Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 6
6 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
Hobbyhúsið ehf • Dugguvogi 12 • s: 517 7040
Opnunartími:
Mánudaga - föstudaga 10 - 18
Laugardaga og sunnudaga Lokað
Hobby T 500, T 600, T 650.
Bæklingarnir komnir fyrir
húsbíla 2008.
Pantanir óskast staðfestar.
T 650 FLC Siesta
UMHVERFISMÁL Flutningur lífvera
með kjölfestuvatni skipa er ógn
sem steðjar að umhverfi hafsins á
heimsvísu. Hætta er á að í kjöl-
festuvatni séu lífverur sem lifa af
siglingu um langa leið og nái að
þrífast í nýjum heimkynnum, með
alvarlegum afleiðingum fyrir vist-
kerfi svæðisins.
Sesselja Bjarnadóttir, sérfræð-
ingur hjá umhverfisráðuneytinu,
segir að lífverur sem berist með
kjölfestuvatni eigi oft enga nátt-
úrulega óvini þar sem þær séu los-
aðar út í umhverfið. Þær geti
breytt viðkomandi vistkerfi og
haft langvarandi áhrif á lífríki og
nýtingu lifandi auðlinda. „Lengi
var talið að hafinu við Ísland staf-
aði ekki mikil ógn af losun á kjöl-
festuvatni vegna þess að sjór hér
við land er tiltölulega kaldur, auk
þess sem fátítt var að skip kæmu
ólestuð til landsins. Þetta hefur
breyst og á ekki lengur við vegna
aukinnar iðnaðarstarfsemi hér á
landi og hlýnunar sjávar.“
Sesselja segir að nokkur mjög
alvarleg umhverfisspjöll af völd-
um framandi tegunda séu nú þegar
staðreynd. „Eitt versta dæmið er
af völdum amerísku kambhvelj-
unnar, sem er marglyttutegund.
Hún étur dýrasvif, sem er mikil-
væg undirstaða fæðukeðjunnar,
og eyðir því algjörlega á stórum
svæðum. Hún er talin eiga stóran
þátt í hruni fiskistofna í Svarta-
hafinu árið 1990. Hún hefur nýlega
fundist í Eystrasaltinu fyrir utan
strönd Danmerkur og ógnar þar
lífríkinu í heild.“ Sesselja segir
fiskeldismenn hafa miklar áhyggj-
ur af sjúkdómum sem geti borist í
eldisstöðvar með þessum hætti.
„Sjúkdómar geta einnig borist í
villta laxastofna á þennan hátt,“
segir Sesselja.
Leiðbeiningar um losun á kjöl-
festuvatni skipa verða væntanlega
samþykktar á vegum Samnings
um verndun NA-Atlants hafsins
(OSPAR) í febrúar á næsta ári. Í
umhverfisráðuneytinu er að hefj-
ast undirbúningur að reglum um
losun á kjölfestuvatni í anda
OSPAR. „Samkvæmt fyrirhuguð-
um leiðbeiningum ættu skip að
losa kjölfestuvatn í að minnsta
kosti 200 sjómílna fjarlægð frá
landi og þar sem er 200 metra dýpi
hið minnsta“, segir Sesselja.
svavar@frettabladid.is
Aðskotadýr alvarleg
ógn við lífríki sjávar
Flutningur lífvera með kjölfestuvatni skipa er alvarleg ógn við umhverfi hafsins
á heimsvísu. Aðskotadýr ógna nú þegar vistkerfum víða um heim. Umhverfis-
ráðuneytið undirbýr að setja reglur sem kveða á um losun vatns langt frá landi.
Á LANDLEIÐ Skip geta borið með sér sjúkdóma og óæskilegar dýrategundir sem
valda miklum skaða í vistkerfinu.
Vatn, ásamt uppleysanlegum
efnum og gruggi, sem er tekið um
borð í skip í því skyni að stjórna
styrk, halla, kjölristu, stöðugleika
eða álagi.
SKILGREINING ORÐS-
INS KJÖLFESTUVATN
ÞÝSKALAND, AP Gríðarstórt skjalasafn frá
seinni heimsstyrjöldinni hefur nú verið opnað
almenningi í Þýskalandi. Hafa sumir eftirlif-
endur helfararinnar beðið í sextíu ár eftir að
fá að leita upplýsinga í skýrslum frá útrým-
ingarbúðum þar sem grimmdarverk nasista
eru skjalfest.
Alþjóðlega leitarþjónustan (ITS) hefur
umsjón með skjalasafninu, sem hefur hingað
til einungis verið notað til að hafa uppi á
týndu fólki, sameina fjölskyldur og veita
upplýsingar til fórnarlamba helfararinnar
vegna skaðabótamála. ITS heyrir undir
Alþjóðanefnd Rauða krossins.
Ellefu ríki sem hafa umsjón með skjalasafni
ITS þurftu að staðfesta samkomulag um að
opna mætti fyrir aðgang almennings að
fimmtíu milljón blaðsíðum sem eru geymdar í
þýska bænum Bad Arolsen að sögn forstjóra
ITS, Reto Meister. Grikkland var síðasta ríkið
til að staðfesta samkomulagið.
Ekki er talið að skjalasafnið muni breyta
almennri vitneskju um helförina og valdatíma
nasista, sem er eitt mest rannsakaða tímabil
20. aldarinnar. Fjöldi eftirlifenda helfararinn-
ar og aðstandenda getur hins vegar fræðst um
bakgrunn sinn og örlög ástvina. Alls eru nöfn
17,5 milljóna manna skráð í skjalasafninu,
sem bandamenn byrjuðu að safna saman fyrir
stríðslok og var að lokum afhent Rauða
krossinum til varðveislu. - sdg
Almenningur fær aðgang að stóru skjalasafni frá seinni heimsstyrjöldinni:
50 milljón síður um helförina
SKJALASAFNIÐ Safnið er gríðarstórt og verð-
ur hægt að fletta upp í því fimmtíu milljón
blaðsíðum. NORDICPHOTOS/AFP
Flundra er flatfiskur af kolaætt.
Heimkynni flundru eru með strönd-
um Evrópu frá Marokkó til Færeyja
og allt norður á Kólaskaga. Flundra
getur náð allt að 60 sentimetra
lengd en er sjaldan lengri en 30
sentimetrar. Flundra er nýr land-
nemi á Íslandi, en fyrsta flundran
sem greind var hér á landi veiddist í
Ölfusárósi í september 1999. Ekki er
þekkt hvernig flundra barst hingað
en vitað er að hún hefur borist til
Ameríku með kjölfestuvatni í skipi
þótt hún hafi ekki náð þar fótfestu.
Talsvert virðist nú um flundru í
ósum og sjávarlónum á Suðurlandi
og jafnvel víðar á landinu. Rann-
sóknir hérlendis hafa sýnt að ósar
og ísölt lón eru mjög mikilvæg
búsvæði fyrir bleikju og urriða. Því
er þörf á mun víðtækari rannsókn-
um til að afla meiri vitneskju um
lifnaðarhætti flundru þannig að
hægt sé að átta sig á hver áhrif til-
koma hennar í íslenskt vistkerfi eru
gegnum afrán og samkeppni.
Heimild: Magnús Jóhannsson, Veiðimálastofnun
FLUNDRA - NÝR LANDNEMI Á ÍSLANDI
VIÐSKIPTI „Það kann að blekkja að
álverið í Straumsvík hefur ekki
verið inni í almenna skattkerfinu,“
segir Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Fram kom í Fréttablaðinu í síð-
ustu viku að stóriðjufyrirtækin
greiða svo til engan tekjuskatt,
þegar rýnt er í yfirlit sem birt var í
Vefriti fjármálaráðuneytisins.
Samanlagðar tekjuskattsgreiðslur
þeirra í fyrra nemi sennilega um
sex milljónum króna.
Tekjuskattar á lögaðila í heild
nemi um 40 milljörðum króna. Þar
af greiði fjármálafyrirtækin um
helming.
Álverið í Straumsvík var þangað
til 1. janúar 2005 utan við almenna
skattkerfið, samkvæmt lögum sem
samþykkt voru í sumar. Það greiddi
sérstakt framleiðslugjald sem í
hittiðfyrra nam 990 milljónum
króna.
Áætlað var, þegar allt væri til
tekið, að tekjur ríkissjóðs af álver-
inu árið 2005, myndu rýrna um
hálfan milljarð króna, eftir breyt-
inguna.
Baldur bendir á að þótt stóriðju-
fyrirtækin séu í eigu erlendra
aðila, þá eigi að greiða tekjuskatt
innanlands.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir að mikill fjárfest-
ingakostnaður þar skýri lágar
skattgreiðslur. Hann bendir jafn-
framt á að fyrirtækið greiði há
fasteigna og hafnargjöld. - ikh
Tekjuskattsgreiðslur stóriðjufyrirtækja nam sex milljónum króna í fyrra:
Straumsvík laut öðrum reglum
Finnst þér ný útgáfa þjóðsöngs-
ins betri en sú gamla?
Já 42,5%
Nei 57,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fylgdist þú með keppninni um
ungfrú heim?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN