Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 2
2 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm)
Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri
Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta.
Verð kr. 179.900,-
SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS
OPNUNARTÍMI:
MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00
LAUGARDAGA 11:00 -16:00
SUNNUDAGA 13:00 - 16:00
BJÓÐUM
MIKIÐ ÚRVAL AF
HÚSGÖGNUM
Á HAGSTÆÐU
VERÐI
VÖNDUÐ HÚSGÖGN
SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA
Stefán, er allt í hassi?
„Við verðum að „spítta“ í lófana.“
Ræktun á kannabis hefur stóraukist á
Íslandi. Stefán Eiríksson er lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins.
UMHVERFISMÁL Lok geymis, sem
geymdi allt að 800 lítra af hreinum
klór, gaf sig í fyrrinótt með þeim
afleiðingum að geymirinn tæmd-
ist og klórinn lak niður í jarðveginn.
Geymirinn var við sundlaugina í
Laugaskarði í Hveragerði.
Ekki er vitað hversu mikið af
klór fór út í Varmá, sem liggur í
um hundrað metra fjarlægð, en
fyllt var á tankinn á fimmtudag.
Kar, sem er til öryggis utan um
geyminn, hélt ekki klórnum. „Við
gefum okkur að tappi hafi verið í
karinu,“ segir Sigrún Guðmunds-
dóttir heilbrigðisfulltrúi. Tappinn
fannst þó ekki í gær.
Margir dauðir fiskar hafa fund-
ist í ánni, allt að 20 pund á þyngd
og 70 sentimetra langir.
„Við vitum ekki umfang skað-
ans en höfum falið vatnalíffræð-
ingi að rannsaka lífríkið,“ segir
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
í Hveragerði: „Við lítum þetta
grafalvarlegum augum.“
Birgir Þórðarson hjá Heilbrigðis-
eftirliti Suðurlands segir umfang
mengunarinnar „verulega mikið“.
„Hún rústar öllu lífríki þar sem
hún fer um þessi mengun,“ segir
hann. Of snemmt sé þó að segja til
um langtímaáhrifin. - kóþ
Allt að 800 lítrar fóru í náttúruna í mengunarslysi við sundlaugina í Laugaskarði:
Klór lak í Varmá í Hveragerði
TANKURINN OG KARIÐ Nýbúið var að
fylla á tankinn þegar lokið gaf sig og
klórinn lak í Varmá. MYND/EGILL BJARNASON
PERSÓNUVERND Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda (FÍB) braut á félags-
mönnum sínum með því að afhenda
Atlantsolíu nöfn þeirra og síma-
númer.
Samkvæmt áliti Persónuvernd-
ar mega félagasamtök ekki senda
utanaðkomandi aðilum upplýsing-
ar um félagsmennina nema að
hafa borið það undir þá fyrst. „Þar
sem þetta var ekki gert var
afhending umræddra upplýsinga
um félagsmenn í FÍB til Atlantsolíu
óheimil,“ segir Persónuvernd.
Tilefni þess að FÍB sendi
Atlantsolíu félagaskrána var
samningur við olíufyrirtækið um
tveggja króna afslátt fyrir félags-
menn með því að nota sérstakan
dælulykil. Eftir að lykilinn hafði
verið kynntur félagsmönnum og
sumir fengið sér lykil afhenti FÍB
Atlantsolíu upplýsingar um þá
sem eftir stóðu. „FÍB telur rétt-
lætanlegt í tilviki sem þessu að
samningsaðili miðli upplýsingum
til félagsmanna um afslátt af elds-
neyti sem getur bætt hans hag,“
segir í greinargerð til Persónu-
verndar.
Einn félagsmanna FÍB vísaði
málinu til Persónuverndar eftir að
honum barst símtal frá Atlantsolíu.
Kvaðst hann ítrekað hafa rekið sig
á að félagaskrár félaga væru
notaðar í sölustarfsemi. „Þetta er
að sjálfsögðu bæði ólöglegt og
hvimleitt,“ sagði umræddur félags-
maður í kæru sinni. - gar
FÍB braut á einkalífi félagsmanna með afhendingu upplýsinga til Atlantsolíu:
Máttu ekki afhenda félagatal
ÁRNI SIGFÚSSON Formaður FÍB frá því árið 1997 og þar til um síðustu helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DÓMSMÁL Tomas Malakauskas var
látinn laus úr gæsluvarðhaldi í
gær eftir að hæstiréttur hafði
fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms
Reykjaness.
Í héraðsdómi hafði Mala-
kauskas verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 7. desember.
Hæstiréttur úrskurðaði hann í
farbann þar til dómur gengur.
Malakauskas var vísað úr landi
og bönnuð endurkoma hingað
eftir að hann fékk reynslulausn í
fyrra. Endurkomubannið gilti í
tíu ár. Það braut hann þegar hann
komst inn í landið í haust. Hann
var handtekinn í bifreið í
Hafnarfirði 20. nóvember. Hann
reyndist vera með um 26 grömm
af amfetamíni á sér. Brot á
endurkomubanni getur varðað
allt að sex mánaða fangelsi. Auk
þess var Malakauskas ákærður
fyrir fíkniefnabrot. - jss
KLÆDDUR LAMBHÚSHETTU Tomas
Malakauskas mætti fyrir Héraðsdóm
Reykjaness með lambhúshettu.
Hæstiréttur Íslands:
Líkfundarmað-
ur látinn laus
ÍRAK, AP Mannræningjar fimm
Breta, sem hurfu í árás uppreisn-
armanna á íraska stjórnarbygg-
ingu í maí, birtu í gær myndband
þar sem þeir krefjast heimkvaðn-
ingar breskra hermanna frá Írak.
Á myndbandinu, sem sýnt var á
sjónvarpsstöðinni al-Arabiya, sést
maður í hnipri undir borða sem á
stendur „Andspyrnuhreyfing
íslamskra sjía í Írak“.
Hinn meinti gísl, sem talar með
breskum hreim, sagði myndbandið
tekið upp 18. nóvember. Á því sést
skrifleg kröfugerð, þar sem Bretar
eru sakaðir um að ræna auði Íraks
og brottfarar breskra hermanna
krafist innan tíu daga. - aa
Myndband birt í sjónvarpi:
Breskur gísl í
Írak sýndur
Flutt í janúar á næsta ári
Mál Reykjavíkurborgar gegn stóru
olíufélögunum Olís, Skeljungi og Keri,
áður Olíufélaginu, verður tekið fyrir
í Hæstarétti 30. janúar á næsta ári.
Olíufélögin voru dæmd í Héraðsdómi
Reykjavíkur til þess að greiða Reykja-
vík tæplega 80 milljónir króna vegna
samráðs fyrir útboð árið 1996.
DÓMSMÁL
VIÐSKIPTI „Við vonumst til þess að
sjá einhver ný andlit í hluthafa-
hópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhann-
esson, stjórnarformaður FL
Group, um hlutafjáraukningu
félagsins. „Við erum að vinna í því
að styrkja eiginfjárgrunn FL
Group svo við getum tekið á okkur
áföll ef þau verða. Við tökum líka
þátt í hlutafjáraukningunni til að
slá á sögur um að allt sé að brenna
hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla
mælikvarða.“
Baugur Group sem Jón Ásgeir
stýrir seldi FL Group í gær fast-
eignafélög að verðmæti 54 millj-
arðar króna. Baugur fær greitt
með hlutafé í FL Group og verður
stærsti eigandi félagsins með tæp-
lega 36 prósent. Að auki verða tíu
milljarðar króna boðnir fagfjár-
festum og fimm til viðbótar verði
umframeftirspurn eftir hlutum í
félaginu.
Öll þessi viðskipti með bréf FL
Group fara fram á genginu 14,7
sem er þónokkuð lægra en til stóð
fyrir helgi. Viðskipti með bréf FL
Group í fyrradag voru á genginu
19,25.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins þrýstu viðskiptabankar
Baugs á að gengið yrði lægra en til
stóð. Jón Ásgeir segir að annað-
hvort hefði þurft að kaupa fast-
eignir Baugs á hærra verði eða
lækka verð á FL. Margar stærðir
hafi einnig breyst í þessari vinnu.
„Menn sáu tækifæri í því að
lækka verðið. Þá gefst tækifæri til
að selja fleirum á þessu verði sem
er mjög hagstætt miðað við sam-
bærileg félög,“ segir Jón Ásgeir.
Hannes Smárason hættir sem
forstjóri FL Group og Jón Sigurðs-
son, sem hefur verið aðstoðarfor-
stjóri, tekur við. Jón segir jákvætt
að óvissu um stjórn og styrk
félagsins hafi verið eytt. Verkefn-
ið fram undan sé að sinna fjárfest-
ingum FL Group með öflugu fast-
eignarfélagi innanborðs. Á
óvissutímum á mörkuðum muni
FL Group fara hægar yfir.
Hannes segist sáttur að stíga úr
forstjórastólnum á þessum tíma-
punkti. „Mín staða er þokkaleg. Ég
er áfram stór hluthafi í félaginu.
Ég ætla að koma inn í Geysir Green
og halda áfram sem fjárfestir.
Þetta verður ekki mikil breyting
fyrir mig.“ bjorgvin@frettabladid.is
Bankamenn sögðu
verð FL Group hátt
Lágt gengi á FL Group á að gefa félaginu öfluga viðspyrnu og fá nýja fjárfesta
til liðs við félagið. Pálmi Haraldsson í Fons tekur væntanlega þátt í hlutafjár-
útboði FL Group auk þess að kaupa hluti af núverandi eigendum í félaginu.
NÆTURFUNDI LOKIÐ Stjórn FL Group hittist á næturfundi á lögmannsstofunni Logos
í fyrrinótt. Lauk fundinum upp úr klukkan eitt. Þá var búið að teikna upp hlutafjár-
aukningu félagsins sem tilkynnt var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGVIN
NÝR HLUTHAFA-
HÓPUR FL GROUP*
BG Capital 35,9% (áður 17,7%)
Félag í eigu Baugs Group
Oddaflug 13,7% (áður 20,52%)
Félag í eigu Hannesar Smárasonar
Gnúpur 11,6% (áður 17,32%)
Félag í eigu Magnúsar Kristinssonar,
Kristins Björnssonar og Þórðar Más
Jóhannessonar
Materia Invest 6,2% (áður 9,23%)
Félag í eigu Magnúsar Ármann,
Kevins Stanford og Þorsteins M.
Jónssonar.
Óþekktir fagfjárfestar 4,9%
Tíu milljarða hlutur sem boðinn
verður út í fagfjárfesta á næstunni.
*TAFLAN BIRTIST Á VIÐSKIPTAVEF VÍSIS.IS
VEIÐI Umhverfisráðuneytið hefur
ákveðið að heimila veiðar á 1.333
hreindýrum á veiðitímabili
komandi árs sem er 196 dýrum
fleiri en leyft var að veiða á
veiðitímabili þessa árs. Veiðitíma-
bilið mun standa frá 1. ágúst til
15. september.
Ákvörðunin var tekin með mið
af tillögu Umhverfisstofnunar
sem einnig hefur verið til umfjöll-
unar í hreindýraráði. Á Náttúru-
stofu Austurlands telja menn að
veiði á þessum fjölda sem
heimilað verður á komandi ári
muni ekki hafa áhrif á stærð
hreindýrastofnsins. - jse
Umhverfisráðuneytið:
Má veiða enn
fleiri hreindýr
FÉLAGSMÁL Fulltrúar örorku- og
lífeyrisþega afhentu Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráð-
herra undirskriftir 4.300 örorku-
og lífeyrisþega sem mótmæla
endurgreiðslu á lífeyri og krefjast
bættra kjara.
Við sama tækifæri skoruðu
fulltrúarnir á Alþingi og ríkis-
stjórn að breyta lögum um
tekjutengingu bóta.
Félagsmálaráðherra fagnaði
frumkvæði aðstandenda undir-
skriftasöfnunarinnar og upplýsti
jafnframt að ríkisstjórnin hygðist
endurskoða almannatryggingalög-
gjöfina. - jse
Örorku- og lífeyrisþegar:
Mótmæla end-
urgreiðslu
Bíll valt 20 til 30 metra
Bíll fór út af Grafningsvegi við Hagavík
í gærkvöldi, og valt 20 til 30 metra
niður gil. Fimm ungmenni voru í
bílnum en þau sluppu öll ómeidd.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi er
mikil hálka á veginum talin orsök
þess að ökumaðurinn missti stjórn á
bílnum. Bifreiðin er mikið skemmd
eftir byltuna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS