Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 47

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 47
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 9kópavogur fréttablaðið Leikfélag Kópavogs fékk fyrir skemmstu afhent nýtt húsnæði undir starfsemi sína að Funalind 2. Fram- kvæmdir standa nú yfir á húsinu en áætlað er að frumsýna þar verk eftir áramót. „Við erum ekki búin að negla niður ákveðið verk eða fastráða leikstjóra. Skiljanlega, með hliðsjón af því að við vitum ekki hversu mikið hægt verður að framkvæma í húsinu,“ segir Gísli Björn Heimisson, formaður Leikfélags Kópa- vogs. „Að öllum líkindum verður þetta þó eitt- hvað í skemmtilegri kantinum, frekar held- ur en stykki sem er þungt í vöfum. Það er samt alveg óráðið. En við erum ákveðin í að fara af stað upp úr áramótum.“ Gísli bætir við að ýmislegt sé þó í gangi, meðal annars námskeið í leikhússporti og svo sé unglingadeildin önnum kafin. Næst á dagskrá er síðan skemmtikvöld fyrir félagsmenn 8. desember næstkom- andi til að bjóða þá velkomna í nýja hús- næðið. Þá munu ýmsir meðlimir félags- ins stíga á svið og svo verður haldin leik- hússportkeppni. Næstu dagar fara því í frekari framkvæmdir á húsinu en fjár- skortur hefur staðið félaginu fyrir þrifum. „Við erum komin með teikningar í húsið og erum að laga það að okkar þörfum,“ segir Gísli. „Hins vegar vantar peninga til að klára. Við höfum fengið styrk frá Kópavogsbæ og erum mjög þakklát. Hins vegar þarf að mörgu að huga og þess vegna komum við til með að leita til aðila innan bæjarins og óska eftir stuðningi. Vonandi gengur það vel.“ - rve Glens frekar heldur en grátur Memento mori var samstarf Leikfélags Kópavogs og Hugleiks. Í versluninni Tvö líf í Kópa- vogi er seldur meðgöngufatn- aður á konur. Auk þess er hægt að finna þar ýmislegt á og fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunn- ar. „Það allra nýjasta hjá okkur í búðinni eru diskarnir Rockaby Baby en þar eru lög þekktustu rokkhljómsveita heims, svo sem Nirvana og Metallica, sett í nýjan og öllu rólegri búning fyrir börn. Diskarn- ir hafa notið mikilla vinsælda,“ segir Ásdís Birta Gunnarsdóttir, eigandi versl- unarinnar Tvö líf. „Svo vorum við að fá til okkar merkið Paige Denim,“ bætir hún við. „Þetta eru vin- sælustu galla- buxurnar í Holly- wood í dag. Þar láta stjörnurnar ekki sjá sig í öðrum gallabuxum og gildir þá einu hvort þær eru barns- hafandi eða ekki.“ Ásdís var önnum kafin við að taka jólafötin upp úr köss- um þegar blaðamaður hafði samband og því viðbúið að nóg verði þar á boðstólum fyrir jólin. Meðal þess er sending af Noopos-fatnaði, sem Ásdís segir vera stærsta fyrirtækið innan þessa geira, og fatnaði frá fyrirtækinu Fragile. „Þetta er meðgöngu- fatnaður sem hentar við öll tækifæri.“ Þess utan fást undirföt og brjósta- gjafafatnaður á konur og eins fatn- aður á börn. Nánar um verslunina á heimasíðunni www. tvolif.is. - rve Rokklög fyrir smábörn Meðgöngufatnaður er seldur í versl- uninni Tvö líf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 22 1 1 4 4 3 3 5 5 6 6 7 7 8 9 10 11 12 8 9 10 Fáðu nánari upplýsingar og tímatöflu á bus.is og kopavogur.is P IP A R • S ÍA • 7 2 0 31 Tómstundavagninn á hálftímafresti allan daginn 1 Félagsmiðstöðin Ekkó v/Kársnesskóla 2 Félagsmiðstöðin Kjarninn v/Kópavogsskóla 3 Félagsmiðstöðin Igló v/Snælandsskóla 4 Félagsmiðstöðin Hóllinn v/Digranesskóla 5 Félagsmiðstöðin Mekka v/Hjallaskóla 6 Félagsmiðstöðin Þeba v/Smáraskóla 7 Félagsmiðstöðin Jemen v/Lindaskóla 8 Félagsmiðstöðin Fönix v/Salaskóla 9 Félagsmiðstöðin v/Hörðuvallaskóla 10 Félagsmiðstöðin Dimma v/Vatnsendaskóla 1 Íþróttahús Kársnesskóla 2 Sundlaug Kópavogs 3 Íþróttahús Kópavogsskóla 4 Íþróttahúsið Snælandi 5 Íþróttahúsið Digranesi 6 Skátaheimilið 7 Íþróttahúsið Smárinn 8 Fífan 9 Kópavogsvöllur 10 Íþróttahúsið Lindaskóla 11 Íþróttamiðst. Versalir, Salalaug 12 Íþróttamiðstöðin Kórinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.