Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 85
Höfundur Harry Potter, J. K. Row-
ling, hefur lokið við sjö handskrifuð
eintök af nýju ævintýri sem nefnist
The Tales of Beedle the Bard. Ævin-
týrið, sem verður ekki gefið út, kom
við sögu í síðustu bók hennar, Harry
Potter og dauðadjásnin. Eitt eintak
verður selt á uppboði og rennur
allur ágóðinn til góðgerðasamtak-
anna The Children´s Voice. Ætlar
Rowling sjálf að gefa hin eintökin.
Rowling segir að ævintýrið sé
yndisleg leið til að kveðja Potter.
„Fólk sagði við mig að loksins gæti
ég tekið mér hvíld frá skriftum en í
rauninni var ég ekkert í pásu,“ sagði
hún.
Nýlega afhjúpaði Rowling að
skólastjórinn Dumbledore úr Harry
Potter-bókunum væri samkyn-
hneigður. Hún segist alltaf hafa litið
á hann sem slíkan. „Enginn spurði
mig hvort hann hefði einhvern tím-
ann verið ástfanginn. Fólk einblíndi
á Harry og þess vegna hafði ég
aldrei verið spurð að þessu.“
Nýja bókin verður boðin upp hjá
Sotheby´s í London í næsta mánuði.
Upphafsverð er rúmar 3,6 milljónir
en talið er að ævintýrið seljist á
mun hærra verði.
Harry Potter-bækurnar höfðu
selst í 325 milljónum eintaka áður
en sjöunda og síðasta bókin kom út.
Hafa bækurnar verið gefnar út í
yfir níutíu löndum. Síðasta bókin er
væntanleg í búðir hérlendis í
íslenskri þýðingu 15. nóvember
næstkomandi.
Lýkur við nýtt ævintýri
Leikarinn Tom Cruise segist hafa
lítinn tíma til að slappa af því
mestur tími hans fari í fjölskyld-
una, kvikmyndaferilinn og starf
hans sem meðeigandi fyrirtækis-
ins United Artists.
„Eins og með svo marga aðra þá
reynir maður að leysa úr þessu.
„Við erum orðin frekar góð í að
skipuleggja hlutina. Ég sef hvort
sem er ekkert svo mikið,“ sagði
Cruise.
Hann er mjög ánægður með
hjónaband sitt og Katie Holmes
og segist heppinn að eiga hana
sem eiginkonu. „Ég ber mikla
virðingu fyrir henni sem lista-
manni og sem konu,“ sagði hann.
„Hún er mjög sterk og þokkafull
kona. Hún er mjög fyndin, virki-
legur grínisti.“
Cruise, sem er 45 ára, hefur
einnig áhuga á að leikstýra og seg-
ist ætla að prófa það einn góðan
veðurdag. „Mig hefur alltaf lang-
að til þess. Mér hefur verið boðið
að leikstýra en ég hef ekki ennþá
fundið rétta verkefnið.“
Cruise sefur lítið
Leikarinn Lane Garrison, sem sló
í gegn í þáttunum Prison Break,
hefur verið dæmdur í þriggja ára
fangelsi. Garrison var í desember
síðastliðnum drukkinn þegar
hann ók á tré og lést einn af
þremur farþegum bílsins, sautján
ára unglingur. Játaði Garrison sig
sekan um verknaðinn og að hafa
gefið unglingum undir lögaldri
áfengi.
Hinn 27 ára Garrison fór með
hlutverk Tweener í Prison Break.
Fjalla þættirnir um fangaflótta
og þykja örlög leikarans frekar
kaldhæðnisleg af þeim sökum.
Garrison þarf jafnframt að
greiða um átján milljónir króna í
skaðabætur til þeirra sem biðu
skaða af árekstrinum.
Þriggja ára
fangelsi
Lokkur úr hári Bítilsins fyrrver-
andi Johns Lennon verður settur
á uppboð síðar í mánuðinum.
Talið er að 250 til 370 þúsund
krónur fáist fyrir hann.
Hárgreiðslukonan Betty
Glasgow fékk lokkinn að gjöf frá
Lennon um miðjan sjöunda
áratuginn ásamt miða sem á stóð:
„Til Betty, fullt af ást og hári frá
John Lennon xx“. Glasgow
starfaði sem stílisti við tónlistar-
myndir Bítlanna, A Hard Day´s
Night og Help, og komst þannig í
kynni við fjórmenningana frá
Liverpool. „Það var frábært að
vinna með strákunum. Þeir voru
alltaf saman í hóp og hlógu
mikið,“ sagði hún.
Selur lokk úr
John Lennon
Manstu gamla daga?
Öll gömlu uppáhaldslögin þín frá 1952-1959
Komin í verslanir!