Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 6

Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 6
Karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að þeir hafi nauðgað rúmlega fertugri konu að nætur- lagi um síðustu helgi eru litháískir ríkisborgarar. Þeir hafa báðir unnið hér á landi um skeið. Hæsti- réttur staðfesti gæsluvarðhalds- úrskurð héraðsdóms yfir þeim í gær, en þeir eiga að sitja inni til 19. nóvember. Konan og mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, hittust á ölstofu aðfaranótt laugardagsins og áttu einhver orðaskipti þar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru mennirnir út af staðnum á undan konunni. Þeir veittust að henni í húsasundi og eru grunaðir um að hafa nauðgað henni báðir. Konan hlaut verulega áverka við nauðg- unina. Hún leitaði á Neyðarmót- töku eftir árásina og einnig til lög- reglu. Konan var með rispur á baki og víða á líkamanum, eins og eftir möl eða sand. Sandur og laufblöð voru í hári hennar og fatnaði auk þess sem hún var með aðra áverka á líkama. Öryggismyndavélar á skemmti- staðnum sýndu tvo menn sem komu heim og saman við lýsingu konunnar. Önnur kona, rétt rúmlega tvítug, fór einnig á Neyðarmóttöku og leitaði aðstoðar um nýliðna helgi vegna nauðgunar. Hún var að koma út af skemmtistað aðfaranótt laugardagsins. Talið er að hún hafi hitt þar mann sem síðar hafi veist að henni á svæðinu í Grófinni í miðborginni. Fyrir liggur lögreglu- skýrsla um málið, en enginn hafði verið handtekinn vegna þess í gær. Konan mun leggja fram kæru síðar í vikunni. Þrjár nauðganir til viðbótar voru tilkynntar til Neyðarmóttöku nauðg- ana eftir helgina, en þær hafa ekki komið inn á borð lögreglu. Enn er óupplýst tilraun manns til að nauðga konu í húsasundi við Vesturgötu í Reykjavík í febrúar. Íbúi í nágrenninu, sem varð árásar- innar var, kallaði lögreglu til. Konan var marin, blóðug og ótta- slegin. Tvær nauðgunarkærur bárust lögreglu á seinni hluta síðasta árs. Tvær stúlkur kærðu nauðgun, önnur átti sér stað í húsasundi nærri Menntaskólanum í Reykja- vík. Stúlka var rænd og henni nauðgað af tveimur karlmönnum í húsasundi á bak við skólabygging- una. Málið er enn óupplýst. Hin nauðgunin er sögð hafa átt sér stað við Þjóðleikhúsið. Stúlkan sem kærði þá dró kæru sína til baka. Meintir nauðgarar náðust á myndavél Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur litháískum ríkis- borgurum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað rúmlega fertugri konu með hrottalegum hætti um síðustu helgi. Mennirnir hafa unnið hér um skeið. Hefur þú hnuplað úr verslun? Hefur þú verslað í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári? Hin rómaða Þakkargjörðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 22. og 23. nóvember. Í hádeginu 22. og 23. nóvember. Föstudagskvöldið 23. nóvember. Verð einungis: 1.850 kr 2.550 kr föstudagskvöld Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í síma 511 6030 HOTEL CABIN ÞAKKARGJÖRÐAR KALKÚNN Á HÓTEL CABIN VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 554 6999 | www.jumbo.is TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. 36 BITAR Alcan hefur skuldbundið sig til að greiða tvo þriðju hluta kostnaðar vegna undirbúnings fyrir virkjanir í Þjórsá, en gæti átt rétt á endurgreiðslu verði orka úr virkjununum seld öðrum. Í samningi frá því í desember 2006 kemur fram að Alcan eigi að greiða þennan kostnað. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, segir að samið hafi verið um að Alcan greiði hluta kostnaðar við lokahönnun og útboð þriggja virkjana sem til stendur að reisa. Líklega sé hlutur Alcan 200 til 300 milljónir króna. Engar greiðslur hafi þó farið fram heldur verði allt gert upp síðar. Upphæðin hefði runnið upp í mögulegan samning um orkukaup Alcan af Landsvirkjun úr nýrri virkjun, samkvæmt samningi. Nú hefur Landsvirkjun hins vegar gefið út þá yfir- lýsingu að orka úr virkjununum verði ekki seld til nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi. Til viðbótar hafa áform Alcan um stækkun álversins í Straums- vík stöðvast eftir að stækkuninni var hafnað í atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði. Þorsteinn segir að verði ekki af sölu orku úr virkjunum í Þjórsá til Alcan séu ákvæði um að Landsvirkjun endurgreiði kostnaðinn. Slíkt verði þó ekki fyrr en þegar skrifað hafi verið undir samninga um sölu orkunnar til annarra aðila. Endurgreiðsl- urnar skerðist enn fremur ef langur tími líður þar til orkan verður seld. Gætu átt rétt á endurgreiðslu Þrír kvikmyndagerðar- menn undirbúa nú hönnun kvik- myndavers á Keflavíkurflugvelli. „Þetta hefur verið í undirbún- ingi í eitt ár. Við erum að kaupa margar byggingar á Keflavíkur- flugvelli þar sem stendur til að búa til svona afþreyingarsvæði, en við erum aðallega að þessu til að búa til kvikmyndaver,“ segir Hallur Helgason, sem stofnaði fyrirtækið Atlantic Studios í félagi kvikmyndaframleiðendurna Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. „Fyrst og síðast hefur vantað almennilegt stúdíó með hljóðein- einangruðu sviði. Ein bygging- anna sem við kaupum er gamla kvikmyndahúsið, þar sem hægt verður að byggja leikmyndir innan dyra.“ Verið verður markaðssett fyrir innlendan sem erlendan markað og verður með tilkomu þess hægt að framleiða stærri hluta erlendra kvikmynda hér en áður. Hallur segist búast við því að í kjölfarið verði meira að gera fyrir Íslend- inga í kvikmyndageiranum. Nálægðin við flugvöllinn og áhrif hennar voru sérstaklega könnuð. „Við verðum ekki í flug- stefnu og húsið verður vel hljóð- einangrað. Aðstæður eru jafnvel betri þarna heldur en nálægt hrað- braut, eins og er oft erlendis,“ segir Hallur. Atlantic Studios reiknar með því að opna kvikmyndaverið á vor- dögum. Kvikmyndaver rís á Vellinum Mál gegn konu á sextugsaldri var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en konan er ákærð fyrir brot á samþykkt um hundahald í Reykjavík. Konunni er gefið að sök að hafa tjóðrað hund sinn Perlu of lauslega, svo ekki var hægt að komast óhindrað að inngangi fjölbýlishúss í Reykjavík, en hundurinn beit rúmlega fimmtuga blaðburðarkonu þegar hún reyndi að komast framhjá tíkinni. Blaðburðarkonan hlaut mar og skrapsár á vinstri fæti vegna bitsins, en hún krefst tæpra sextíu þúsund króna í skaðabætur. Tjóðraði Perlu sína of lauslega

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.