Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 44
 15. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● kópavogur Söngkonan og dagskrár- gerðarmaðurinn Guðrún Gunnnarsdóttir á heima í Kópavogi og hefur sterkar skoðanir á bænum. Hún vill sjá meiri fjármunum varið í menntakerfi og fleiri græn svæði en færri blokkir. Engu að síður vill hún hvergi annars staðar búa. „Ég hef búið hér alla ævi. Flutti í burtu í þrjú ár í heildina séð og átti þá heima á Akureyri og í Reykjavík. Eftir það hef ég búið hér með börnin mín, sem eru nú Kópavogsbúar. Maðurinn minn er úr Reykjavík en mér hefur líka tekist að gera hann að Kópavogs- búa,“ segir Guðrún hlæjandi um mann sinn Valgeir Skagfjörð leik- ara. Guðrún segir það hafa verið gott að alast upp í Kópavogi og svo sé enn þótt bærinn hafi tekið miklum breytingum í seinni tíð. „Ég fór sem krakki í sendiferð- ir í lakkrísgerðina Drift, þar sem Smárinn er nú, og keypti lakkrís í kílóavís fyrir mömmu og skyld- menni úti á landi. Svo keypti maður egg af konu í Suðurhlíðun- um og gjafavöru í Siggubúð, í bíl- skúr þar sem Samúel Örn og Ásta B. Gunnlaugsdóttir búa nú. Frek- ar langt ferðalag fyrir litla mann- eskju. En þetta er allt saman farið í dag.“ Guðrún var ekki há í loftinu þegar hún var farin að þekkja bæinn eins og lófann á sér og sú þekking jókst þegar hún byrjaði í bæjarvinnunni. „Ég malbikaði hér göturnar, svo ég veit nánast hvar allar götur eru í Kópavogi,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún hafi unnið talsvert fyrir bæinn. Flokkað póstinn um jólin og fleira. Eins og fyrr sagði flutti Guð- rún um tíma úr Kópavogi og var það ekki fyrr en hún hafði eign- ast eigin fjölskyldu að hana lang- aði aftur á heimahagana. „Þá bjó ég á Skólavörðustíg og fannst það fáranlegar aðstæður fyrir tvö lítil börn,“ segir hún. „Mér fannst svo mikið vesen að klæða þau upp og þurfa að fara niður í Hljómskála til að nálgast einhver græn svæði. Þess vegna flutti ég í Smárann í Kópavogi. Hverfið var nýtt, allt fullt af engjum, fíflum, bílastæð- um og rólegt um að vera. Þar bjuggum við í tólf ár áður en við fluttum í gamla austurbæinn.“ Guðrún er ánægð í austurbæn- um og segist ekki einu sinni geta hugsað sér að flytja í vesturbæ- inn, þótt henni þyki vænt um hann. Sérstaklega þótti henni það afleit hugmynd þegar til stóð að gera gagngerar breytingar á Kársnesi. En þrátt fyrir ánægju með um- hverfið segist hún engu að síður sakna grænna svæða, sem fækki á meðan blokkum fjölgar, og finnst mikilvægt að halda í þau. „Það er eins og menn sjái ekki nógu langt fram í tímann, held- ur vilji bara græða sem mest á landinu sem eftir er. Mér finnst fáránlegt að reisa eitthvað hærra en þrjár hæðir á Íslandi. Á meðan er ekki nógu miklum fjármunum varið í innra líf bæjarins,“ segir Guðrún og er greinilega mikið niðri fyrir. „Til dæmis má bæta þjónustu í skólum hvað börnin varðar og verja meiri fjármunum í innra starf. Ég man bara eftir því sem krakki þegar ég byrjaði að æfa hand- og fótbolta með Breiða- bliki, að það kostaði nánast ekki neitt. Kópavogur gekk náttúru- lega undir nafnin félagsmálabær og ekki að ósekju. Hér ríkti mikil jafnaðarstefna og það var séð til þess að börn og unglingar hefðu það gott. Ég sakna þess í allri uppbygg- ingunni. Það koma upp ýmis vandamál hjá börnum og ungling- um þegar bæjarfélög vaxa hratt. Það mætti alveg verja meira fé í að leysa úr því í skólastarfinu, ásamt því að gera listgreinum hærra undir höfði. Svo má alltaf gera betur við eldri borgara. Vilj- ann vantar ekki en það þarf mann- afla til að koma þessu til skila. Menn hafa svolítið gleymt sér í steinsteypunni,“ segir hún. Á heildina litið er Guðrún þó sátt og segir einstaka samkennd ríkja í bænum. „Andinn er mjög góður og ekki óalgengt að fólk spjalli hvað við annað úti í búð. Þetta er svo mikill bær, öfugt við það sem margir halda. Alls ekkert úthverfi eins og Kópavogur hefur gjarnan verið stimplaður.“ Guðrún segist efast um að flytja úr bænum, að minnsta kosti héðan af. Þó sé best að segja aldrei aldrei. Hugsanlega gæti henni þó snúist hugur ríði eitthvert skipu- lagsslys yfir. Það verði framtíðin ein að leiða í ljós. - rve Í bænum ríkir mjög góður andi Guðrún Gunnarsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Skagfjörð, og dætrunum Elísabetu, 13 ára, og Önnu Hjördísi, 15 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.