Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 15.11.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Mér finnst ofsa skemmtilegt að fara á Krua Thai mat- söluna og fá mér grænan karrírétt og fleira góðgæti. Þar er maturinn mjög bragðgóður og ódýr.“ Það verða hljómsveitirnar Gus- Gus og Nýdönsk sem munu sjá um tónlistina í brúðkaupsveislu þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur sem hefur verið nefnt „brúðkaup aldarinnar“ og fer fram í Hafnar- húsinu á laugardag. Öllu verður til tjaldað í veislunni, sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum Frétta- blaðsins er alfarið skipulögð af breska viðburðafyrirtækinu élan. Vígslan sjálf mun fara fram í Frí- kirkjunni og að því er fram kemur á vísi.is mun sr. Hjörtur Magni Jóhannsson gefa brúðhjónin saman. Þeir sem að brúðkaupinu koma á einn eða annan hátt virðast vera bundnir algjörri þagnarskyldu hvort sem um er að ræða prestinn, boðsgesti eða starfsfólk – allir eru þögulir sem gröfin. Þegar Frétta- blaðið hafði samband við höfuð- stöðvar élan baðst starfsstúlkan afsökunar í tvígang og lagði á eftir að erindið hafði verið borið upp, það er þegar spurst var fyrir um viðburðinn sem fyrirtækið hefði skipulagt í Reykjavík. Élan er bæði þekkt og virt fyrirtæki sem hefur skipulagt viðburði um allan heim. Meðal viðskiptavina eru Christian Dior, Topshop, Barbie, Revlon, Tommy Hilfiger og loks Baugur Group. Jón Ásgeir hefur augljóslega verið ánægður með þau störf sem élan hefur innt af hendi fyrir Baug því samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sér fyrirtækið um allt frá blómaskreytingum til hljóðkerfis í veislunni. Erlendir kokkar á vegum élan munu svo sjá um veitingarnar. Élan leigir hljóðkerfið af Exton en Rúnar Örn Friðriksson, afgreiðslu- stjóri Exton, sagðist eins og aðrir vera bundinn algjörri þagnar- skyldu. Þegar hann var spurður hvort fyrirtækið hefði áður útveg- að stór hljóðkerfi í brúðkaup sagði hann: „Við höfum tekið að okkur alls konar verkefni.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að nær allur mannafli Exton hafi unnið við brúð- kaupið frá því í byrjun vikunnar og að leiga hljóðkerfisins kosti ekki undir 2 milljónum króna. Hljómsveitirnar GusGus og Nýdönsk hafa sem fyrr segir verið ráðnar til þess að skemmta í brúð- kaupinu. Undanfarið hefur verið uppi þrálátur orðrómur þess efnis að Daníel Ágúst Haraldsson muni ganga til liðs við Nýdönsk að nýju. Hann vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en sagðist þó myndu taka lagið með gömlu félögunum í brúðkaupinu. Sannkallað jólatónleikaæði hefur gripið íslensku þjóðina og keppast tónleikahaldarar við að bæta við tónleikum og anna þannig eftir- spurn. Þriðju tónleikunum hefur nú verið bætt við hjá bæði Frostrósum og Björgvin Halldórs- syni í Laugardalshöll í næsta mánuði. Ef allt gengur upp munu því á einni viku átján þúsund Íslendingar leggja leið sína í Laugardalinn á þessa tónleika. Miðaverð á tón- leikana er á bilinu 7-8 þúsund krónur og sé reiknað eftir meðalverði verður heildarinn- koman þá um 120 milljónir íslenskra króna. Séu tónleikar Frostrósa úti á landi teknir með í reikninginn má reikna með að yfir tuttugu þús- und Íslendingar borgi sig inn á jólatónleika um miðjan desember. Jólin hefjast því snemma á Fróni í ár. Samúel Kristjánsson hjá Frostrósum segir þetta sanna fyrir fullt og allt að markaður sé hérlendis fyrir slíkum stórtónleikum. Frostrós- ir riðu á vaðið með jólatónleika af þessari stærð árið 2005 og hefur það sýnt sig að Íslendingar eru til í að greiða dágóða summu fyrir að koma sér í hátíðarskapið. Uppselt var á tónleikana í fyrra og í ár stefnir í metaðsókn. Samúel reiknar með að yfir ellefu þúsund muni hlusta á Frost- rósir, bæði í höfuðborginni og úti á landi. Ísleifur B. Þórhallsson segir að viðtökurnar við tónleikum Björgvins séu einstakar og það hljóti að heyra til undantekninga að einn tónlistarmaður fylli Laugardalshöllina jafn oft á bara einu og hálfu ári. „Honum er að takast að selja upp á sex tónleika í Laugardalshöllinni á þessum tíma,“ segir Ísleifur en Björgvin fór létt með að selja alla miða á tónleika sína og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar síð- asta haust. Borga 120 milljónir fyrir jólatónleika Kadiljákurinn sem rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason ásamt útgefandanum Jóhanni Páli Valdimarssyni þeystust í um Bandaríkin þver og endilöng hefur loksins verið seldur eftir mikla þrautagöngu. Ólafur segist nánast hafa heimt hann úr helju fyrri kaupanda sem þó borgaði aldrei bílinn og drossían er nú loks komin í réttar hendar. „Bíllinn varð eftir í Ameríku eftir ferðina og þar var bandarískur náungi sem hafði mikinn áhuga á honum og vildi mjög gjarnan kaupa hann,“ segir Ólafur en sá reyndist hins vegar hið mesta fól og greiddi aldrei umsamda upphæð. Eftir töluvert þóf, í kringum sjö hundruð tölvupósta, tókst hins vegar að frelsa bílinn og Ólafur setti Kadiljákinn aftur á sölu og nú á netinu. En bíllinn var ekki sá sami og skáldið hafði skilið við hann eftir ferðina miklu. Rúður höfðu verið brotnar og svo virtist sem útigangsmaður hefði hreiðrað um sig í honum með tilheyrandi óþrifnaði og matarleifum. En Ólafi til mikillar undrunar seldist bíllinn og reyndist kaupandinn vera náungi frá New Hampshire sem tók til óspilltra málanna, hreinsaði bílinn og lagaði olíulekann sem hafði reynt æði mikið á taugar íslensku ferðalanganna í ferðinni. „Og lausnin reyndist vera gúmmí- hringur upp á þrjá dollara eða 180 krónur,“ segir Ólafur og skellir upp úr. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið. „Við kölluðum okkur Rolling Stones on Tour meðan á ferðinni stóð og ég er hræddur um að ef verðið spyrðist út þá kæmi upp tónlistarlegur ágreiningur.“ Ameríkukaggi skáldanna seldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.