Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 62
42 3. desember 2007 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Þegar ég er við skriftir finnst mér betra að hafa þögn, en annars finnst mér ágætt að hafa tónlist í bakgrunninum. Ég er með fullt af tónlist í fartölv- unni sem ég hlusta gjarnan á og núna er popphljómsveit frá Japan sem heitir Halcali í miklu uppáhaldi.“ Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri grænna. „Ég á afar bágt með að trúa því að þetta sé tilviljun,“ segir Svavar Lúthersson, fram- kvæmdastjóri Istorrent ehf., sem staðið hefur í ströngu undanfarnar vikur vegna lögbanns sem sett var á deiliskráarsíðu hans, torrent.is. Eftir því hefur verið tekið að auglýsing á vegum Microsoft sem sýnd er í helstu kvik- myndahúsum borgarinnar hefur tekið breyt- ingum frá því sem áður var. Umrædd auglýsing er í teiknimyndasögustíl og segir frá manni sem ákveður að sækja sér ónefnt forrit með krókaleiðum í gegnum internetið. Vinnufélagi mannsins, nefndur Ragnar í upprunalegu auglýsingunni, skorar á hann að hunsa lög og reglur og sækja forritið á netið án þess að greiða fyrir það. Sú ákvörðun reynist afdrifarík því stolna forritið hefur í för með sér alls kyns vírusa sem lama tölvukerfið á skrifstofunni. Boðskapur auglýsingarinnar er einfaldur – að sjóræningjastarfsemi á netinu hafi alvarlegar afleiðingar. Í nýrri útgáfu auglýsingarinnar ber svo við að vinnufélaginn vondi heitir ekki lengur Ragnar heldur Svavar – og er því orðinn nafni tíðrædds Svavars Lútherssonar hjá Istorrent. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að ástæðan fyrir því að nafninu var breytt sé sú að stór samstarfs- aðili fyrirtækisins hér á landi, einstaklingur sem ber nafnið Ragnar, hafi ýjað að því að hann vildi breyta nafninu. „Við ákváðum því að breyta nafninu og það er hrein tilviljun að nafnið Svavar var valið,“ segir Halldór. Hann kveðst ekki muna hvort auglýsingunni var breytt fyrir eða eftir lögbannið sem sett var á Istorrent en ítrekar að enginn ásetningur liggi að baki nafnabreytingunni. „Ég bendi á að okkur var boðið að taka þátt í málshöfðuninni með SMÁÍS gegn Istorrent en tókum þá ákvörðun að gera það ekki,“ segir Halldór. Svavar segist ekki ætla að grípa til neinna ráðstafana vegna auglýsingar- innar. „Það yrði hæpið að fara í meiðyrðamál þar sem erfitt er að sýna fram á að það sé átt við mig. Ég læt það í hendur almennings að dæma um hvort þetta sé tilviljun eiður ei.“ - vig Tilviljun að Ragnar varð að Svavari SVAVAR LÚTHERSSON Á bágt með að trúa því að nafnabreytingin sé tilviljun. LÖGBRJÓTURINN Svona lítur Svavar, áður nefndur Ragnar, út í auglýsingu Microsoft. „Einhverjir óprúttnir náungar notuðu bæði lögin mín, sögu mína og myndir og bjuggu til heimasíðu með mínu nafni,“ segir Leoncie í samtali við Fréttablaðið en hún kveðst hafa látið bresku lögregl- una loka síðunni myspace.com/ leoncie. Þar mátti heyra lög með indversku prinsessunni og myndir af „vinum“ hennar sem voru annað hvort berir að ofan eða með yfir- varaskegg. Fréttablaðið athugaði hvort þetta væri raunin og í ljós kom að umræddri vefsíðu hafði verið lokað. Leoncie segir að heimasíðan hafi farið í loftið skömmu eftir að hún fluttist til Bretlands fyrir tveimur árum en þar býr hún í Essex eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Hún segist hafa reynt árangurslaust að fá yfirvöld á Íslandi í lið með sér en þegar það hafi ekki gengið hafi bresku lög- regluþjónarnir komið henni til bjargar með góðum árangri. „Ég er með lögfræðinga í málinu og þeir ætla að fara yfir þetta og sjá hvað þeir geta gert,“ segir Leoncie en höfundarrétturinn er verndað- ur samkvæmt lögum. „Af hverju hugsar fólk ekki bara um sjálft sig í staðinn fyrir að þykjast vera ein- hverjir aðrir?“ bætir hún við. - fgg Leoncie lokar og læsir ólöglegri vefsíðu STOLIÐ FRÁ LEONCIE Indverska prinsess- an er ekki par ánægð með My Space- síðuna og hefur látið loka henni. STÖÐ 2: FJÓRAR LEIKNAR ÞÁTTARAÐIR NÆSTA SJÓNVARPSVETUR Sakamálaæðið yfir í sjónvarp Þau Sigurjón Kjartansson, María Reyndal og Margrét Örnólfs- dóttir verða meðal þeirra sem skrifa handritið að nýrri spennu- þáttaröð. HÖFUNDAR NÝJU ÞÁTTARAÐARINNAR LÁRÉTT 2. merki 6. klaki 8. þrí 9. skilaboð 11. hreyfing 12. messing 14. misbjóða 16. halló 17. for 18. spíra 20. tveir eins 21. eignarfornafn. LÓÐRÉTT 1. fangi 3. borðaði 4. umhverfis 5. óhróður 7. lítilsvert málefni 10. arinn 13. háma 15. auma 16. rámur 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. tákn, 6. ís, 8. trí, 9. sms, 11. ið, 12. látún, 14. móðga, 16. hæ, 17. aur, 18. ála, 20. mm, 21. sitt. LÓÐRÉTT: 1. gísl, 3. át, 4. kringum, 5. níð, 7. smámæli, 10. stó, 13. úða, 15. arma, 16. hás, 19. at. Kvikmyndagerðar- maðurinn Ólafur Jóhannesson heldur til í New York þessa dagana. Hann segir frá því á bloggi sínu að hann hafi rekist á konu að nafni Ronna B. Wallace en henni leist vel á mynd Ólafs, Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka á Filippseyjum. Ronna þessi reyndist vera alfróð um kvikmyndabransann enda framleiddi hún meðal annars Tarantino-myndina Reservoir Dogs á sínum tíma og gaf hún Ólafi nokkur góð ráð. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um samband Magna Ásgeirssonar og Dilönu, sem keppti um hylli sveitarinnar Supernova í Rock Star-þáttunum sem allir muna. Nú síðast birtist tengill á mynd af þeim söngfugl un- um saman á hokkíleik á tenglasíðunni vinsælu b2.is, sem samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ku vera rúmlega árs gömul. Magni hefur þó ekkert gefið út á orðróminn og lætur kjafta- sögur ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Istorrent-málið virðist ekki hafa slegið niðurhalsglaða Íslendinga út af laginu, en nýja síðan The Viking Bay fer nú vaxandi dag frá degi. Notendum fjölgaði um um það bil þúsund manns um helgina, og voru ríflega fimm þúsund skráðir notendur á síðunni í gær. Sam- kvæmt upplýsingum á henni eru fjögur þúsund þeirra karlmenn, núll gáfaðir notendur og núll vitlausir. Heitið vísar í torrentsíðuna The Pirate Bay, sem gefur sig út fyrir að vera sú stærsta af því tagi. Hvort víkingarnir hafa áform um að velgja sjóræningjum undir uggum skal ósagt látið. FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið Þau Sigurjón Kjartansson, Mar- grét Örnólfsdóttir, María Reyndal og Kristinn Þórðarson munu öll koma að gerð nýrrar leikinnar spennuþáttaraðar sem verður tekin til sýningar á Stöð 2 sjón- varpsveturinn 2008 til 2009. Þetta staðfestir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Sigur- jón mun stýra handritsgerðinni og vera auk þess meðframleið- andi en hann er einnig einn af aðalmönnunum á bak við Pressu sem verður frumsýnd í þessum mánuði. Pálmi segir að enn eigi þó fleiri eftir að bætast í þennan úrvalshóp handritshöfunda. Að sögn Pálma verða mun fleiri þættir í nýju þáttaröðinni en í Pressunni, þar sem þeir eru alls sex talsins. Hann vildi þó lítið gefa upp um efni þáttaraðarinnar en sagði að miklar vonir væru bundnar við Pressu og því væri verið að veðja á þann hest. Pressa gerist á harðsvíruðu dagblaði en baksvið nýju þáttaraðarinnar er enn leyndarmál. Sakamálaæðið sem hefur tröll- riðið íslenskum bókamarkaði virðist því vera að færa sig yfir í sjónvarpið. RÚV ætlar eftir ára- mót að frumsýna Mannaveiðar sem byggð er á bók Viktors Arnar Ingólfssonar, Afturelding, og er auk þess með sakamálaþáttaröð í bígerð eftir bókum Örns Ævars. Allt stefnir því í metár á næsta ári hvað leikið efni varðar og Stöð 2 ætlar að leggja sitt af mörkum. Þegar hefur verið tilkynnt um sjálfstætt framhald Næturvakt- arinnar sem hefur slegið í gegn hjá íslenskum sjónvarpsáhorf- endum og Pálmi lofar að fleira sé á teikniborðinu. Stöð 2 sé stór- huga á þessu sviði. „Við ætlum okkur að vera með fjórar leiknar þáttaraðir á næsta sjónvarps- vetri,“ lýsir Pálmi yfir. Að sögn sjónvarpsstjórans er verið að leggja drög að nýjum gamanþáttum sem verða í ætt við Stelpurnar en þó á nýjum forsend- um. Enn er þó á huldu hvernig hún verður og vildi Pálmi lítið tjá sig um það en viðurkenndi að þetta væri ákaflega spennandi hugmynd. freyrgigja@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.