Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 80
 Verið er að skoða það af fullri alvöru þessa dagana að leikur þýsku stórliðanna Flens- burg og Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hinn 2. febrúar verði leikinn á Íslandi og þá lík- lega í Egilshöll. Fimm Íslendingar myndu líklega taka þátt í leiknum en Alfreð Gíslason landsliðsþjálf- ari er þjálfari Gummersbach og með liðinu leika landsliðs- mennirnir Guðjón Valur Sigurðs- son, Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson. Með Flensburg leika síðan örvhentu landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson. Leikurinn er heimaleikur Flens- burg en heimavöllur liðsins, Campushalle, er upptekinn sama dag og því eru forráðamenn félagsins að skoða aðrar og frum- legri leiðir í því hvar eigi að halda leikinn. Fyrsti kostur félagsins var að spila leikinn í Danmörku enda liggur Flensburg að landa- mærum Danmerkur. Danska handknattleikssambandið var aftur á móti ekki spennt fyrir því að fá þýska handboltann til Danmerkur. Anders Dahl-Nielsen, yfirmaður íþróttamála hjá Flensburg, gaf þá út að félagið myndi skoða að færa leikinn til Svíþjóðar eða Noregs. Í sömu mund komu upp þær hug- myndir að halda leikinn hér á landi og hafa viðræður þess efnis staðið yfir síðustu daga. Þar er í fararbroddi Hlynur Sig- marsson, stjórnarmaður í HSÍ, sem er vanur að láta verkin tala. Hann hefur verið í sambandi við Dahl-Nielsen, sem er jákvæður fyrir því að koma til Íslands en hann er mikill Íslandsvinur og fyrrverandi þjálfari KR í hand- boltanum. „Ég hef rætt í þrígang við And- ers sem er mjög jákvæður og við munum halda viðræðunum áfram. Það er enn mikil óvissa með kostn- að og annað í þessu sambandi sem þarf að skoða betur áður en hægt er að taka ákvörðun og keyra málið áfram af fullum krafti. Ég hef trú á því að þetta geti vel gengið upp en það er samt mikil vinna eftir,“ sagði Hlynur. Hann vill helst af öllu spila leikinn í Egilshöll en Laugardalshöllin kemur einnig til greina. „Þetta dæmi myndi kosta tugi milljóna og því þyrftum við góða styrktaraðila og velgjörðarmenn til að dæmið gengi upp. Draumur- inn er að spila leikinn í Egilshöll- inni fyrir framan þúsundir áhorf- enda. Ég hef fulla trú á að fólk myndi fjölmenna á slíkan stórvið- burð sem þessi leikur klárlega yrði,“ sagði Hlynur. Anders Dahl-Nielsen segir að hugmyndin sé spennandi og félagið sé opið fyrir því að skoða þennan möguleika alvarlega. „Dönsku félögin vildu ekki fá þennan leik til landsins og því erum við eðlilega að skoða aðra möguleika eins og að spila á Íslandi. Ég hef talað við fólk á Íslandi og málið er í skoðun enda þarf að leysa mörg vandamál í undirbúningi fyrir svona verk- efni. Við erum að fara yfir stöðuna í augnablikinu. Ég hefði mjög gaman af því að spila á Íslandi. Það finnst mér eins spennandi og að spila í Kaupmannahöfn en það er aðeins erfiðara að færa leikinn til Íslands en Danmerkur,“ sagði Dahl-Nielsen. Svo gæti farið að deildarleikur Íslendingaliðanna Flensburg og Gummersbach sem fram fer 2. febrúar á næsta ári verði leikinn í Egilshöll. Verið er að skoða málið af fullri alvöru og forráðamenn Flensburg hafa tekið vel í hugmyndina að spila á Íslandi. Draumur aðstandenda væri að spila í Egilshöllinni. Slóvenski þjálfarinn Kasim Kamenica hugsar eflaust ekki sérstaklega hlýtt til Íslands eftir að hann var rekinn frá Celje Lasko í kjölfar tapsins gegn Val í Meistaradeildinni á dögunum. Gengi Celje hefur ekki staðið undir væntingum og tapið gegn Val var kornið sem fyllti mælinn hjá félaginu. Kamenica hafði þjálfað Celje frá árinu 2006. Þjálfari Celje Lasko rekinn Bandaríski körfubolta- maðurinn Stephon Marbury hefur viðurnefnið Starbury enda færri leikmenn sem eru með jafn mikla stjörnustæla og hafa yfir eins litlum árangri að státa af inni á vellinum til að bakka þá upp. Síðustu fréttirnar af Marbury eru þær að hann gekk út hjá New York eftir að hafa fengið þær fréttir að hann væri dottinn út úr byrjunarliði liðsins. „Ég fékk leyfi frá Isiah til þess að fara. Ég myndi aldrei fara án þess að mega það og hann sagði að ég mætti fara heim,“ sendi Marbury með smáskilaboðum til aðalblaðamanns New York Post. Marbury varð alveg brjálaður þegar Isiah Thomas sagði honum að Mardy Collins myndi byrja gegn Phoenix en ekki hann. Thomas vildi ekki segja að Mar- bury væri á leið frá liðinu. „Þetta er innanhússmál og við munum taka á því sem slíku. Við viljum að hann verði áfram í okkar liði,“ sagði Thomas. Knicks hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu og Marbury var með 16,2 stig og 6,8 stoðsendingar að meðaltali. Aðeins þrír aðrir leikmenn í allri NBA-deildinni fá hærri laun en Marbury í vetur en hann fær 20,1 milljón dollara í laun fyrir þetta tímabil og 21,9 milljónir dollara fyrir það næsta. Samtals er þetta því um tveir og hálfur milljarður íslenskra króna fyrir næstu tvö tímabil. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Knicks hefur borgað hæstu laun- in í deildinni síðan félagið fékk Marbury til sín í janúar 2004. Marbury hefur verið gagn- rýndur fyrir að vera eigingjarn leikmaður og listinn yfir þá stjörnuleikmenn sem honum hefur mistekist að spila með er langur. Menn eins og Kevin Garnett, Shawn Marion, Keith Van Horn, Eddy Curry, Allan Houston og Steve Francis eru þar á meðal. Tölfræði Marbury er ekki alslæm enda hefur hann skorað 19,8 stig og gefið 7,9 stoðsendingar að meðaltali í 804 leikjum á ferl- inum. Starbury vildi ekki byrja á bekknum og gekk út Ciudad Real ætlar sér að næla í sænsku skyttuna Kim Andersson til að taka við af Ólafi Stefánssyni þegar samningur okkar manns rennur út 2009. Andersson er með samning hjá Kiel til ársins 2010 og Ciudad Real þarf því að borga væna summu ætli félagið sér að fá hann fyrr. Svíinn snjalli gæti því orðið dýrasti handboltamaður allra tíma og sá fyrsti til að fara fyrir eina milljón evra. Eigandi Ciudad Real, sem hefur verið kallað Chelsea handboltans, er Domingo Díaz de Mera, næstríkasti maður Spánar, og í sumar greiddi hann 800 þúsund evrur fyrir spænska leikstjórn- andann Chema Rodríguez sem var keyptur frá Valladolid. Staffan Olsson ráðleggur Andersson að vera áfram í Kiel. „Hann hefur verið að þroskast og bæta sig hjá Kiel og hann getur ekki fundið betri þjálfara en Noka Serdarusic hjá neinu félagi,“ sagði Faxi aðspurður um málið en Kim sjálfur vill ekkert tjá sig. Verður Kim arftaki Ólafs? ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.