Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 40
 15. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið kópavogur Reyni Carli Þorleifssyni bak- ara var ekki spáð góðu gengi þegar hann opnaði bakarí á Dalvegi í Kópavogi. Nú eru bakaríin orðin þrjú og svo getur farið að hann opni það fjórða í Bandaríkjunum er fram líða stundir. Reynir Carl Þorleifsson bakari hefur séð Kópavogsbúum fyrir kökum og kræsingum síðan árið 1994, en þá hóf hann rekstur á bakaríinu Reynir bakari á Dalvegi 4 ásamt eiginkonu sinni, Jennýju Þóru Eyland. Margir spáðu bakar- íinu reyndar skammlífi og þá helst vegna staðsetningar. En áhætt- an borgaði sig og nú eru bakaríin orðin þrjú. „Ég var búinn að hvíla mig á bakstri í nokkur ár, en fann þörf- ina að nýju og fór að skoða skipu- lagið í Kópavogi. Þá sá ég að Dal- vegur yrði aðalæð í Kópavogi í framtíðinni. Svo fann ég hérna hús í hverfinu sem stóð autt og falað- ist eftir því að fá það leigt. Þá var bara hlegið að mér, þar sem hér var ekkert í kring,“ rifjar Reyn- ir upp. Ekki stóð þó á því að Reynir fengi húsnæðið leigt undir starf- semina og þremur árum eftir opnun keypti hann það. Fyrstu árin virtust hrakspárnar þó ætla að rætast því ekki var sála á kreiki. Til marks um það segir Reynir eig- inkonuna, sem sinnti afgreiðslu- störfum, aldrei hafa prjónað jafn margar lopahúfur um ævina. „Þetta breyttist síðan með bygg- ingu Smáratorgsins,“ heldur hann áfram „Þá fór allt á fullt skrið og nú eru viðskiptin alltaf að aukast. Svo hefur byggð risið hér í kring, sem breytti ýmsu.“ Aðspurður hvað Kópavogsbúar séu helst sólgnir í, svarar Reyn- ir að það séu ekki sætindin eins og margan gæti grunað, heldur brauðin. „Þau njóta vaxandi vin- sælda. Við erum alltaf að auka fjölbreytnina og bjóðum nú upp á speltbrauð og alls kyns korna- brauð. Fyrir fimmtán árum þýddi ekki að bjóða fólki slíkt. Nú eru brauðin aðalsöluvaran.“ Innflutt vara er í algjöru lág- marki í bakaríinu enda segist Reynir vilja skapa sér sérstöðu með því að baka flest á staðnum. Svo virðist sem bragðið hafi hrifið þar sem Reynir rekur nú tvö bak- arí í Kópavogi, en hitt er í Hamra- borg, og það þriðja á Flórída í samstarfi við fleiri. Var það opnað í vor við ágætis undirtektir. „Við ætluðum að fara út í heilsuvöru en Bandaríkjamenn eru miklir sæl- kerar; fara í kleinuhringi á morgn- ana, ólíkt okkur sem kaupum rún- stykki og brauð. Þeir eru þó hrifn- ir af ýmsu hjá okkur.“ Að svo sögðu má Reynir ekki vera að því að spjalla lengur. Það er brjálað að gera á Dalvegi og síðan er bakarinn að undirbúa ferð til Bandaríkjanna sem gæti leitt til þess að hann opnaði þar annað bakarí. Hann vill þó ekki fara nánar út í það að sinni, en lofar að láta vita hvaða stefnu málin taka. - rve Áhættan margborgaði sig Hjónin Reynir Carl Þorleifsson bakari og Jenný Þóra Eyland reka bakaríið Reyni bakara í Kópavogi. Flestir spáðu því skammlífi en þær hrakspár gengu ekki eftir og hafa þau hjónin ekki undan við að afgreiða alls kyns kræsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hillurnar svigna undan alls konar kræs- ingum, þar á meðal rjómakökum og öðrum sætindum. Í Kópavogi eru starfrækt tvö fé- lagsheimili þar sem félagsstarf aldraðra fer fram. Félögin heita Gjábakki og Gullsmári og er opið frá klukkan 9 til 17 alla virka daga. Þar er hægt að setjast niður yfir kaffibolla og heimabökuðu meðlæti, lesa dagblöðin, horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp og ræða málin. Þá er einnig boðið upp á fjöl- breytt félags- og tómstundastarf og má þar nefna Söngvini, sem er kór aldraðra í Kópavogi, handa- vinnu, líkamsrækt og áhugamanna- hópa þar sem fólk með ákveðin áhugamál vinnur á sínu sviði. Hádegisverður er framreiddur frá 11.40 til 12.20 alla virka daga en hann þarf að panta fyrir klukk- an 10. Eins er hægt að fá hádegis- mat sendan heim. Félagsheimilin eru opin fólki á öllum aldri, óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki sem búsett er í Kópavogi. - ve Félagsstarf aldraðra Hægt er að fá útrás fyrir áhugamálin í Gullsmára, félagsmiðstöð fyrir aldraða sem rekin er í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óhætt er að segja að dagskráin í tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi hafi verið með fjölbreyttara móti í nóvember og þar virðist ekki ætla að verða neitt lát á. Meðal þess sem boðið verð- ur upp á í mánuðinum eru hljóm- sveitin Mannakorn, sem spilar í kvöld, 15. nóvember, söngtónleik- ar með lögum Atla Heimis Sveins- sonar við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar, þar sem flytjendur verða Hulda Björk Garðarsdóttir sópran- söngkona og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór, útgáfutónleikar Leone Tinganelli, píanótónleikar Liene Circene, Fagott í forgrunni og fleira. Ekki verður slegið slöku við í desembermánuði en þá verður boðið upp á einleikslög eftir Jón Ásgeirsson tónskáld og tónleikana „… víst er Albeniz betri en Bach …“ með Jóni Guðmundssyni gítar- leikara. Það er því um að gera að kíkja á einhvern af hinum fjölbreyttu og skemmtilegu dagskrárliðum sem Salurinn hefur upp á að bjóða. - hs Eitthvað fyrir alla í nóvember Margt er á döfinni hjá Salnum í Kópa- vogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér má sjá kvennasveit Gerplu en meðlimir í félaginu stóðu sig með glæsibrag á alþjóðlega mótinu Malar Cup sem fór fram í Stokkhólmi á dögunum. Iðkendur úr meistarahópi í áhaldafimleikum í íþrótta- félaginu Gerplu í Kópavogi þóttu standa sig með sóma á alþjóðlega mótinu Malar Cup sem haldið var í Stokkhólmi fyrir skemmstu. Heimamenn mega vera stoltir af sínu fimleikafólki. Iðkendur úr meistarahópi í áhaldafimleikum hjá Ger- plu stóðu sig með glæsibrag á alþjóðlega mótinu Malar Cup í Stokkhólmi á dögunum. Átta strákar og fimmtán stúlkur kepptu á mótinu og unnu stúlk- urnar til silfurverðlauna í liða- keppninni en alls tóku 24 lið þátt í mótinu. Thelma Rut Hermannsdóttir varð önnur í fjölþraut á mótinu og var önnur tveggja sem náðu að komast í úrslit á öllum áhöldum. Hún vann til bronsverðlauna á tví- slá og hafnaði í fjórða sæti á gólfi og slá, auk þess að verða í fimmta sæti í stökki. Sigrún Dís Tryggvadóttir varð í sjöunda sæti í fjölþraut og komst í úrslit bæði á gólfi og slá þar sem hún hafnaði í sjötta og fimmta sæti. Þá komst Harpa Dögg Stein- dórsdóttir í úrslit á tvíslá og náði þar fimmta sæti. Loks náði Linda Björk Árnadóttir frábær- um árangri á mótinu miðað við að keppa þar á sínu fyrsta alþjóðlega móti og náði sjötta sætinu í stökki. Strákarnir voru með tvö lið á mótinu og lentu í sjöunda og fjór- tánda sæti í liðakeppninni. Ingvar Jochumsson vann brons- verðlaun í fjölþraut og varð sjötti í fjölþraut og félagi hans Magnús Jónasson varð í sjötta sæti í fjöl- þraut. Árangur Gerplu á mótinu var því allur til fyrirmyndar og stóðu íslensku keppendurnir sig með miklum glæsibrag. Nánar á vef- síðu Gerplu, www.gerplu.is. - sig Góður árangur Gerplu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.