Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 12

Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 12
Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að veittir verði tímabundnir styrkir til vöru- flutninga í fleiri landshluta en til Vestfjarða sem þegar er kveðið á um í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta kom fram í svari Björgvins við fyrirspurn Birkis Jón Jóns- sonar, þingmanns Framsóknar- flokks, á Alþingi í gær. Birkir Jón sagði flutningskostn- að á norðausturhorn landsins vera hærri en til Vestfjarða. Gleðilegt væri að ríkisstjórnin ætlaði að leggja 150 milljónir króna til að lækka flutningskostnað Vestfirð- inga. „En við hljótum að velta því fyrir okkur í ljósi jafnræði íbúa hér á landi hvort það sama eigi ekki að gilda um önnur svæði sem glíma við sambærileg vandamál og Vest- firðingar,“ sagði Birkir. Björgvin sagði starfshóp sam- gönguráðuneytis, viðskipta- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis eiga að útfæra frekar flutnings- jöfnuð. „Þetta er viðurkenning á þeim vanda sem flutningsjöfnun og flutningskostnaður á lands- byggðina svo sannarlega er,“ sagði ráðherrann, sem kvað bættar samgöngur þó bestu lausn vandans. Þá vildi Birkir vita hvort afnám flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara myndi hafa áhrif á verð á dísil- olíu og bensíni á Þórshöfn á Lang- anesi. Viðskiptaráðherra sagði að hætt væri við afnám sjóðsins við núverandi aðstæður. Flutningsstyrkir víða um land Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að misþyrma tólf ára dreng. Maðurinn elti drenginn við Sandgerðisskóla. Þegar hann náði drengnum réðst hann á hann með höggum í höfuðið. Drengurinn hlaut talsverða áverka í andliti og á handlegg sem hann bar fyrir sig til að verjast höggunum. Hann var bólginn, marinn og með eymsli eftir högg mannsins. Atburður- inn átti sér stað í nóvember á síðasta ári. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Elti og lúbarði tólf ára dreng Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Einar Kristjánsson, framreiðslumaður sölumaður hjá RV Á til boði í nóv emb er 20 07 Serv íettu r, dú kar, d iskam ottu r, yfird úkar og k erti Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, dúkum, diskamottum, yfirdúkum og kertum. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Júpiter ÞH fékk nýlega 1.500 tonna síldarkast í Grundarfirði sem er eitt prósent af 150 þúsund tonna aflamarki í íslenskri sumargotsíld. Mokveiði er hjá skipunum og megnið af 44 þúsund tonna síldarafla þessa fiskveiðiárs hefur verið veitt í firðinum. Aðeins er tekið á móti síld til vinnslu á Austur- landi og í Vest- mannaeyjum, sem þýðir miklar siglingar fyrir skipin. Sumargotsíldin veiddist aðallega fyrir sunnan land á síð- ustu vertíð og eru það nýmæli að svo mikil veiði sé við Vesturland. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, segir að mokveiði hafi verið á miðunum við Grundarfjörð í síðustu veiðiferð, enda hafi þeir fyllt lestar skipsins í einu kasti. „Þetta voru örugglega eitthvað um 1.500 tonn en við tókum 800. Það sem af gekk fór um borð í Hugin og Bjarni Ólafsson.“ Ólafur segir að vel gangi hjá skipunum ef þeir sleppa við að rífa nótina. „Þar sem veiðin er núna er tíu til tólf faðma dýpi en við erum með nót sem er um 100 faðmar. Það eru því margir sem lenda í að rífa veiðarfærin.“ Það er ekki vinsælt hjá skipstjór- um síldarskipanna að fá risaköst eins og það sem Júpiter fékk. „Það kemur fyrir að menn fá svona stór köst en það er oftar en ekki að nótin rifnar og slitnar. Þetta er oft ekkert nema bras og það var meira í nót- inni hjá okkur en við náðum að dæla.“ Júpiter var að landa í Vestmanna- eyjahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af Ólafi. Aðeins er tekið á móti síld til vinnslu í Vestmanneyjum og nokkrum Austfjarðahöfnum. Stímið hjá skipunum frá Grundar- firði og austur er um og yfir þrjátíu klukkustundir en Haraldur Jörgen- sen hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað segir að nýir síldarbátar með kælilestar tryggi gott hráefni. Síld hefur ekki veiðst lengi fyrir Vesturlandi í eins miklu magni og á yfirstandandi vertíð. Í fyrra veidd- ist síldin aðallega á svæðinu frá Hrollaugseyjum vestur að Reykja- nesi eða 81 þúsund tonn. Í berg- málsmælingum Hafrannsókna- stofnunarinnar í janúar varð einungis vart við síld við sunnar- vert Snæfellsnes og í Grundarfirði, en hvorki fannst þá síld fyrir austan né á aðalsvæði vertíðarinnar í fyrra fyrir sunnan land. Þá mældust um 618 þúsund tonn í Grundarfirði af 785 þúsund tonnum sem mældust af fullorðinni síld. Helst er talið að síldin haldi sig í kaldari sjó við Vesturland en er á hefðbundnari veiðisvæði. Síldarskipin fá risaköst í Grundarfirði Mikil síldveiði hefur verið í Grundarfirði frá því í byrjun október. Júpiter ÞH fékk kast nýlega sem jafngildir einu prósenti af útgefnum kvóta. Síldveiði hefur ekki lengi verið svo mikil vestra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.