Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 80
„Taktkjafturinn“ Beatur tekur þátt í heimsmeistarakeppn- inni í „beatboxi“ sem verður haldin í Þýskalandi næsta sumar. Beatur, sem heitir réttu nafni Bjartur Guðjónsson, er núverandi Íslandsmeistari í „beatboxi“ og tekur þar af leiðandi þátt í keppninni fyrir Íslands hönd. Hann er jafnframt að undirbúa fyrstu íslensku „beat- box“-plötuna þar sem röddin verður hans eina hljóðfæri. „Það má segja að ég hafi byrjað í níunda bekk að fikta við þetta. Mér fannst þetta spennandi. Ég heyrði einhvern gera þetta og prófaði að apa eftir honum,“ segir Beatur. Í febrúar á næsta ári fer hann á ráðstefnu í Berlín ásamt félögum sínum úr hópnum Haltu takt-kjafti, þeim Bangza og Sigga Bahama, til að kynna heimsmeistarakeppnina. „Það kemur fullt af liði hvaðanæva að úr heiminum, bæði fréttamenn og hugsanlegir „sponsorar“. Þeir eru að halda þessa ráðstefnu til að geta haldið stærstu heimsmeistara- keppnina hingað til,“ segir hann. Meðal annars taka þátt í keppninni fulltrúar frá Afríku og Arabalöndunum. Siggi Bahama, sem heitir réttu nafni Sigurður Magnús- son, hefur jafnframt verið beðinn um að halda forkeppnir fyrir komandi heimsmeistarakeppnir í „beatboxi“ hér á landi og verður sú fyrsta væntanlega haldin fyrir þarnæstu keppni. Keppir á HM „taktkjafta“ Simon LeBon, söngvari Duran Duran, trúir því ekki að vinur hans Michael Hutchence úr hljómsveit- inni INXS hafi framið sjálfsvíg fyrir tíu árum. „Hann elskaði lífið, konur og eiturlyf. Hann lifði lífinu til fulls. Það er ekki möguleiki að hann hafi viljað binda enda á þetta allt saman,“ sagði LeBon, sem bjó eitt sinn með Hutchence. Lík Hutchence fannst á hótel- herbergi í Sydney í Ástralíu þar sem hann hafði verið á tónleika- ferð. Talið er að hann hafi hengt sig með belti enda benti krufningar- skýrslan til þess. Framdi ekki sjálfsvíg Leiksýning Latabæjar hefur farið ótrúlega vel af stað og er nú þegar uppselt á flestar sýningarnar sem á að halda víðs vegar um Bret- land en áætlað er að sýningar- ferðalagið standi yfir í 33 vikur. Yfir 50 þúsund manns hafa nú þegar séð Latabæ á sviði í Apollo- leikhúsinu og er þessi aðsókn framar öllum vonum hjá fram- leiðendum sýningarinnar úti í Bretlandi. Viðbrögð gagnrýnenda hafa einnig verið mjög góð og flestir hafa gefið henni fjórar stjörnur af fimm, þar á meðal gagnrýn- andi The Herald sem fór lofsam- legum orðum um sýninguna. Gagnrýndandi whatonstage.co.uk var þó ekki par hrifinn og gaf henni eina stjörnu. Áhorfendur voru þó ekki á sama máli á sömu vefsíðu og gáfu sýningunni fjórar stjörnur. Á vefsíðu Latabæjar- sýningarinnar má jafnframt sjá viðbrögð þeirra sem hafa komið í Apollo-leikhúsið og séð sýning- una og ætla margir af þeim að reyna að sjá sýninguna aftur. Latibær slær öll met Ritstjóri afþreyingar- deildar dagblaðsins The Sun sér sig tilneyddan til að svara Heather Mills í stórri grein sem birtist á heimasíðu blaðsins. Mills fór mikinn í nýlegu viðtali og sakaði bresk blöð um að skrumskæla ímynd sína. Ritstjórinn á afþreyingardeild The Sun, Victoria Newton, sakar Heather Mills um að hafa sjálf dregið dóttur sína Beatrice inn í kastljós fjölmiðla. Það sé nokkuð sem hún og hennar blað hafi passað sig vel á að gera ekki í umfjöllun um skilnað Heather og bítilsins Paul McCartney. „Þetta er dóttirin sem hún sakar sir Paul um að hafa mis- tekist að gæta þó að McCartney borgi í raun öryggisvörðum til að gæta þeirra mæðgna,“ skrifar Victoria, sem liggur ekki á skoð- unum sínum í greininni þegar kemur að bítlafrúnni fyrrver- andi. Hún segir jafnframt að umrætt viðtal hafi verið ákall um samúð almennings og veltir því fyrir sér hvað Beatrice muni segja um mömmu sína þegar hún verður eldri og sér þetta. Og síðan vindur hún sér að dökkri fortíð Mills sem hefur verið töluvert til umfjöllunar. „Ég hef sagt að hún sé gullgrafari og ég stend við það. Ef Heather væri ekki á eftir stórri summu af auðæfum Pauls hefði skilnaðurinn fyrir löngu verið frágenginn,“ skrifar Victoria og heldur áfram að sveifla sverðinu sínu. „Ég hef einnig skrifað að hún hafi verið klámmyndafyrirsæta þrátt fyrir að hún vilji meina að hún hafi verið fyrirsæta af bestu gerð. Við erum með myndir sem sanna þessa fortíð hennar. Og staðreyndin er sú að hún var einnig vændiskona þrátt fyrir að vilja ekki viðurkenna það,“ heldur Victoria áfram og lýkur pistli sínum á því að segja Heather vera ímyndunarveikan lygara. „Hún hefur logið því að hún sé margverðlaunaður blaða- maður, ber sig saman við Díönu prinsessu og segist eiga að vera jafn fræg og sir Paul. Hún hefur sakað Paul um að reka eitthvert áróðursbatterí gagnvart sér þegar það blasir við hverjum sem er að þeir hafa ekki sagt orð. Þessi kona þarf hjálp og það strax.“ - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 THIS IS ENGLAND MYND EFTIR SHANE MEADOWS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.