Fréttablaðið - 12.11.2007, Page 14
greinar@frettabladid.is
Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is
Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna
íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að
auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu.
Munum eftir útiljósunum !
Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins
U
m helgina bárust okkur fregnir af því að samkvæmt
rannsókn Alþjóðlegu efnahagstofnunarinnar er
Ísland í fjórða sæti yfir þær þjóðir þar sem kynja-
bilið er hvað minnst og jafnrétti kynjanna því hvað
mest. Fyrir ofan okkur eru önnur Norðurlönd; Sví-
þjóð, Noregur og Finnland. Auðvitað ber því að fagna hve vel
Ísland stendur í jafnréttismálum, ef ekki væri fyrir mikilvæg-
an fyrirvara í skýrslu stofnunarinnar, en þar segir að Norð-
urlöndin hafi mælst vel í öllum fjórum þáttum sem tekið var
tillit til; launamun kynjanna, aðgang að menntun, kynjahlut-
falli stjórnmálamanna og heilsu kynjanna. Því má samt ekki
gleyma, eins og fram kemur í fyrirvara skýrslunnar, að ekkert
ríki hafi náð fullu jafnrétti kynjanna.
Það heyrast alltof oft í pólitískri umræðu á Íslandi, jafnvel á
hinu háa Alþingi, raddir sem reyna að draga úr þeim sem vilja
ná fullu jafnrétti hér á landi með þeim rökum að við stöndum
okkur betur hér en þekkist í flestum öðrum löndum. Rökin eru
með öðrum orðum þau, að af því að aðrir eru meiri slugsarar í
þessum málaflokki, þá þurfum við ekki að hafa miklar áhyggj-
ur. Við stöndum okkur betur.
Þeir sem hafa aðeins hugsað út í forsendur þessara raka gegn
áframhaldandi vörslu um mikilvægi jafnréttis, og aðgerða þess
efnis, sjá í hendi sér að þau standast engan veginn. Jafnrétti
kynjanna er ekki kapphlaup um að vera fljótastur. Að minnsta
kosti væri jafnréttið nokkuð langdregið kapphlaup því ekki
eygir í nokkurn sem nálgast markið.
Frá síðasta ári tókst Íslendingum að minnka kynjabilið um
0,23 prósentustig, samkvæmt mælingum efnahagstofnunarinn-
ar, en bilið er nú 21,6 prósent. Með þessu áframhaldi mun það
því ekki taka nema 94 ár að ná fullu jafnrétti. En þá erum við
bjartsýn og gerum ekki ráð fyrir neinum skakkaföllum og að
þróunin haldist áfram jákvæð.
Það eru ekki allir bjartsýnir á slíka þróun, en um helgina var
einnig ráðstefna Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum.
Þar benti Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við
Háskólann í Stokkhólmi, á hættuna á stöðnun í jafnréttismál-
um. Slík stöðnun getur meðal annars komið til af trú á því að
við séum að standa okkur svo vel að ekkert þurfi í raun að gera.
Dahlerup gekk reyndar lengra og talaði um „glerþakslöndin“
tvö; Ísland og Danmörku, þar sem minnstur árangur hefði
náðst í jafnréttismálum sé miðað við Norðurlöndin. Ef litið er
til skýrslu Alþjóðlegu efnahagstofnunarinnar hefur þessum
tveim löndum farið aftur á síðustu tveimur árum. Ísland fallið
úr þriðja sæti, en Danmörk fallið úr því fjórða niður í það átt-
unda.
Í þessum málum, sem og öðrum þar sem barist er fyrir mikil-
vægum hagsmunum, er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og
halda að allt sé í lukkunnar standi fyrst við stöndum okkur ekki
jafn illa og Ekvador eða Sádi-Arabía sem þó bættu sig hvað
mest frá síðasta ári.
Tæp öld í fullt
jafnrétti
Af hverju geta bílar ekki svifið yfir jörðinni, að minnsta
kosti af og til – maður ýtir á
takka og bíllinn lyftir sér hægt
og rólega upp þegar maður mætir
einhverjum vitleysingi á ofsa-
ferð...
Af hverju eru bílar úr málmi?
Af hverju eru þeir ekki úr ein-
hverju eftirgefanlegu frauðplasti
þannig að þegar tveir bílar rekast
hvor á annan gerist ekki neitt
annað en að bílstjórarnir fara að
skríkja eða brosa skömmustu-
lega?
Af hverju eru bílar svona dýrir?
Fólk ver stærri hluta tekna sinna í
að greiða af bílum, að ógleymdum
alls kyns gjöldum – og horngrýtis
stöðumælasektunum – en í föt
handa börnunum sínum eða mat
eða aðrar nauðsynjar. Sér enginn
eftir peningunum í svo innilega
dauðan hlut? Nú hafa bílar verið
fjöldaframleiddir í næstum því
öld – T-módel Henrys Ford er frá
1908 – en getur ekki hugsast að
við eyðum stærri hluta tekna
okkar í bíla en viðskiptavinir
Fords gamla gerðu á fyrstu ára-
tugum 20. aldarinnar? Er það
viskulegt? Hefði átt sér stað eðli-
leg þróun myndu bílar kosta svona
tíu tuttugu þúsund krónur, og
kannski allt upp í fimmtíu þúsund
eftir því hvað þeim fylgdi mikið
pjatt.
Af hverju eru bílar alltaf að
rekast hver á annan? Hvernig í
ósköpunum stendur eiginlega á
því – eftir allt mannfallið – að
mönnum er enn treyst til að
stjórna bílum? Af hverju er ekki
sjálfstýring á þeim? Af hverju get
ég ekki farið út í bíl og stillt á
ákveðna forritaða leið og síðan
bara farið að lesa í nýju bókinni
hans Gyrðis á meðan bíllinn fer
með mig á áfangastað? Þá gæti
bíllinn numið einhvern veginn
óvæntar hættur á leiðinni og
brugðist við þeim, til dæmis með
því að fara upp í loftið þegar
vitleysingurinn á ofsahraðanum
nálgast.
(Vitleysingarnir á ofsahraðan-
um þurfa náttúrulega á sérstök-
um úrræðum að halda. Í fyrsta
lagi þarf að ná þeim undan stýri
út af hættu sem samborgurum
stafar af þeim og í öðru lagi þarf
að finna þeim verðugan vettvang
til að fá kröfum sínum viðnám: er
ekki hægt að senda þá á sjóinn?
Að það sé refsingin við ofsaakstri:
að vera dæmdur til hundrað daga
á sjó að berjast við höfuðskepn-
urnar...)
Af hverju eru bílar svona stór-
ir? Sú var tíð að tölvur þöktu heilu
herbergin og gemsar þykja því
hlægilegri sem þeir eru stærri:
þannig er það með flesta hluti sem
taka eðlilegri þróun í markaðs-
samfélaginu. Þeim er þjappað
saman: því meiri þjöppun því
glæsilegri þykir hluturinn, því
meira hugvit þykir búa að baki.
Af einhverjum ástæðum er þessu
þveröfugt varið með bíla: þar
virðist hugvit ekki aðalatriðið.
Menn aka blygðunarlaust um á
farartækjum sem minna á vöru-
bíla eða skriðdreka.
Þetta mun eiga að veita örygg-
iskennd: hinn mun drepast.
Af hverju eru bílar svona leiðin-
legir? Af hverju eru þeir svona
stórir og luralegir? Svona þung-
búnir – svona búralegir? Svona
ferkantaðir? Getur verið að karl-
menn af ákveðnu tagi ráði um of
ríkjum í hönnun bíla?
Hvað sem öllum þessum spurn-
ingum líður þá er svo komið að
við getum ekki lengur látið eins
og ekkert sé gagnvart bílum og
því bílræði sem við búum við þar
sem flestar þarfir mega víkja
fyrir þörfum bílsins. Sú var tíð
að bílar voru stórkostlegt fram-
faratæki og þeir hafa vissulega
gert margt í lífi okkar auðveld-
ara. En þeir eru orðnir alltof
margir – alltof fyrirferðarmiklir,
og þeir eru farnir að flækja líf
okkar.
Bílar eiga meiri sök á því en
nokkuð annað hversu grátt og
þungbúið er stundum í Stór-
Reykjavík, bæði hin endalausu
bílastæði sem þekja um helming
borgarlandsins, þetta kjörlendi
tyggjóklessunnar þar sem ekkert
fær þrifist og eins virðast heilu
hverfin snúast einvörðungu um
bíla – verkstæði á verkstæði ofan
og bílasölur eftir bílasölur.
Af hverju eru bílar svona frum-
stæðir? Hvers vegna þurfum við
enn að hökta um alla daga á vél
sem fundin var upp og hugsuð á
19. öld og hefur lítið þróast síðan í
aðalatriðum?
Bílræði
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að ný ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokks hefur sett
neytendamálin á oddinn. Í raun er þetta
í fyrsta skipti sem neytendamálin fá
þann sess sem þau eiga skilið í íslensk-
um stjórnmálum. Stjórnarsáttmáli rík-
isstjórnarinnar er afar neytendavænn.
Þá hefur viðskiptaráðherra kynnt
umfangsmiklar umbætur á sviði neyt-
endamála.
Við munum ryðja í burtu
samkeppnishindrunum, s.s. uppgreiðslugjaldi og
stimpilgjaldi. Við munum stuðla að lægra verðlagi
til samræmis við það sem þekkist í nágrannalönd-
um, meðal annars með lækkun tolla og afnámi
vörugjalda.
Við munum setja lög um greiðsluaðlögun til að
skapa leið til að létta oft á tíðum óyfirstíganlega
skuldabyrði fólks og setja skýrari reglur um
réttarstöðu ábyrgðamanna fjárskuldbindinga til að
draga úr vægi sjálfskuldarábyrgða. Sett verða
innheimtulög sem takmarka álagðan innheimtu-
kostnað og til stendur að endurskoða lög um
óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi
markaðar. Við munum einnig efla Sam-
keppniseftirlitið og Neytendasamtökin og
styrkja neytendaréttinn til muna.
Þá ætlar ríkisstjórnin að auka tannvernd
barna með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum
niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna og
veita nemendum í framhaldsskólum
stuðning til kaupa á námsgögnum. Og nú
þegar eru hafnar aðgerðir sem eiga að stuðla
að lækkuðu lyfjaverði.
Af þessari upptalningu sést glögglega á
hvaða leið þessi ríkisstjórn er. Undirliggj-
andi er skilningur á því að kjarabarátta
nútímans snýst ekki eingöngu um hærri
laun heldur einnig um að verðlag verði
lægra og kjörin betri. Neytendamálin snerta allan
almenning og umbætur á því sviði koma öllum til
góða.
Það á ekki að vera náttúrulögmál að verðlag sé
allt annað og miklu hærra en annars staðar í
kringum okkur. Ísland á ekki að þurfa að vera
okursamfélag. Stjórnarmeirihlutinn gerir sér grein
fyrir því og af þeirri ástæðu verður ráðist í
umfangsmiklar breytingar sem munu koma
almenningi í landinu til góða.
Höfundur er formaður viðskiptanefndar Alþingis.
Lækkum verðlagið
... því meiri þjöppun því glæsi-
legri þykir hluturinn, því meira
hugvit þykir búa að baki. Af
einhverjum ástæðum er þessu
þveröfugt varið með bíla: þar
virðist hugvit ekki aðalatriðið.
Menn aka blygðunarlaust um
á farartækjum sem minna á
vörubíla eða skriðdreka.