir karlmenn með mottu þessa dagana. Mottukeppnin endar á þessu kvöldi og er frítt inn fyrir alla sem eru með mottu.“ Þeir félagar segjast finna fyrir miklum spenningi vegna diskó- kvöldsins enda ekki á hverjum degi sem Hollywood-kynslóðin fær að sletta úr klaufunum á dansstöðum bæjarins. „Það hafa margir þekktir ein- staklingar boðað komu sína og það er aldrei að vita hver tekur lagið og hver tekur í græjurnar,“ segir Valli alsæll með nýju hárgreiðsluna sína. martamaria@365.is VALLI SPORT OG SIGGI HLÖ ERU PLÖTU- SNÚÐAR Á DISKÓKVÖLDI Á GAUKNUM Fengu nýtt hár MEÐ MOTTU OG ALLT Valli sport og Siggi Hlö eru farnir að hlakka til kvöldsins en þeir lofa því að margir þekktir einstaklingar muni verða á svæðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.