Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 30
Við mörlandar höfum gjörnýtt landsins gæði til að geta lifað af. Bændur hirtu alla snærisspotta og létu sauðféð naga alla bletti, en sjálfir felldu þeir skógana. Svo grófu menn sig niður í jörðina, bókstaflega, með því að byggja torfbæi djúpt og refta með rekaviði og þakið úr torfi. Þannig drógu menn svörðinn yfir sig eins og sæng og bæir líkt- ust þúftum. Útlendir menn dáðust að nýtingunni. Eldsneyti var mór og tað, en eftir að kolin komu breyttist allt og varð kolvitlaust. Fyrir 100 árum var mikil fátækt og örfá heimili hæf til að hýsa stórmenni. Heimspekingurinn Wittgenstein undraðist þá, að menn gætu yfir- leitt lifað í landinu. Á ferð um Suðurland gat hann skermað sig af frá glaumi og glundri menningar- innar og hugsað skýrt. Áreitis frá kapphlaupi iðnjöfra gætti ekki og Baróninn frá Hvítárvöllum boðaði meiriháttar hagræðingu í land- búnaði og fékk engu framgengt; dapurleg örlög hans eru samtvinnuð sögu Íslands. Já, hagræðing í landbúnaði var dauð hugmynd og er að hluta enn. Og Einar Benediktsson lifði á rangri öld með Titan- félagið. – En breyting- ar voru í nánd, höfn í Reykjavík og gufu- skip. En svo breytti jarðvarminn öllu. Á millistríðsárunum hófu menn lagningu leiðslna fyrir heitt vatn frá Reykjalundi til bæjarins og það var sem hendi væri veifað. Jarðhiti til að kynda heila borg var bylting. Svo tók Jóhannes Zoëga í HR við og bauð Reykvíkingum upp á ódýrasta heitavatn sögunnar. Saga Íslendinga er íbland orku- annáll. Orkan er háð ýmsum lögmálum, sem eru torskiljanleg. Sérstak- lega er fyrirbærið entrópía dular- fullt; stuðull sem varðar orkutap við flutning frá einu ástandi til annars. Hjálmari Árnasyni fv. þingmanni var næsta ókunnugt um þennan tapstuðul og rak áróður fyrir vetni sem eldsneyti. Það virt- ist undursamlegt, útöndun hreint vatn. En í reynd gefur það nýtingu orku 25% og engar tilsnikkanir duga til að breyta lögmálum. Nýorkufyrirtæki geta svosem prófað vetnisbíla með niður- greiddu rafmagni og svo reiknað út tapið. – En nú er upphafinn nýr vísdómur. Ísland hefur getið sér orðs sem fyrirmynd í nýtingu jarðvarma og kaupahéðnar tala trútt og ferðamönnum er ekið til Geysis. Iðnaðarráðherra telur, að Íslendingar geti fjárfest í jarð- varma í Filippseyjum og Indónesíu fyrir 200 milljarða á ári í 10 ár. Jahérna! Fjórföld fjárlög Íslend- inga. En það er tilviljun og auka- atriði, að þessi lönd eru þau spillt- ustu í Asíu. Á Filippseyjum hefur helmingur landsmanna innan við 2 dollara á dag og fæstir eru tengdir rafmagni. Ráðherrann hefur vís- ast slegið pesosinn vitlaust inn í tölvu eða reiknað með álfram- leiðslu. Hafa pílárar Geysis Green Energy (GGE), lítillætið leynir sér ekki, reiknað með kaupmætti fólksins eða notað tölur frá Alfreð Þorsteinssyni um risarækjueldi sem aukaafurð? Með því að nýta jarðgufu til rafmagnsframleiðslu er nýting heil 15% og 85% renna í sjóinn, en tæpast brúka menn kyndingu í hitabeltinu. Vel má vera að iðnaðarráðherra, sem bloggaði sjálfan sig sem pólitískt villidýr, hafi áttað sig á þessu í hanastélum og hæfir þá skel kjafti. Gera verður greinarmun á inn- fæddum og verkfræðingunum á Bæjarásnum með kaupréttar- samninga. Ætla menn sér að næla í þróunaraðstoð eyjaskeggjanna í kompaníi með GGE? Það væri vangadans við krókódíla. Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt spurði hvað það væri, sem verið er að selja. Óefnislegur mann- auður upp á 10 milljarða? Hver er þess umkominn að hantera með og selja erfðagóss Jóhannesar Zoëga? Er það kannski kaupréttaraðall- inn? – Höfum við sérstakan orku- forseta, sem slær um sig í austrinu? Eða einhverjir úr kaupréttarliðinu eða vetnis- forkólfar? Þegar rætt er um orku og umhverfi er stutt í eldsneyti, en engin fær leið er til að fram- leiða það með rafmagni. Losun tví- sýrings í löndunum er vegna brennslu jarðefna í farartækjum og varðar ekkert áform OR og GGE. Forsetinn hefur misskilið orkuframtak Íslendinga og hand- tak Pútins og íslensks prófessors nýlega í Moskvu. Ný gufuvirkjun jafngildir ekkert minni losun. – Ekki vantaði hávaðann vegna vetnismála þegar fv. iðnarráð- herra ók um í vetnisbíl, en sagði nýlega í sjónvarpi, að orkubrans- inn væri haldinn flottræfilshætti. Rektor HÍ setur honum það mark- mið að verða einn af 100 bestu heims. Greinileg kommuvilla eins og hjá Össuri, nema markmiðin séu þeim mun heimóttarlegri í heim- spekideild og fornritagrúski. Fyrst er að komast í hóp 1000 bestu. Helstu háskólar hafa allir fjölda til- raunastofa í vísindum og sæg af fræðimönnum. En í HÍ stika menn auða gangana, en eru þó að sækja í sig veðrið með nýjum greinum. Í uppsiglingu er LÍÚ-deild, en þegar er sérstök staða í kvótarétti, greidd af LÍÚ og er sjálfstæð. Síðan má benda á kennslu í skottulækningum, en þegar eru fv. kennarar farnir að selja snyrtivörur, sem fólk á að telja að séu lyf, við öllum kvillum í liðum og erfiðu þvagláti. Íhalds- samir læknar viðurkenna ekki óhefðbundin lyf úr íslenskri nátt- úru og verður því deildin að vera sjálfstæð. Einn selur megrunarlyf, eins konar vítamínbætt alfa alfa. Megrunarkúrar eru nú vel við hæfi þegar einstakir menn eru að gera allt vitlaust í orkumálum. Höfundur er efnaverkfræðingur. Beastiae publicas Það er gott og virðingar-vert að þau hjónin Sig- ríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson skuli hvetja til umræðu um þróunaraðstoð, eins og þau gerðu í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu sunnu- daginn 4. nóvember sl. Ég vil hér með hrósa þeim og þakka fyrir það. En umræða um þróunaraðstoð er þó lítils virði og jafnvel skaðleg ef hún er ekki laus við fordóma og rangfærslur. Ég segi þetta þar sem að mér fannst tónninn í umræddu viðtali afar neikvæður og frekar til þess fallinn að ýta undir sleggjudóma og ranghugmyndir um þróunarlönd og þróunaraðstoð en að stuðla að málefnalegri umræðu. Alhæfingar, sem þar var að finna og virðast byggðar á reynslu þeirra hjóna af því að lifa og starfa um eins árs skeið á einum stað í einu landi, fannst mér til þess fallnar að vekja þær hugmyndir hjá lesandanum að framtakslausir og spilltir Afríku- búar standi með hendurnar útréttar og bíði eftir því að við Vesturlanda- búarnir „dælum“ eða „ausum“ í þá peningum. Og ályktunin getur varla orðið önnur en sú að best sé að hætta „að gefa þeim peninga“. Það skal skýrt tekið fram að mér er fullkomlega ljóst að þróunar- aðstoð er ekki ævinlega beint þangað þar sem þörfin er brýnust og að hún skilar alls ekki alltaf til- ætluðum árangri. Það er almennt viðurkennt að of stór hluti þeirrar aðstoðar sem ætluð er Afríku fer í að greiða ráðgjöfum og starfs- fólki þróunarstofnana. Matvælaaðstoð sem ekki er veitt til að bregð- ast við neyðarástandi gerir líka oft meira ógagn en gagn því hún hefur neikvæð áhrif á innlenda matvælafram- leiðslu. Þá er það hárrétt sem þau hjónin segja um mikilvægi þess að stutt sé við menntun, enda er það nú svo að nær allar þróunarstofnanir leggja mikla áherslu á að gera það. Ég held að raunveruleikinn sé annar og jákvæðari en mér finnst umrætt viðtal gefa til kynna. Í þróunarlöndum hafa almennt orðið verulegar efnahagslegar og félags- legar framfarir á seinni árum og er Afríka þar ekki undanskilin. Mennt- un og heilsufar fer víða batnandi. Það er ekki rétt sem fram kemur í viðtalinu við þau Sigríði og Sigurð að barnadauði hafi aukist í þróunar- löndum. Á undanförnum árum og áratugum hefur sem betur fer dregið verulega úr honum, jafnvel í Malaví, en þó er hann ennþá skelfi- legt vandamál. Orsakir og drifkraftar efnahagslegra og félags- legra framfara eru auðvitað margar og samverkandi en umfangsmiklar nýlegar rannsóknir benda til þess að í löndum þar sem stjórnvöld halda skynsamlega á málum skili þróunar- aðstoð verulegum árangri. Raunveruleikinn er líka því miður ansi flókinn. Rétt eins og í ríku löndunum hanga hlutirnir saman og verka hver á annan. Van- nærð hungruð börn eða börn sem þjást af malaríu eiga erfitt með að einbeita sér og taka því ekki vel eftir í tímum. Ekki skánar ástandið ef þau hafa þurft að sækja vatn um langan veg áður en þau koma langa leið fótgangandi í skólann. Allt þetta á auðvitað við um kennarana. Þetta samhengi hlutanna má alls ekki gleymast. Vatn, vegir, næring, heilsa, menntun og ræktun mynda heild og eru grundvöllur lífsgæða. Þar sem ég hef búið og farið um Afríku hef ég hrifist af þrautseigju og dugnaði fólks sem mjög víða býr við svo sára fátækt og svo erfiðar aðstæður að það þarf dag hvern að berjast fyrir lífi sínu og barna sinna. Konurnar í Malaví eru mér t.d. mjög minnisstæðar þar sem þær bogruðu með léleg verkfæri á ökrunum í steikjandi hita, oft með smábörn bundin á baki sér. Þessar konur stóðu ekki iðjulausar með útréttar hendur og sníktu „ölm- usu“. Ég vil að lokum benda á að þróunaraðstoð í formi peninga- úthlutana er mjög lítill hluti alþjóð- legrar aðstoðar. Og þegar talað er um að miklir peningar fari til þróunaraðstoðar í Afríku er hollt að hafa í huga að stríðsreksturinn í Írak kostar meira á hálfu ári en allar þjóðir heims verja á einu ári til þróunaraðstoðar við alla Afríku. Höfundur er kennari. Peningaaustur? Það er gömul aðferð í pólitík að bera andstæðinginn hinum fáránlegustu sökum og láta hann svo hafa fyrir því að bera af sér óhróður- inn. Þessa aðferð notar Ragnar Ólafur Magnús- son vert á Q-bar í Ingólfsstræti þegar hann í viðtali við Frétta- blaðið 1. nóv. sl. ásakar nágranna sína um fordóma gagnvart samkynhneigðum þegar þeir kvarta undan hávaða og ónæði frá gestum hans. Hann hefur haldið því fram í nokkrum viðtölum að verið sé að reyna að bola þeim burt vegna þess að gestirnir séu samkynhneigðir en staðreynd málsins er hinsvegar sú að síðan Q-bar opnaði hefur hávaðinn frá staðnum aukist til muna. Líklegasta skýringin fyrir því er sú sem Ragnar Ólafur til- tekur sjálfur í við- talinu, að 2-3.000 manns skemmta sér þar um hverja helgi en það eru mun fleiri en sóttu fyrirrennara stað- arins, Ara í Ögri, sem var fremur rólegur staður. Q-bar er í jaðri íbúðabyggðar og okkur íbúun- um finnst nóg komið af hávaða- sömum skemmtistöðum í Ing- ólfsstræti, sem meðeigandi Ragnars Ólafs kallaði eftir- sóttasta horn næturlífsins í öðru viðtali. Það var ástæðan fyrir undirskriftalista nágrannanna gegn löngum opnunartíma en ekki kyn- hneigð gestanna. Íbúar miðbæjarins eru sein- þreyttir til vandræða og mér er til efs að í öðrum borgar- hlutum sé fordómalausara fólk enda höfum við þolað yfirgang veitingamanna meira og minna möglunarlaust á annan áratug. Ég held að málstaður homma og lesbía eigi á fáum stöðum meiri samúð en hér og þess vegna sárnar mér þegar Ragnar Ólafur notar slíkar smjörklípuaðferðir í málefna- fátækt sinni. Höfundur er íbúi í miðborginni. Að bola burt hommum ...mér er til efs að í öðrum borgarhlutum sé fordóma- lausara fólk enda höfum við þolað yfirgang veitinga- manna meira og minna mögl- unarlaust á annan áratug. Úrval og fagleg ráðgjöf 19”– 65”háskerpusjónvörp á frábæru verði WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Kíktu við í verslun okkar og svalaðu þorstanum með ískaldri Coke í gleri á meðan þú skoðar nýjustu sjónvörpin! Týpa: PV70 189.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. 42” plasmaTILBOÐ MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.