Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2007, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 12.11.2007, Qupperneq 41
MasterCard Mundu ferðaávísunina! Jamaica Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn á ný verið settur til hliðar við stjórn Reykjavíkurborgar. Flokk- urinn missti völdin að þessu sinni fyrir klaufaskap. Það voru mál- efni Orkuveitunnar og REI, útrás- arfyrirtækis Orkuveitunnar, sem felldu Sjálfstæðisflokkinn nú. Í rauninni átti Sjálfstæðisflokkur- inn alls ekki að komast til valda eftir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar. Flokknum tókst ekki að ná því markmiði sínu að fá meiri- hluta borgarfulltrúa. Flokkurinn fékk aðeins 7 fulltrúa þrátt fyrir harða hríð að Samfylkingunni og þeim flokkum, er áður höfðu myndað R-listann. Andstöðuflokk- ar Sjálfstæðisflokksins hefðu því getað myndað meirihluta strax eftiir síðustu borgarstjórnar- kosningar. En þá gerðist það, að sá flokkur sem fékk minnst fylgi í kosningunum, Framsókn, gekk skyndilega til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn og myndaði með flokkn- um meirihluta í borgarstjórn. Meirihlutinn var eingöngu mynd- aður um völd og áhrif en enginn málefnasamningur gerður þegar samstarfið var ákveðið. Til þess að fá Framsókn til samstarfs bauð Sjálfstæðisflokk- urinn henni formennsku í borg- arráði. Stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum mun áreið- anlega hafa haft áhrif á Fram- sóknarflokkinn í borgarstjórn. Framsóknarmenn voru farnir að líta á það sem náttúrulögmál að þeir ynnu með Sjálfstæðisflokkn- um. Og það var ekkert fararsnið á þeim úr ríkisstjórn. Þeir ætl- uðu að sitja þar eins lengi og þeir gætu þótt fylgið hryndi af þeim. En að lokum var það Sjálfstæðis- flokkurinn sem ýtti þeim þar út. Sá flokkur taldi Framsókn ekki lengur stjórntæka í landsmálun- um. Það voru mikil mistök hjá Framsókn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu borgarstjórnarkosningar. Nú hefur Framsókn leiðrétt þessi mistök, slitið samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og myndað meirihluta með Samfylkingunni og öðrum flokkum, sem áður voru í minnihluta. Því ber að fagna. Ég er mjög ánægður með það, að Framsóknarflokkurinn í borg- arstjórn skuli á ný hafa tekið upp samvinnu við vinstri flokkana þar. Björn Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi Framsóknar, sýndi mikið hugrekki með því að stíga þetta skref. Sjálfstæðisflokkurinn missti fyrst meirihluta sinn í borgar- stjórn 1978 eftir að hafa verið við völd í Reykjavík í hálfa öld. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og Framsókn mynduðu þá meirihluta í borgarstjórn. Ósig- ur Sjálfstæðisflokksins 1978 var mikið áfall fyrir flokkinn. Úrslitin komu Sjálfstæðisflokknum alveg á óvart. Alþýðuflokkurinn fékk 2 borgarfulltrúa, Framsókn 1 en Al- þýðubandalagið 5 fulltrúa og vann stórsigur. Sjálfstæðisflokkurinn var mikið hræddari um að missa meirihlutann 1970 en 1978. Það var ekkert vandamál fyrir „vinstri“ flokkana að mynda meirihluta eftir kosningaúrslit- in 1978. Flokkarnir höfðu starf- að náið saman í borgarstjórn í mörg ár, höfðu flutt sameigin- legar ályktunartillögur og breyt- ingatillögur við fjárhagsáætlun. Sameiginleg málefnaskrá flokk- anna var því tilbúin löngu áður en flokkarnir náðu meirihluta. Þeir höfðu einnig orðið ásáttir um það áður en Sjálfstæðisflokkurinn féll, að ráða ópólitískan borgar- stjóra, embættismann, ef þeir næðu meiri- hluta í borginni. Sjálfstæðisflokkur- inn náði meirihluta í borginni á ný 1982, einkum á einu máli, svonefndu sprungu- máli. En í kosninga- baráttunni rak Davíð Oddsson harðan áróð- ur gegn því að byggt yrði á „sprungusvæði“ við Rauðavatn en meirihlutinn vildi byggja þar. Sagði Davíð, að ekki væri unnt að byggja þarna út af sprungum! Það kom því vel á vonda, þegar Morg- unblaðið fékk lóð á þessu svæði og byggði stórhýsi undir aðalstöðvar sínar á þessu svæði. Ekki hefur Morg- unblaðið eða Sjálfstæðis- flokkurinn kvartað yfir sprungum þarna síðan enda var þetta einungis kosningaáróður, sem átti ekki við nein rök að styðj- ast. Það má því segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist til valda á ný í Reykjavík 1982 á fölsk- um forsendum. Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann á ný 1994, þegar Reykjavíkurlistinn undir forustu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur felldi Sjálfstæðisflokkinn og náði meirihluta í borgarstjórn. Var það á ný mikið áfall fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, þar eð flokkurinn hélt að eftir valdatíma Davíðs væri borgin óvinnandi vígi Sjálfstæðis- flokksins. Hvað felldi Sjálfstæðisflokkinn nú? Það var sundrung í eigin röðum. Upp kom alvarlegur ágreiningur meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um Orkuveitu Reykja- víkur og útrásarfyrirtæki þess REI. Enda þótt Guðlaugur Þór, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og nú ráðherra, hafi flutt tillöguna í stjórn Orkuveit- unnar um stofnun REI og enginn ágreiningur verið um það mál þá í röðum sjálfstæðismanna snérust nokkrir borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins gegn málinu og ætluðu að nota það gegn borgarstjóra. Hér virðist hafa verið um hreina valda- baráttu innan Sjálfstæðisflokksins að ræða. Þeir ætluðu að koma Vil- hjálmi borgarstjóra frá. Þeim lá svo á að komast til valda. Þeir gátu ekki beðið til næstu kosninga. En þeir skutu sjálfa sig í fótinn. Þeir tóku sína eigin gröf. Mér líst mjög vel á hinn nýja borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, leiðtoga Samfylkingarinnar. Hann er einlægur jafnaðarmaður sem vill bæta aðstöðu fjölskyldufólks og aldraðra í Reykjavík. Samfylk- ingin er kjölfestan í nýjum meiri- hluta félagshyggjufólks í borgar- stjórn Reykjavíkur. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Sjálfstæðisflokkurinn settur til hliðar í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.