Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 68
Ígrunnskólum lands-ins er kennd náms-
grein sem samkvæmt
Aðalnámskrá grunn-
skóla nefnist „kristin
fræði, siðfræði og trú-
arbragðafræði“.
Af lestri námskrár-
innar sést fljótt að
einkum er átt við
kristilega siðfræði. Hér er því
ekki hlutlaus kennsla í siðfræði,
t.d. eins og hún birtist í mannrétt-
indasáttmála SÞ eða hjá grísku
heimspekingunum. Kristið sið-
gæði sem byggir á vilja Guðs, ekki
þörfum mannsins, og hlýtur því
alltaf að vera takmarkað. En skoð-
um dæmi.
Námsbók 6. bekkjar hefst á synda-
fallinu. Nemendur lesa biblíutext-
ann, fyrstu Mósebók 3:1-23, sög-
una af Adam og Evu. Í umfjöllun
um textann er fjallað um óhlýðn-
ina og að Adam og Eva þorðu ekki
að kannast við glæp sinn. Síðan
fylgir stutt smásaga sem á að ger-
ast í samtíma nemenda þar sem
aftur er fjallað um hlýðni og að
játa á sig syndir sínar. Loks er
hugleiðing þar sem
fjallað er um að við
þurfum öll að velja og
berum öll ábyrgð á
okkar eigin lífi. Af því
að við erum hluti af
sköpunarverkinu þurf-
um við að halda okkur
óspilltum eins og við
viljum að náttúran sé.
Hér er siðferðið
skilgreint sem ábyrgð
mannsins gagnvart
Guði. Við eigum að
fylgja skipunum Hans, annars
erum við að syndga. Námsefnið
fjallar ekkert um aðkomu Guðs í
dæmisögunni um Adam og Evu,
sem væri þó mergurinn málsins
ef um „hlutlausa“ dæmisögu væri
að ræða. Af hverju vildi Guð ekki
að við værum eins og hann? Af
hverju sagði hann Adam og Evu
að þau myndu deyja? Af hverju
brást hann svona harkalega við út
af einu epli? Eilíf fordæming og
útskúfun hlýtur að vera ógnvekj-
andi í huga 12 ára barns. Í bókinni
er málverk þar sem Adam felur
andlit í greipum sér í ævarandi
skömm en Eva veinar eins og
skynlaus skepna.
Var refsingin í samræmi við
glæpinn? Hver var glæpurinn?
Var Guð vondur eða góður? Hvað
meinar Guð þegar hann segir:
„Sjá, maðurinn er orðinn einn af
oss, þar sem hann veit skyn góðs
og ills. Aðeins að hann rétti nú
ekki út hönd sína og taki einnig af
lífsins tré og eti, og lifi eilíflega!“
(I Mos, 3.22)
Námsefnið tekur aðeins á litl-
um hluta þeirra siðferðilegu álita-
mála sem felast í sögunni og
margir nemendur taka eflaust
eftir. Siðferðileg nálgun náms-
efnisins er í samræmi við guð-
fræðilega túlkun kristinna á sög-
unni, markmið námsefnisins er að
efla kristinn skilning en ekki
almennt siðgæði.
Í námsefni sem miðað er við 4.
bekk grunnskóla er sagt frá því
þegar Móses, með aðstoð Guðs,
drekkti Faraó og hermönnum
hans í Rauða hafinu. Myndin sem
fylgir er dökkt og drungalegt
málverk sem sýnir Ísraelslýð
fagna og þakka Drottni á meðan
Egyptar drukkna.
Námsefnið leggur líka áherslu
á gleði Ísraelsmanna. Mirjam
nokkur dansar um og slær á
bumbur, lofar Drottin „því hann
hefur sig dýrlegan gjört, hestum
og riddurum steypti hann í hafið“.
Þessi setning er tvítekin í náms-
efninu svo nemendur taki örugg-
lega vel eftir.
Hvernig taka kennslubókar-
höfundar á þessum atburði?
Strax á eftir frásögninni er kafl-
inn búinn með setningunni
„Þannig björguðust Ísraelsmenn
undan Egyptum“. Fjöldadráp á
hermönnum Faraós er ekkert
rætt. Siðferðilegum spurningum
sem gætu vaknað í huga 10 ára
barns er ósvarað: Er rétt að drepa
fólk? Er fjöldadráp á öllum óvin-
um rétta leiðin til að vinna stríð?
Er rétt að fagna þegar óvinir
deyja? Er Guð góður þegar hann
drepur vont fólk? Er rétt að beita
ofbeldi til að ná því fram sem
maður vill? Hefði ekki verið
betra að loka hafinu fyrir framan
Egypta og forða þeim þannig frá
dauða eða vildi Guð hefna sín –
og var það gott og rétt?
Eins og sést er námsefnið veru-
lega hæpið frá siðferðilegu
sjónarmiði. Umfjöllun námsbókar-
höfunda er langt í frá fullnægj-
andi. Niðurstaðan, í mínum huga,
er veruleg hætta á skertri sið-
ferðisvitund áhrifagjarnra nem-
enda enda gengur námsefnið út
frá forsendum ævagamallar
trúarbókar en ekki þörfum
nútímans.
Höfundur er með BS í tölvufræð-
um og stundar nám í sagnfræði
við HÍ.
Spillir trúarbragðakennsla siðferðiskennd barna?
Ég fór ásamt
fjölda
manns að
skoða und-
urfagrar
myndir af
blómjurt-
um í villtri
íslenskri
náttúru
eftir Egg-
ert Pétursson á Kjarvalsstöðum.
Þetta voru málverk en ekki eftir-
myndir af náttúrunni eins og
hún er í dag, það er ekki hægt,
því hún er rúin af blómgróðri
vegna beitar búfjár um aldir.
Jafnvel á örfáum friðuðum smá-
blettum, svo sem í Þjóðgarðin-
um og Skaftafelli, hafa ótal
blómjurtir horfið á meðan þar
var beitt. Þetta eru staðreyndir,
sem eru til hjá Náttúrufræði-
stofnun sem gaf út vandað
myndskreytt rit um íslenskar
blómjurtir fyrir nokkrum árum,
eftir margra ára rannsóknir.
Þegar það var kynnt, kom í
Morgunblaðinu grein sem bar
nafnið „Váskýrsla“ þar var sagt
frá því að ótal blómjurtir væru
horfnar úr beitilandinu og á
annað hundrað þyrftu gjörgæslu
við.
Er þetta ekki sorgleg stað-
reynd? Nú skyldi maður halda
að ráðamönnum sem létu okkur
borga þessa dýru rannsókn,
brygði ónotalega við og gerðu
strax ráðstafanir til að koma í
veg fyrir útrýmingu fleirri
blómjurta, eða til hvers var
rannsóknin? Tóm sýndar-
mennska? Ekkert hefur verið
gert öll þessi ár svo nú hafa
fleiri blómjurtir óhjákvæmilega
horfið úr gróðurríkinu. Allt er
þetta heimsku okkar og íhalds-
semi að kenna að stunda enn
þann dag í dag miðalda rán-
yrkjubúskap á þrautpíndu land-
inu. Hvernig geta ráðamenn
horft á sinn feril með góðri sam-
visku vitandi hvað verið er gera
afkomendum okkar sem taka
við stöðugt rýrari og snauðari
landgæðum. Er ekki landið sem
við búum á undirstaðan undir
góðu lífi bæði fyrir líkama og
sál? En það mætir alltaf afgangi,
öll orka fer í fjármál sem eru
auðvitað nauðsynleg en þeim má
alltaf breyta og lagfæra. En
gróðurinn og gróðurmoldin sem
tapast við þetta aumkunarverða
sinnuleysi kemur aldrei aftur og
er töpuð að eilífu.
Mér datt í hug á sýningunni að
þessar myndir yrðu e.t.v.eina
sönnunin fyrir komandi kyn-
slóðir fyrir því að á þessu landi
hafi áður fyrr verið fallegur
blómgróður með þúsundum
ólíkra tegunda, en við hefðum
fórnað þeim í sauðfjárbeit af
rænuleysi. Falleg eftirmæli það!
Ráðamenn þið vitið þetta allt.
Finnst enginn meðal ykkar sem
hefur kjark til að koma þessum
málum í mannsæmandi horf?
Hans yrði minnst í sögunni sem
hetju, en hinir eins og hingað til
hverfa smám saman með
skömmina á bakinu.
Höfundur er leikkona og
fyrrverandi formaður Lífs og
lands.
Blómin
sem hurfu