Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 46
 15. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið kópavogur Dimmalimm, eða Kisa eins og hún kallast í daglegu tali, er um margt óvenjuleg læða. Ólíkt flestum köttum vill hún ekki fara út fyrir hússins dyr og geltir þar að auki eins og hundur. Kisa er tveggja ára útiköttur sem hefur alla tíð verið frjáls sinna ferða. Síðasta sumar hætti læðan að vilja fara út og gerir það ekki nema í fylgd móður eiganda síns, en sú heitir Álfheiður Sigfús- dóttir. Skiptir engum togum þótt gluggar hússins séu opnir upp á gátt. Út fer kötturinn ekki án Álf- heiðar og aldrei svo heimilið sé úr augsýn. „Það þýðir ekkert að fara með hana út og skilja hana eftir. Þá fer hún bara í fýlu. Hún fer hins vegar með mér út í garð kalli ég á hana,“ segir Álfheiður sem skil- ur ekkert í þessari hegðun kattar- ins frekar en aðrir meðlimir fjöl- skyldunnar, sem býr í vesturbæ Kópavogs. „Ég fór út í garð í sumar og bankaði í gluggann svo hún kæmi út,“ nefnir Álfheiður sem dæmi. „Hún gerði það og var eitthvað að sniglast í kringum mig. Svo þurfti ég að sækja eitthvað inn og fór hringinn í kringum húsið til þess. Þegar ég kom inn blasti köttur- inn við mér. Þá hafði hún flýtt sér aftur inn. Ég fór svo út aftur og bankaði í glerið. Þá kom hún út í garð.“ Álfheiður segist aldrei hafa heyrt að kettir vilji ekki fara út. Stundum veltir hún fyrir sér hvort ástæðuna megi rekja til þess að hundur bjó þar sem læðan kom í heiminn, en hún virðist hafa lært af honum ýmsa takta. „Það var hundur þar sem Kisa fæddist. Stundum sækir hún dót eða rusl og labbar út um allt með það í kjaft- inum eða fylgir mér hvert fótmál. Alveg eins og hundur.“ Blaðamaður spyr þá hvort ekki hefði verið nær að skíra köttinn upp á nýtt, Hvutta í stað Kisu. „Eða kannski bara Snata,“ svarar Álfheiður hlæjandi en segist ekki eiga von á því. Svo virðist sem útiveran sé þó ekki hið eina sem fellur Kisu illa í geð. Aðrir fjórfætlingar fá ekki beint konunglegar mót- tökur þegar þeir reka trýnið inn á heimilið og eins gerir Kisa mikinn mannamun. „Hún heilsar ekkert hverjum sem er,“ segir Álfheiður. „Til dæmis ef krakkarnir fá vin- ina í heimsókn og þá sérstaklega strákurinn. Þá forðar kötturinn sér. Hún er lítið fyrir karlmenn finnst manni. Heilsar frekar upp á konur og er mjög hrifin af einni vinkonu minni.“ Blaðamanni spyr þá hvort fjöl- skyldunni skyldi aldrei hafa dottið í hug að leita til atferlisfræðings til að ráða bót á þessum vanda. „Nei, ég kann ágætlega við Kisu eins og hún er,“ svarar Álfheið- ur. „Hún er bara pínulítið sérstök. Hálfgeltir þegar hún sér hrafna og aðra fugla, eins og hundur myndi gera. Annars er hún mjög góð. Situr mikið hjá mér og sefur til skiptis hjá okkur mæðgunum, mér og dóttur minni, Karen Önnu Erlingsdóttur, sem er eigand- inn. Kisa er bara félagsdýr út frá sínum forsendum.“ - rve Köttur sem heldur að hann sé hundur Karen Anna Erlingsdóttir með læðuna Kisu sem er enginn venjulegur heimilisköttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kópavogsbær er aðili að nýju og spennandi verkefni sem miðar að eflingu jafnréttis- og kynja- sjónarmiða í starfi leik- og grunnskóla. Að verkefninu standa einnig félagsmálaráðuneytið, Jafnrétt- isstofa, sem hefur umsjón með því, Jafnréttisráð, Reykjavíkur- borg, Hafnarfjarðarkaupstaður og Akureyrarkaupstaður. Meginmarkmið verkefnis- ins er að efla jafnréttisfræðslu, samþætta kynjasjónarmið í kennslu og auka upplýsinga- flæði um jafnréttismál. En með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tæki- færi til að taka ákvarðanir um framtíð sína á eigin forsendum, óháð staðalmyndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali. Sett verður upp vefsíða þar sem upplýsingar um jafnréttis- fræðslu verða aðgengilegar, auk upplýsinga um verkefni sem nota má í skólastarfi. Einnig verða leik- og grunn- skólum falin tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála og vefsíðan notuð til kynningar á þeim. Nánar á heimasíðu Kópavogs- bæjar, www.kopavogur.is - þlg Jafnréttiskennsla í leik- og grunnskólum Í Kópavogi er nú unnið að eflingu jafnréttisfræðslu og samþættingu kynjasjónar- miða í leik- og grunnskólum. Smiðjuvegur 74 – 200 Kópavogur – 5 400 600 Reykjalundur – 270 Mosfellsbær – 530 1700 Lónsbakki 2 – 601 Akureyri – 460 1760
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.