Fréttablaðið - 15.11.2007, Side 1

Fréttablaðið - 15.11.2007, Side 1
47.993 fleiri lesa Fréttablaðið Rúmlega 56.000 fleiri lesa Fréttablaðið en 24 stundir Fréttablaðið er langmest lesna dagblað landsins, það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Þar má finna skýrar og grein- argóðar fréttir og kjarnyrta þjóðfélagsumræðu. Fjölbreytt og spennandi sérblöð fylgja á hverjum degi, um menningu, viðskipti, íþróttir og dægurmál. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. Allt sem þú þarft... ...alla daga 24 stundir 90.760 manns Morgunblaðið 98.960 manns Fréttablaðið 146.953 manns Miðað við meðallestur á tölublað, þriðjudag til laugardags, 12–80 ára fyrir allt landið. Halla Vilhjálmsdóttir er hæst-ánægð með appelsínurauðakápu sem hún hafði mikið fyrirað eignast. Halla reynir þessa dagana að bæta litríkum fötum í fataskápinn sinn og brjóta upp svarta litinn í lífi sínu. Hún hafði mikið fyrir því að eignast appelsínurauða kápu í stað þess að sitja uppi með svarta. „Ég er mjög hrifin af versluninni Coast í Smáralind og rak augun í appelsínurauða sixtís-kápu þar fyrir skemmstu. Þegar ég ætlaði að skella mér á hana komst ég að þvíað hún var frátekin í mínu númeri. Ég fór í fýlu og endaði á því að kaupa mér svarta,“ segir söng- og leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún sá þó svo mikið eftir rauðu kápunni að hún tók þá svörtu ekki einu sinni upp úr pokanum. Hún segist svo hafa hringt í búðina báðadagana sem kápan var frátekin ogendaði á því að mæta þangað korterfyrir sjö síðasta daginn til að athugahvort hún yrði sótt. „Þegar fröken-in lét ekki sjá sig fyrir lokun fékk ég að skipta þeirri svörtu,“ segirHalla. „Ég fékk þó pínu samvisku-bit og sagði afgreiðslustúlkunni að ég myndi nú skila kápunni ef konan kæmi strax næsta dag.“ Halla seg-ist svakalega ánægð með kápunaog finnst gaman að máta við hana húfur og hatta.Í Guildford-leiklistarskólanum í London, þar sem Halla stundaðileiklistarnám, var eingöngu leyfi-legt að vera í svörtum fötum. „Þetta var eins konar skólabúningur og íraun alveg skiljanlegt því maður þarf að vera eins og óskrifað blaðog erfitt að taka mark á manneskju í bleikum magabol,“ útskýrir Halla og átti hún ekkert nema svart í fata-skápnum „Meira að segja lopapeys-urnar sem mamma prjónaði á migvoru svartar.“ Í seinni tíð s ihún þó Appelsínurauða kápan uppáhaldsflíkin núna Hjólabrettakappar og ungbarnarokk kópavogurMIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MYNDINA TÓK GUNNAR V. ANDRÉSSON AF VERKI ÁN TITILS EFTIR GERÐI HELGADÓTTUR MYNDHÖGGVARA.. Guðrún Gunnarsdóttirvill fleiri græn svæðiBLS. 6 Þessa dagana fara fram viðræður um að leikur Íslendingalið- anna Flensburg og Gummers- bach verði leikinn á Íslandi 2. febrúar í Egilshöll. Ef af verður munu allt að fimm Íslendingar taka þátt í leiknum. Íslendingaslagur í Egilshöll? Orkuveita Reykjavíkur er byrjuð að greiða sveitarfélaginu Ölfusi eftir samningi um virkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæðinu. Sveitarfélagið fær samkvæmt honum 45 milljónir til að mæta „umsvif- um og álagi á bæjarstjórn og bæjarstjóra“. Þær greiðslur verði nýttar til að „afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er“. Samningurinn var samþykktur af bæjarstjórn 27. apríl í fyrra og hljóðar upp á 500 milljónir, að mati sveitarfélagsins. Hann kveður á um að sveitar- félagið veiti Orkuveitunni framkvæmdaleyfi og greiði fyrir skipulagsmálum eins hratt og unnt er. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveit- unnar, efast um að samkomulagið hljóði upp á hálfan milljarð en hefur ekki aðra tölu á reiðum höndum. Það sé ekki venja fyrirtækisins að greiða allan kostnað fyrir sveitarfélög „en þegar menn huga á framkvæmdir í tiltölulega fámennu sveitarfélagi og þær kalla á aðkeypta vinnu, þá hefur ekki verið talið óeðlilegt að framkvæmdaaðili beri kostnað af því“. Fyrirtækið sé þó ekki að kaupa sér skipulag í sveitarfélaginu. Orkuveitan heitir að „bera allan kostnað af hugsanlegum málaferlum og skaðabótakröfum“ vegna framkvæmdanna. Hún lýsir Þrengslaveg, reisir nýja fjárrétt og hesthús og leggur 75 milljónir til skógræktar. Að auki verður ljósleiðari lagður. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, segir samninginn ekki auka traust sitt á vinnubrögðum Orkuveitunnar. „Það má lesa út úr þessu að Orkuveitan hafi keypt sér skipulag og framkvæmdaleyfi. Það er brýnt að stýrihópurinn sem fer yfir málefni Orkuveitunnar taki þetta til skoðunar,“ segir hann. 45 milljónir flýta framkvæmdaleyfi Orkuveitan er byrjuð að greiða inn á samning, sem sveitarstjórn Ölfuss metur á hálfan milljarð, vegna framkvæmdaleyfis og skipulagsmála. Leyfisveitingum verður hraðað, enda greiðir fyrirtækið fyrir aukið álag á bæjarstjórnina. Ef allt gengur að óskum hjá tónleikahöldurum stóru jólatónleikanna, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa, munu átján þúsund Íslendingar leggja leið sína í Laugardalinn á einni viku til að hlýða á jólatónlist. Miðaverð á tónleikana er á bilinu 7-8 þúsund krónur og sé reiknað eftir meðalverði kemur í ljós að heildarinnkoman verður um 120 milljónir íslenskra króna. 120 milljóna hátíðarskap Nauðgunin, sem rúmlega fertug kona hefur kært og tveir karlmenn sitja í gæsluvarð- haldi fyrir, var afar hrottafengin, að því er fram kemur í gæsluvarð- haldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan var á skemmtistað þar sem hún hitti tvo litháíska ríkis- borgara, að því er hún lýsir í skýrslutöku hjá lögreglu. Mennirn- ir réðust síðan á hana í húsasundi við gatnamót Laugavegar og Vitastígs með grimmdarlegum hætti og nauðguðu henni. Hún segir mennina hafa hlegið að sér bæði meðan á ofbeldinu stóð og á eftir. Hrottafengið ofbeldisverk Eigendur Austur- strætis 16, þar sem nú er veitinga- staðurinn Apótekið, hafa fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta húsnæðinu þannig að þar verði skemmtistaður í stað veitingahúss. Skipulagsráð vill að tryggt verði að veitingastarfsemi verði í hús- inu yfir daginn og að útliti hússins verði ekki breytt á neinn hátt, til dæmis með því að byrgja glugga. Til að tryggja þetta á byggingar- fulltrúi að setja slík skilyrði við útgáfu byggingarleyfisins auk þess að þinglýsa þeim á eignina. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði þessa breytingu „á einu mikil- vægasta horni miðborgarinnar“ ekki vera farsæla en sátu hjá við afgreiðslu þess. „Starfsemi og þjónusta sem hefði tryggt að húsið væri opið almenningi á daginn hefði verið mun æskilegri í þessu merka húsi í hjarta Reykjavíkur. Borgaryfirvöld virðast hins vegar ekki hafa lagalegar forsendur til að synja umsókn um rekstur nætur- klúbbs á þessum stað,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Kvöð um matsölu að degi til

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.