Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 48
 15. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið kópavogur Skotfélag Kópavogs vinnur nú að endurbótum á aðstöðu félagsins með uppsetningu á rafrænum gildrum, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. „Við erum að setja upp nýtt skot- kerfi í húsið í næstu viku. Það er nánast tilbúið, verið að leggja lokahönd á það. Þar með hættum við að skjóta á pappír og munum framvegis gera það í rafrænar gildrur. Fyrir þá sem ekki vita er gildra það sem tekur við byssu- kúlunum. Flest erlend skotfélög notast við slíkar gildrur og loks- ins eru þær komnar til Íslands.“ Þetta segir Steindór Hrannar Grímarsson, formaður Skotfélags Kópavogs, sem hefur ásamt félög- um sínum í félaginu staðið í stór- ræðum að undanförnu við endur- bætur á aðstöðu þess í HK-heim- ilinu á Digranesvegi, sem er á Skálaheiði í Kópavogi. Félagið hefur verið þar frá stofnun árið 1989 og deilir aðstöðunni með lög- reglunni og Landhelgisgæslunni. Að sögn Steindórs eru meðlimir Skotfélagsins 150, en menn þurfa að hafa náð fimmtán ára aldri og greiða árleg félagsgjöld til að geta orðið meðlimir. Meginþorri fé- lagsmanna er karlmenn en Stein- dór telur litla kynningu á starf- seminni vera eina orsök lágs hlut- falls kvenna. Svo er hann ekki frá því að karlar séu í eðli sínu áhuga- samari um skotfimi en konur. Blaðamaður spyr hvort það stafi þá kannski af öllum byssu- leikjunum sem karlar stunda sem drengir. „Alls ekki,“ svarar Stein- dór. „Maður gæti allt eins spurt af hverju spjótkastari kýs að kasta spjóti í stað þess að tefla. Fólk hefur ólík áhugamál. Svo fá menn ekki spennufall á æfingum. Skot- fimi byggist öll á nákvæmni, þótt hún fari eftir skotgreinum. Ástæð- an er sú að auðveldara er að hitta með sumum byssum en öðrum.“ Skotgreinarnar eru þó nokkr- ar og sömu alþjóðlegu reglurnar liggja til grundvallar þeim öllum. Meðlimir geta æft sig á skamm- byssur, loftriffla og fríbyssur svo fátt eitt sé nefnt. Unglingar 15 ára og eldri geta æft og keppt í loft- riffil- og loftskammbyssu-grein- um ásamt 22 hlaupvídda riffil- greinum undir eftirliti þjálfara. Er mælt með að foreldrar fylgist með fyrst um sinn. Í öðrum grein- um er miðað við 20 ára aldur. Leyfi þarf fyrir skammbyssur og að hafa verið skráður meðlim- ur í viðurkenndu skotfélagi í að minnsta kosti tvö ár til að öðlast það. Nokkrir meðlimir hafa farið út að keppa í gegnum Skotsamband Íslands og Ungmennasambandið, en það er óalgengt að sögn Stein- dórs. Að minnsta kosti samabor- ið við aðrar íþróttagreinar, segir hann, og er augljóst að honum finnst að það mætti gera skotfimi hærra undir höfði hérlendis. En af hverju skyldi Steindór hafa heillast af þessari íþrótt? „Minn áhugi vaknaði nú bara eftir að ég fór að slá mér upp með stelpu sem var Íslandsmeist- ari í enskum riffli,“ segir hann og hlær. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Síðan þá hef ég æft allar þessar ólíku skotgreinar og hef ekki orðið fyrir íþróttameiðslum. Það hefur enginn slasað sig í skot- fimi frá upphafi svo vitað sé. Það er meira að segja skráð íþrótta- slys í tafli, þannig að ég held að þetta sé nú eina slysalausa íþrótta- greinin,“ bætir hann við hlæjandi og býður alla velkomna á skotæf- ingar virka daga frá klukkan 20 til 22. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skotfélagsins í Kópa- vogi, www.skot.is. - rve Rafrænar gildrur nýjasta viðbótin Steindór Hrannar Grímarsson er formaður Skotfimifélags Kópavogs og hefur æft skotfimi um árabil. Hann vinnur nú að því að bæta aðstöðu félagsins í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Laugardagurinn 17. nóvember DALTON á PLAYERS Kópavogi laugardagskvöldið 17. nóvember,ein besta stuðhljómsveit landisns heldur uppi geðveiku stuði fram á nótt. Föstudagurinn 16. nóvember VON Von á PLAYERS Kópavogi föstudagskvöldið 16. nóvember, brjálað stuð fram á nótt. Láttu sjá þig, útrætt mál. Jónsi úr hljómsveitinni Í svörtum fötum ásamt Árna óla á PLAYERS fimmtudagskvöldið 15. nóvember, einsatkur viðburður sem gerist aðeins á PLAYERS. Ekki missa af því. Fimmtudagurinn 15. nóvember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.