Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 64

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 64
Frá og með morgundeginum verður sýningin Ferðalok – um manninn, skáldið og náttúrufræð- inginn Jónas Hallgrímsson – opin á sýningartíma í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu, eða alla daga frá kl. 11 til 17. Sýningin ber heiti eins ljóða skáldsins. Hún er sett upp í tilefni af 200 ára fæð- ingarafmælii hans en Jónas fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember árið 1807 og opnar sýningin því fyrir almenningi á 200 ára fæðingarafmæli skálds- ins. Jónasar Hallgrímssonar er jafnan minnst sem listaskáldsins góða. Hann var jafnframt með lærðustu mönnum síns tíma hér á landi. Auk lokaprófs í náttúruvís- indum hafði hann próf frá Bessa- stöðum, studiosus theologiæ, sem gerði hann gjaldgengan til prests- embættis á Íslandi, og candidat- us philosophiæ próf með ágætis- einkunn frá Hafnarháskóla. Jónas var einn stofnenda tíma- ritsins Fjölnis en þau skrif og þýðingar sem þar birtust áttu mikinn þátt í endurnýjun íslensks ritmáls og höfðu langvinn áhrif á menningar- og stjórnmálalíf Íslendinga. Sýningin er gerð að frumkvæði menntamálaráðuneytisins sem skipaði nefnd til að undirbúa afmælishald á árinu. Formaður afmælisnefndar er Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis. Sýningarstjóri og hönn- uður er Björn G. Björnsson. Páll Valsson, höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, skrifaði texta um manninn og skáldið, en Sigurður Steinþórsson jarðfræð- ingur texta um náttúrufræðing- inn Jónas. Margrét Eggertsdóttir, Sveinn Jakobsson og Guðrún Kvaran lögðu einnig til texta. Handrit, myndir, munir og önnur sýningargögn eru frá ýmsum söfnum hérlendis og í Danmörku. Ferðalok Jónasar Sérstaða þessarar bókar er augljós; hún er á ensku, skáldkonan íslensk en ljóðin á tungu Shakespeares. Þetta eru persónulegar vangaveltur heimskonu sem yrkir um sjálfa sig og náttúruna og það sem fyrir augu ber, jafnt heima sem að heiman – Miðsjó, Kafka, Thingvelli (28, 31, 34). Samtíningur – og forsendan einföld; „að ljá hugmyndum sínum vængi, það varðar mestu“(13). En fljúga ljóðin? Eins og engill á póstkorti, lóðrétt. Heimsmynd ljóðanna er dísæt lumma sem bæði er hægt að smjatta á og verða nokkuð bumbult af – ræðst af smekk og sætuþörf. Lífssýnin er ekki flókin; ég er samsemd náttúrunnar, náttúran er unaðsríkur ídyll: „I see a beautiful landscape ... That´s how my life is too“(33), „Life is laughter and peace“(46) – í hráþýðingu: „Sé ég að fögur er hlíðin ... Þannig er ævi mín einnig, Lífið er hlátur og ró“. Bókin er barmafull af þessum frumrómantísku makindum – í Töfragarðinum (38) sest skáldkonan niður við garð bernsku sinnar, ilmandi grafreit, veggirnir hvítir sem vonin, dúfur og dauðir í kór: „All as a whole is in harmony, the life outside embraces the life inside“ – vistin er heildrænt samræmi, lífið utangarðs umfaðmar eilífðina innan veggja. Draumaveröld skáldsins? Hví ekki, ef Jónas Hallgrímsson hefði fæðst í þessari bók hefði hann gengið í stúku og sleppt því að hrasa. Skáldkonunni er nokkuð í mun að sigra fæðingar- hreppinn sinn („alltaf gaman að skreppa í óperuna í útlöndum“ 31) og þvo um leið ímynd skrælingjans, sviðasvipinn (við erum það sem við etum), af fjallkonunni og göfga þannig íslenskt kyn í augum enskumælandi lesenda sinna: „Am still washing the truth and thinking how good it is I didn´t become a farmer´s wife“ (30) – laugar sannleikann og lofar það lán að hafa ekki eignast íslenskan búkarl. „Það hlæja allir að mér þegar ég segist gæti hafa látið mér koma það til hugar að giftast myndarbónda að austan“ segir skáldkonan og reynir að „þvo ímynd hans úr hugskoti sínu“ þótt hann fylgi eins og innmaturinn sviðunum. Þá efast hún um sigurinn; að skola af sér fortíðinni er „eins og að hætta að anda og láta síðan eins og einskis sé vant“ í lífi og starfi og þvætti. Gengur ekki upp. En bíðum nú við – er það ef til vill „dauði, eða bara gleði yfir því að vera á lífi“ (34) að lofsyngja sköpunarverkið, játa því ást sína og sameinast því í eilífri sælu eins og „þögull ómur sem svífur yfir Thingvellir“? Ekki spurning; gleðin. Bíðum enn við; „lífið höfum við að láni, tímasprengja í farteskinu, sérhver stund er feigðarför“ segir í ljóðinu För (44) – en skáldkonan slekkur kvíðann strax á síðunni öndvert (45), minnir lesanda sinn á sáttmála guðs við urtir, skepnur og menn; þetta bjargast, bæði hérna og hinumegin. Það er staðfest í næstsíðasta ljóðinu, Lífið; lögmálið er óhagganlegt, óumdeilanlegt, lífið er ekki spurn: „Lífið er lófi og segir allt sem segja þarf, Lífð er“! (46). Og því reyna ljóðin að líkja eftir, segja „all there is to say“ svo lesandinn fái notið lummunnar óáreittur. Þótt engillinn hrapi. Vaðall - (ísl)ensk ljóð á enskuDidda Hjartardóttir opnar sýn-ingu á ljósmyndum í Hoff- mannsgalleríi á morgun kl. 17. Á sýningunni heldur Didda áfram að vinna út frá götukorta- bókinni London A-Z með því að kortleggja hluta götunnar Green Lanes í London og heim- færa hana á gang Reykjavíkur- akademíunnar. Í Green Lanes og nágrenni eru margir íbúar af tyrknesk- um uppruna. Við götuna eru ótalmargir tyrkneskir veitinga- staðir, búðir, ferðaskrifstofur og fleira. Þetta gæti þó verið hverfandi heimur þar sem fast- eignasalar úr fínni hverfum eru nú farnir að opna skrifstofur á Green Lanes. Didda fangar hversdagslega stemningu við götuna og endurskapar hana. Að vissu leyti má heimfæra flutning götunnar Green Lanes til Hringbrautar upp á búferla- flutning Diddu frá London til Reykjavíkur nýlega; hverfi og götur verða fyrir áhrifum þeirra sem þar búa og starfa; tímabil renna sitt skeið á enda; alltaf tekur eitthvað nýtt við en hvað verður um það sem fyrir var? Didda vann síðast með götu- kortabækur í risastóru útiverki í Rockville á Reykjanesi á sýn- ingunni Project Patterson haustið 2006; áður hefur hún unnið með svipaðar hugmyndir í kassaverkum og málverkum. Didda lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og stundaði framhaldsnám við Slade School of Fine Art í London 1987-1989 og hefur verið búsett þar síðan. Hoffmannsgallerí er í Reykja- víkurakademíunni á 4. hæð í JL- húsinu við Hringbraut 121 í Reykjavík. Sýningin, sem stend- ur fram yfir áramót, er opin alla virka daga frá 9–17. London á Hringbraut Ríkisrekna breska sjónvarpsstöðin BBC1 kunngerði nýlega áform sín um að senda út nýjan þátt í anda X- Factor keppninnar. Munurinn er þó sá að í þættinum munu breskir kórar etja kappi í sönglist og fá áhorfendur að velja sigurvegara keppninnar. Skráðir kórar í Bretlandi eru yfir 25.000 talsins og því varla hægt að segja að sönglistin sé í lægð. Aftur á móti vonast BBC 1 til þess að framtakið veiti kórstarfsemi and- litslyftingu. Áhersla verður lögð á að áhugaverðar persónur manni kórana og að allir kórfélagar séu smart í tauinu. Útvarpsstöðin BBC Radio 3, sem einnig er ríkisrekin, hefur lengi staðið fyrir virtri kórakeppni þar sem besti kór Bretlandseyja er valinn ár hvert. Sú keppni hefur þó verið fremur hefðbundin í snið- um og aðaláherslan verið á flutn- ing kórsins á tónverkum. Sigur- kórnum úr sjónvarpskeppninni mun veitast réttur til þess að taka þátt í útvarpskeppninni, þó líklegt þyki að sjónvarpsáhorfendur og útvarpshlustendur komi til með að láta í ljósi afar ólíkan smekk á kórum. BBC 1 hefur áður sent út svip- aða keppnisþætti þar sem sam- kvæmisdönsurum var att saman og nutu þeir mikilla vinsælda. Í kjölfar þeirra fjölgaði mjög iðkendum samkvæmisdansa. Því verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif nýju þættirnir munu hafa á kóra- starfsemi á Bretlandi. Kórar kljást í beinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.