Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 18

Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 18
18 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Mikið hefur heyrst um niðurskurð, gjaldþrot og atvinnuleysi á landsbyggð- inni. En til eru þeir sem láta slíkt ekkert á sig fá og halda á vit drauma sinna jafnvel þótt slíkt sé talið óðs manns æði. Eina verslunin á Patreksfirði sem ekki gerir út á matvörur og veiting- ar er vel til þess fallin að seðja hungur andans. Þetta er Sælukjall- arinn hennar Fanneyjar Gísladótt- ur sem reyndar hefur vaxið úr kjallaranum í húsi þeirra hjóna en er kominn í myndugt hús við Aðal- stræti á Patreksfirði. „Þegar maður er með verslun í þorpi úti á landi þá er um að gera að hafa úrvalið sem breiðast,“ segir Fanney meðan hún leiðir blaða- mann um verslunina. Þótt ekki sé hátt til lofts né vítt til veggja má finna varning af ýmsu tagi. „Ég er með orkusteina, tarotspil, slökunar- tónlist, baðkrem, húðkrem og svo er ég líka með lífrænt ræktaðar vörur, gourmet-krydd, chillisósur og margt fleira.“ Þegar komið er innar í búðinni má sjá bækur um andleg málefni en svo hefur jóla- bókaflóðið einnig flætt inn í þessa ólíkindaverslun. „Ég held að fólk sé bara ánægt með að hafa svona verslun á staðnum,“ segir Fanney. „Reyndar gera þeir líka góðlátlegt grín af þessu eins og á þorrablótinu en þá voru þeir svo vænir að finna fyrir mig slagorð sem ég gæti notað við að auglýsa búðina en það var „Full búð af nýjum vörum – einn inn í einu.“ Aðrir í fjölskyldunni sitja held- ur ekki með hendur í skauti því eiginmaður hennar, Óskar Gísla- son, hefur einnig látið til sín taka. Á síðustu árum hefur það verið talið óðs manns æði fyrir unga menn að hefja útgerð en Óskar lét allt bölsýnishjal sem vind um eyru þjóta og festi kaup á 63 tonna bát í sumar ásamt Ásbirni Óttars- syni og Margréti Scheving og hóf eigin útgerð. Ég er búinn að vera á sjó frá því ég var fimmtán ára og það hefur lengi verið draumur að gera þetta sjálfur,“ segir Óskar. Það var engin tilviljun sem réði nafni bátsins sem heitir Valgerður. „Amma mín hét Valgerður og mér þótti afskaplega vænt um hana, ég man eftir því að hún sagði við mig að ég ætti eftir að fara í útgerð og svo bætti hún við: „Svo lætur þú bátinn heita Valgerð- ur“ og það þýðir ekkert annað en að hlýða ömmu sinni,“ segir hann og hlær. „En það er ekki nóg með það heldur heitir útgerðin Skriðnafell en það var bærinn hennar ömmu.“ Bátsnúmerið á Valgerði BA 45 er heldur ekki úr lausu lofti gripið en 45 var númerið á mjólkurbrús- unum þar sem Óskar var í sveit í æsku. Blaðamaður fór þó ekki út í þá sálma að spyrja nánar um nöfn barna þeirra, Birtu Eikar og Ísaks Óla, en þar er kylfa örugglega ekki látin ráða kasti frekar en fyrri daginn. jse@frettabladid.is Hlýða kalli hjartans FJÖLSKYLDAN FRAMTAKSSAMA Í SÆLUKJALLARANUM Hjónakornin Fanney og Óskar taka því rólega með börnum sínum, Ísaki Óla og Birtu Eik, í Sælukjallaranum á Patreksfirði. Hver veit nema dularfulla skáldið sem læðist í skjóli nætur og skilur jákvæð skilaboð eftir fyrir árrisula þorpsbúa hafi fengið andagift þarna inni. JÓN SIGURÐUR Kærleikskúlan var afhent í fimmta sinn í síðustu viku en hana hlaut að þessu sinni Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, skáld og varaformaður Sjálfs- bjargar. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti kærleiks- kúluna og sagði við það tækifæri að Kolbrún Dögg berðist af jákvæðni og kjarki fyrir breyttum viðhorfum og fyrir samfélagi sem einkenndist af umburðarlyndi, virðingu og réttlæti, þar sem allir gætu tekið þátt og notið sín á eigin forsendum. Kolbrún Dögg er meðal annars höfundur gjörnings- ins „Tökum höndum saman“ sem fram fór við Reykjavíkurtjörn í apríl síðastliðnum. Verðlaunahafinn lét sig ekki muna um það við afhendinguna að syngja eigið ljóð, Streymi, við lag eiginmanns síns, Ragnars Gunnars Þórhallssonar. Á sama tíma og þessu fór fram var kærleikskúlan einnig frumsýnd í Berlín en hún er búin til í Þýska- landi enda eiga þeir um 400 ára hefð í að framleiða slíkar kúlur, að sögn Evu Þengilsdóttur sem ýtti framtakinu úr vör fyrir fimm árum og stendur enn í stafni. En þótt Þjóðverjar blási kúluna er hún afsprengi íslenskrar andagiftar því það var Eggert Pétursson myndlistarmaður sem hannaði hana. Listamenn stigu á svið við þetta tækifæri í Berlín og Grýluson lét sig heldur ekki vanta. - jse Kærleikskúlan í Reykjavík og Berlín: Barist fyrir breyttum viðhorfum VIÐ AFHENDINGU KÆRLEIKSKÚLUNNAR Frú Vigdís Finnboga- dóttir afhenti Kolbrúnu Dögg kærleikskúluna sem að þessu sinni ber heitið Hringur en það var Eggert Pétursson sem hannaði hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR „Ég var að byrja í nýrri vinnu, sem framkvæmdastýra Unifem á Íslandi,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir þegar hún er spurð að því hvað sé að frétta. „Mér líst mjög vel á starfið og þykir þetta afar spennandi. Þetta er mikið starf sem er unnið hérna og ég er núna að kynna mér málin. Ég les skýrslur og bæklinga og bækur á fullu og reyni að koma mér inn í daglegu störfin á skrif- stofunni. Á döfinni er stór fjár- öflun eftir áramót fyrir styrktarsjóð Unifem til afnáms ofbeldis gegn konum. Við viljum leita til einstaklinga og fyrirtækja og athuga hvort þau vilji ekki styrkja konur í þróunarríkjun- um. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni hingað og þangað um heiminn. Hugmyndafræði að baki sjóðnum gengur út á að bregðast við því sem konurnar sjálfar skilgreina sem vandamál, því þær þekkja sín samfélög best. Mitt markmið er helst að auka veg og virðingu samtakanna. Við leggjum mikilsvert framlag til höfuðstöðva Unifem, sem er mikils metið. Íslendingar eru framarlega í jafnrétt- ismálum og má segja að jafnrétti sé ein aðalútflutningsvara okkar. Við búum yfir þekkingu sem aðrir geta notið góðs af. Slagorð Unifem er „þróun í þágu kvenna er allra hagur“ og það segir mikið um starf samtakanna. Það er ekki hægt að standa að uppbyggingu í þróunarríkjum ef ekki er litið til annars helmings þjóðarinnar. Undanfarið höfum við einbeitt okkur að ofbeldismálunum, en ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Á átakatímum þegar félagslega kerfið bregst lendir á konum að hugsa um fjölskylduna og sinna sjúkum og öldruðum svo ef samtök aðstoða konur, aðstoða þau raunar fleiri. Stundum er talað um að ef þú menntar karl þá menntar þú einstakling, en menntir þú konu þá menntar þú heila fjölskyldu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTÝRA UNIFEM Þróun í þágu kvenna er allra hagur        %  ;( "&<9==>>9?(@@@'  ' 3A(  B0B 03 , Alltaf að læra „Þetta er staðfesting á því að ég sé á réttri braut, þó auðvitað geti maður alltaf gert betur og lært meira.“ FREYJA HARALDSDÓTTIR HLAUT HVATNINGARVERÐLAUN ÖBÍ. Morgunblaðið 4. desember. Sendið mig „Við erum alltaf á röngu róli í þessari keppni.“ ÓMAR RAGNARSSON ER EKKI HRIFINN AF ÞRÓUNINNI Í SÖNGVA- KEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPS- STÖÐVA. Fréttablaðið 4. desember. SJÓNARHÓLL RÉTTUR TIL MÁLÞÓFS Á ALÞINGI Má ekki tefja góð mál „Hann getur verið afar mikilvægur fyrir þingmenn sem eru í stjórnar- andstöðu og hafa ekki meirihluta á þingi til að stjórna landinu,“ segir Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og núverandi formaður Félags eldri borgara. „Með því að stunda málþóf er hægt að þæfa mál endalaust og koma í veg fyrir að þau nái fram að ganga.“ Aðspurður hvort málþóf geti í einhverjum tilfellum verið lýðræðinu til framdráttar svaraði hann að það væri hins vegar umdeilanlegt. „Hitt er annað mál að það mundi kannski tryggja ákveðnum málum lengri og betri umræðu, en hún þarf að sjálfsögðu að taka enda einhvern tímann enda er það meirihlutinn sem ræður,“ segir Ólafur. „Ég myndi alls ekki vilja hafa það fyrirkomulag að góð mál með þingmeirihluta nái ekki fram að ganga. Sum mál þurfa stundum meiri umræðu og það hefur sýnt sig að málin eru afgreidd ansi hratt án mikillar umræðu rétt fyrir kosningar. Þá getur málþófið reynst gott tæki til að skapa umræðu, en það má aldrei verða svo að góð mál nái ekki fram að ganga, það er aðalatriðið.“ ÓLAFUR ÓLAFSSON Formaður Félags eldri borgara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.