Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 3. desember 2007 3 Hlutirnir þróast hratt í tækni- heiminum og nú má búast við ennþá þynnri flatskjám en við sjáum í dag. Forvitnilegt er að vita hvaða tækni- nýjungar eru handan við hornið og hvort flatskjáirnir í dag gætu þegar verið að úreldast. Á hinum ýmsu vefsíðum eru grúsk arar að velta nýrri tækni fyrir sér. Tals- verður spenningur er í kringum svokallaða OLED-skjái en þeir eru samsettir úr lífrænum díóðum og geta orðið örþunnir; aðeins nokkrir millimetrar. Jafnvel yrði hægt að horfa á tvær mismunandi myndir á skjánum, þá frá sitthvorri hlið, og hugsanlega rúlla honum upp og stinga í vasann. „Stóru fyrirtækin eru eitthvað byrjuð að framleiða örþunna tölvu- skjái í tilraunastarfsemi en það er erfitt að segja til um hvenær sú tækni fer að skila sér í verslanirn- ar og við sjáum í rauninni engin merki um það ennþá,“ segir Guðni Ásbjörnsson, deildarstjóri yfir sjónvarps- og hljómflutningsdeild Elkó. Hann bætir því við að svona þróunarvinna taki langan tíma að koma fram á almennan markað þannig að fólki sé ennþá alveg óhætt að fjárfesta í þeirri tækni sem boðið er upp á í dag. „Framleiðslu á túbusjónvörpun- um hefur mikið til verið hætt og salan á flatskjám hefur verið að aukast jafnt og þétt. Fólk er að end- urnýja hjá sér sjónvörpin og skipta þeim gömlu út fyrir það nýjasta og það eru annars vegar plasma-skjá- ir eða LCD-skjáir sem boðið er upp á í dag,“ segir Guðni. Tæknin að baki LCD-skjánum er fljótandi kristalmassi sem flúorljósi er hleypt í gegnum en í plasma-skján- um er náttúrulegt gas og fosfór. Muninn á þessum tveim segir Guðni liggja í myndgæðunum og að myndgæðin í plasmaskjáunum minni meira á þá mynd og liti sem voru í gömlu túbusjónvörpunum. „Það er þá eitthvað sem fólk kann- ast við og finnst eðlilegri litir,“ segir Guðni en bætir við að annars séu mjög skiptar skoðanir um hvað sé betra. „LCD-skjáirnir bjóða upp á mikla skerpu í mynd og lengri líf- tíma og koma í fleiri stærðum þannig að þeir hafa verið vinsælir í önnur herbergi en stofuna, til dæmis í eldhúsið.“ Stutt er síðan flatskjásjónvörp voru mjög dýr lúxusvara en hraðar tæknifram- farir hafa ýtt túbusjónvörpunum alveg út af markaðnum og verð á flatskjáunum hefur lækkað hratt svo þeir eru komnir inn á flest heimili. heiða@frettabladid.is Fleiri tækninýjungar handan við hornið Guðni Ásbjörnsson telur ein- hverja bið á að örþunnir skjáir komi á markaðinn. SÓFASETT Mary Hermes Barbara Paula Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.