Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 20

Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 20
nám, fróðleikur og vísindi Námið býður upp á marga möguleika eTwinning kallast liður í nýrri menntaáætlun Evrópusambands- ins – Lifelong Learning Program – og gengur út á að koma á rafrænu skólasamstarfi milli Evrópulanda í gegnum internetið. Guðmundur Ingi Markússon, hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, er fulltrúi eTwinning á Íslandi en áætlunin tekur mið af skólastarfi í grunn- og framhaldsskólum. „Okkar hlutverk er að kynna þessa áætlun fyrir skólum og kenn- urum og fá þá til að taka þátt,“ segir Guðmundur Ingi. „Í eTwinn- ing má finna verkefni fyrir allar kennslugreinar þannig að mögu- leikarnir eru miklir. Sem dæmi má nefna að Varmárskóli í Mosfellsbæ var í samstarfi við skóla á Spáni, þar sem nemendur báru saman menningararf Íslands og Spánar; krakkarnir söfnuðu semsagt upp- lýsingum og skiptust síðan á kynn- ingum á netinu.“ eTwinning var hleypt af stokk- unum árið 2005 í kjölfar þess að leiðtogar ESB auglýstu eftir að búinn væri til vettvangur sem auð- veldar evrópskum skólum að vinna saman í gegnum internetið. Guð- mundur Ingi segir að áætlunin sé um margt sérstök. „Þótt hún sé á vegum ESB er þetta mjög óform- leg áætlun því það var lagt upp með að lágmarka alla skriffinnsku í kringum hana. Fyrir vikið eru engir sérstakir umsóknarfrestir eða skýrslugerð. Skólar og kennarar geta haft samband við okkur og fengið leiðbeiningar hjá okkur endurgjaldslaust. Þá fá þeir strax aðgang að gagnagrunn yfir alla kennara og skóla sem eru í eTwinning.“ Ísland hefur tekið þátt í áætlun- inni frá upphafi en Guðmundur Ingi segist hafa orðið var við stóraukinn áhuga í haust. „Við vorum með kynningarátak í haust, svokallaða eTwinning-viku, þá var mikil aukn- ing, skráðum kennurum fjölgaði um sjötíu prósent og verkefnum fjölgaði um níutíu prósent. Það er mikil uppsveifla í upphafi þessa skólaárs og er enn, og við hlökkum mikið til vetrarins.“ Nánari upplýsingar um áætlun- ina má finna á vefsíðunni etwinn- ing.is. eTwinning í uppsveiflu Fyrir ári kom upp sú hugmynd að stofna þyrfti allsherjarsamtök fram- haldsskólanema. Stofnþing Sambands íslenskra fram- haldsskóla var haldið nú í haust. Formaður félagsins er Gabríela Unnur Einars- dóttir, ritari Keðjunnar, nemendafélags Kvenna- skólans í Reykjavík. „Við viljum til dæmis búa til hlut- lausa kynningu á því námi sem í boði er og koma í veg fyrir for- dóma gegn iðnnámi,“ segir Gabríela um markmið félagsins. Í upphafi samstarfsins milli iðn- og bóknámsskóla fór af stað umræða um viðhorf til iðn- og starfsnáms. „Áhersla kennara og foreldra er yfirleitt á stúdentspróf. En það er líka flott að fara í iðnnám og það er vel hægt að verða eitthvað úr því.“ Félagið fór nýlega í samstarf með mennta- og heilbrigðisráðu- neyti og lýðheilsustöð um for- varnastarf í framhaldsskólum. Gabríela telur forvarnir vera afar mikilvægar og þá sérstaklega vegna kannabisefna. „Ég held að viðhorfið gagnvart hassi og grasi verði sífellt létt- vægara. Áfengisneysla er vanda- mál, en leggja ætti meiri áherslu á forvarnir gegn fíkniefnum.“ Annað baráttumál SÍF er að nemendur fái fulltrúa í vinnu- nefndir menntamálaráðuneytisins og komi að endurskoðun fram- haldsskólalaga, sem fer fram um þessar mundir. „Við erum ekki með fulltrúa í þeirri vinnu, en þar er til dæmis rætt um breytingar á reglum um samskipti nemendafélaga og skólastjórnar, sem eru okkur gríðarlega mikilvæg. Við reynum samt að hafa áhrif með því að senda inn tillögur og ábendingar.“ Þegar ákveðið var að stofna nýtt félag vann starfshópur að undir- búningi þess í um eitt ár. „Við vildum fara rólega í að undirbúa félagið svo að grunnur- inn yrði sterkur. Við þurftum að ráða til okkar starfsmann og finna húsnæði og nafn á félagið.“ Skrifstofa SÍF er í gamla hús- næði Iðnnemasambands Íslands sem lagt var niður þegar skólarnir sameinuðust í nýju félagi. Meginþorri framhaldsskóla er í félaginu og standa aðeins sex skólar utan þess, flestir á höfuð- borgarsvæðinu. Gabríela hefur þó trú á því að skólarnir muni að lokum ganga til liðs við SÍF. „Þau höfðu ekki næga trú á þessu félagi og töldu að hagsmun- um þeirra yrði betur borgið utan SÍF. Ég hef þó trú á að það muni breytast og að lokum verið til eitt stórt félag framhaldsskólanema.“ Viðhorfið til kannabis verður sífellt léttvægara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.