Fréttablaðið - 07.11.2007, Page 37

Fréttablaðið - 07.11.2007, Page 37
Aðeins nokkrum klukkutímum eftir MTV-verðlaunahátíð, þar sem Pete Doherty úr hljóm- sveitinni Babyshambles lýsti því yfir að hafa gefið fíkniefni upp á bátinn, náðist upptaka af honum við heróínneyslu á heimili sínu. Upptakan er tekin á farsíma og er yfir mínútu löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rokkarinn næst á filmu við aðfarir sínar, en í apríl á síðasta ári birtust ljósmyndir af honum að sprauta unglingsstúlku. Doherty hefur ítrekað komist í kast við lögin vegna fíkniefnaneyslu sinnar og var nýlega útskrifaður úr lögskipaðri sex vikna fíkniefnameð- ferð. Neysla Dohertys náðist á myndband Tvöfalda platan Hvarf/Heim með Sigur Rós fær fjórar stjörnur í bresku blöðunum Mojo, The Independent, Evening Standard, Daily Mail og Sunday Express. Einnig fær platan frábæra dóma í NME, Uncut, The Observer og Daily Telegraph. „Hvarf festir hljómsveitina í sessi sem meistara epísks post-rokks á meðan Heim er sérlega viðkvæm og minnir á þeirra sérstæðu heimkynni,“ sagði í umsögn Daily Telegraph. Hvarf/Heim er nýkomin út í tengslum við útgáfu tónlistarmyndar Sigur Rósar, Heima, sem einnig hefur fengið mjög góða dóma erlendis. Fékk hún til að mynda fimm stjörnur í hinum virtu tímaritum Total Film og Q, auk blaðsins Mail on Sunday. „Besta tónleikamynd allra tíma að mati Total Film. Svona tónlist myndi guð gera ef hann væri til,“ sagði í dómi Total Film. Myndin fékk einnig fjórar stjörnur í Empire, The Times, Uncut og Time Out. Hvarf inniheldur nýjar upptökur á fimm lögum sem voru samin á nokkrum tímabilum í sögu Sigur Rósar. Þrjú þeirra hafa aldrei verið gefin út áður en hin tvö, Von og Hafsól, eru endurgerðir af lögum af fyrstu plötu sveitarinnar, Von. Á Heima eru sex órafmagnað- ar tónleikaupptökur af lögum af fjórum plötum Sigur Rósar. Sigur Rós lofuð í bak og fyrir Gildir til 12. nóvember eða á meðan birgðir endast. Falleg og vönduð borðstofuhúsgögn í úrvali Borðstofuborð 69.900kr Skenkur 59.900kr Sjónvarpsskápur 39.900kr Borðstofuskápur 59.900kr CUBIC húsgagnalínan Ef þú kaupir Cubic borðstofuborð, skenk, borðstofuskáp og sjónvarpsskáp færð þú 6 stk. af SWS106 eða SWS111 stólum í kaupauka.* *Verðmæti kaupauka allt að 12.990kr pr/stk. SWS111 SWS106

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.