Fréttablaðið - 03.12.2007, Síða 23

Fréttablaðið - 03.12.2007, Síða 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Mjöll Hólm lætur fara vel um sig í stofunni heima þar sem hún slakar á, sameinar fjöl- skylduna og heldur fjörugar veislur. „Mér líður langbest í sjónvarpssófanum því ég elska að horfa á kvikmyndir og gott sjónvarpsefni og þá helst íslenskt,“ segir söngkonan Mjöll Hólm, sem var að gefa út nýjan disk sem ber heitið Tónleikar og er upptaka af tónleikum hennar í Kaffileikhúsinu. „Já, og svo horfi ég auðvitað mikið á tónleika,“ segir hún brosandi. Á disknum er að finna mikið af gömlum og góðum lögum en Mjöll segist vera hrifin af því sem er gamalt og gott. „Ég er mjög hrifin af gömlum hlut- um en hef líka gaman af því að blanda saman gömlu og nýju. Annars þykir mér mikilvægast að heimilið sé notalegt,“ segir Mjöll. Hún segist vera afar heima- kær og njóta þess í skammdeginu að draga úr ljósun- um og kveikja á kertum. „Já, ég er mikill kúrari og finnst notalegt að vera heima í sófanum í skammdeg- inu, sérstaklega þegar vindar blása,“ segir Mjöll. Húsið sem Mjöll býr í er gamall sumarbústaður í Kópavoginum. Fyrir nokkrum árum byggðu hún og maður hennar Júlíus Jónasson við húsið og stækkuðu það um helm- ing. „Við færðum borðstofuna yfir í nýbygginguna þannig að meira pláss myndaðist í stofunni, en ég vildi hafa hana stóra.“ Í stofunni hjá Mjöll er nóg af sófum og stólum, enda hefur hún gaman af því að hafa fjölskyldu og vini hjá sér. „Stofan er aðalstaðurinn og ég vil að þar sé pláss fyrir alla, án þess að það sé þröng á þingi. Hér eru oft lífleg fjölskylduboð og þá er auðvelt að ýta öllu til hliðar svo hægt sé að dansa.“ Stofan er staðurinn Mjöll hefur gaman af því að hafa fjölskyldu og vini hjá sér og vill því að sé pláss fyrir alla í stofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BORIÐ Á HÚSGÖGNIN Til þess að húsgögnin haldist falleg er mikilvægt að hugsa vel um þau. HEIMILI 2 GOTT Í SKÓINN Jólasveinarnir fara bráðum að tínast til byggða og börnin flest farin að hlakka til þess. JÓL 4 Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Málaratrönur Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 Verðdæmi: Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsófar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nú frá 159,000 kr • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli • Borðstofuborð og stólar • Sófaborð • Eldhúsborð • Rúmgafl ar • Rúm í ýmsum stærðum og gerðum Húsgagna - Lagersala Nýjar vörur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.