Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 8
8 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR M á l þ i n g Mannréttindanefnd Reykjavíkur boðar til málþings um hvernig borgaryfirvöld geti spornað við ofbeldi gegn konum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 7. desember milli kl. 13.30 og 17.00 Spurningunni velta fyrir sér fulltrúar ýmissa félagasamtaka og stofnana: kl. 13.30 Setning málþings, Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttinda- nefndar Reykjavíkurborgar kl. 13.40 ReykjavíkurAkademían, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir kl. 14.00 Stígamót, Margrét Steinarsdóttir kl. 14.20 Kvennaathvarfið, Sigþrúður Guðmundsdóttir kl. 14.40 Neyðarmóttaka vegna nauðgunarmála, Eyrún B. Jónsdóttir kl. 15.00 Hressing kl. 15.30 Femínistafélagið, Kristín Tómasdóttir og Kári Hólmar Ragnarsson kl. 15.50 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Tatjana Latinovic kl. 16.10 Jafningjafræðsla Hins hússins, Edda Sigfúsdóttir og Vilhjálmur Leví kl. 16.30 Samantekt og slit málþingsins, Sóley Tómasdóttir Málþingsstjóri er Felix Bergsson, fulltrúi í mannréttindanefnd - málþing í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi Léttar veitingar að lokinni dagskrá Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis Hvað geta borgaryfirvöld gert til að sporna við ofbeldi gegn konum? SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 húfur og vettlingar 1.590 Verð frá fyrir fríska krakka ÚTLENDINGAR Grunur leikur á að Íslendingar þiggi greiðslur fyrir að ganga í hjónaband með útlend- ingum og að einstaklingar hagnist á milligöngu um slík hjónabönd. „Til mín hafa leitað einstakling- ar sem fengu dvalarleyfi á Íslandi með því að ganga í málamynda- hjónaband. Í þeim tilvikum var meðal annars um að ræða að milli- liður á Íslandi greiddi einstaklingi fyrir að giftast útlendingi,“ segir Margrét Steinarsdóttir, lögfræð- ingur Alþjóðahúss. Margrét segir fólkið sem leitað hafi til hennar hafa unnið myrkranna á milli til að greiða skuldir sínar við milligönguliðinn og viðbótargreiðslur til þess sem það giftist. „Í þessum tilvikum var mér sagt að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem einstaklingurinn sem þeir gift- ust gengi í málamyndahjónaband og fengi greitt fyrir.“ Margrét segist einnig þekkja dæmi um málamyndahjúskap þar sem engar greiðslur fóru á milli, en þá reyni fólk að tryggja ein- staklingi dvalarleyfi á Íslandi. Deildarstjóri sifja- og skipta- deildar sýslumanns Reykjavíkur segist hafa heyrt af málamynda- hjónaböndum. „Við önnumst, eðli málsins sam- kvæmt, borgaralegar hjónavígsl- ur og það hafa komið tilvik þar sem okkur hefur flogið þetta í hug,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir. Hún segir deildina ekki bera til- kynningaskyldu gruni starfmenn að ekki sé allt með felldu. Sifjadeild hafa borist ábending- ar og bréf um greiðslur fyrir mála- myndahjónabönd. „Já, við höfum heyrt svona sögur, en fólkið tjáir sig ekki sjálft um sína hagi svo við getum ekki fullyrt neitt.“ Sifja- og skiptadeild gætir þess að fólk af erlendum uppruna upp- fylli öll skilyrði áður en það gengur í hjónaband á Íslandi. „Ef annað eða bæði hjónaefna eiga ekki lögheimili hér gerir sýslumannsembættið könnun á hjónavígsluskilyrðum. Fólk þarf að leggja fram fæðingarvottorð og vottorð um hjúskaparstöðu, ef það er hægt að fá slíkt frá heima- landi viðkomandi. Þá þarf fólk einnig að sanna að það sé með löglega dvöl í landinu. - eb Þiggja greiðslur fyrir að ganga í hjúskap Útlendingar sem vinna myrkranna á milli til að greiða milligöngumönnum og einstaklingi sem þeir giftast fyrir málamyndahjónaband hafa leitað til lögfræð- ings Alþjóðahúss. Sifjadeild sýslumanns hafa einnig borist ábendingar. GREITT FYRIR HJÓNABAND Dæmi eru um að einstaklingar hagnist á því að ganga í hjónaband og geri það oftar en einu sinni. BRETLAND, AP „Ég er bara venjulegur miðaldra grunnskóla- kennari,“ sagði Gillian Gibbons, breska kennslukonan sem var hneppt í fangelsi í Súdan fyrir að hafa leyft nemendum sínum að gefa bangsa nafnið Múhameð. Hún kom aftur til Bretlands snemma í gærmorgun. „Ég fór þangað til þess að upp- lifa ævintýri, en fékk aðeins meira en ég gerði mér vonir um.“ Hún segist þó hafa notið dvalar- innar í Súdan, fólkið hafi verið afar vingjarnlegt og allt gengið vel allt þar til hún var færð í fangelsi. „Þetta var erfið reynsla en ég vil að þið vitið að í fangelsinu var komið vel fram við mig,“ sagði hún. „Mér þótti mjög leitt að fara frá Súdan. Ég átti frábærar stundir þar. Þetta er yndislegur staður.“ Hún sagðist ekki vilja ræða ásak- anirnar, sem hún var dæmd fyrir: „Mér þótti mjög óþægilegt að hugsa til þess að ég gæti hafa móðgað einhvern.“ Gibbons sat í fangelsi í rúma viku og var dæmd sek um að hafa niðrað Múhameð spámann. Hún hlaut fimmtán daga fangelsisdóm, en forseti Súdans ákvað að náða hana eftir að hafa rætt við sendi- nefnd frá Bretlandi, tvo breska lávarða. - gb Breska kennslukonan komin heim eftir svaðilför í Súdan en segist enn hugsa hlýlega til landsins: Segist vera venjulegur miðaldra kennari LÁVARÐURINN OG KENNSLUKONAN Ahmed lávarður, annar bresku þingmannanna sem héldu til Súdans, ræðir við Gibbons í London. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Hver hlaut hvatningarverð- laun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga? 2 Forsvarsmenn hvaða félags segja texta íslenska þjóðsöngs- ins ekki boðlegan? 3 Hvaða knattspyrnukona hefur lagt skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 46 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.